Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 55
FRÉTTIR AF FÓLKI Kylie Minogue er greinilega öll að hressast því hún hefur bókað fjölda tónleika á næsta ári. Hún neyddist til að fresta tónleikaferðalagi um Ástralíu þegar hún veiktist en mun nú standa við gefin loforð og halda tónleikana átján mánuðum seinna en ætlunin var í fyrstu. „Kylie hefur hugsað mikið um þessa tónleika og er snortin yfir því hversu lengi aðdáend- ur hennar hafa beðið þolinmóðir eftir þeim,“ sagði Michael Gudinski, kynningarfull- trúi tónleik- anna. Joss Stone er í ástarsorg eftir að hafa nýlega hætt með kærasta sínum, Beau Dozier. Parið hafði verið saman í tvö ár og Joss segist enn elska Beau, sem er sjö árum eldri en hún, eða 25 ára. „Ég veit ekki hvað gerðist en hvað getur maður gert. Svona hlutir eru svo sorglegir. Ég elska hann meira en allt annað. Hann er besti vinur minn og mun alltaf vera. Það skiptir ekki máli hvort við séum saman eða ekki, ég mun alltaf elska hann,“ sagði söngkon- an. Ástæða sam- bandsslitanna telja margir vera hversu sjaldan þau hafa getað hist nú þegar Stone er úti um allan heim á tón- leikaferðalögum. T ilb o ð in g ild a ti l 2 9. 11 . 2 00 5 G O T T F Ó LK M cC A N N · 3 0 0 7 5 L’ORÉAL MEN EXPERT Nýja herralínan frá L’Oréal. Langvarandi rakagjöf sem styrkir húðina. Nýi tveggja skrefa maskarinn frá L’Oréal. Gerir augnhárin þín 12 sinnum þykkari en þú átt að venjast. L’ORÉAL VOLUME SHOCKING 15%15% 20% Mig vantar góðar snyrtivörur fyrir mig og kallinn! KARBAMÍÐ RAKAKREM Húðvörurnar frá Gamla apótekinu eru án viðbættra litar- og ilmefna. Þær eru góður kostur fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem þola illa aukaefni í kremum. Nýtt Nýtt [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Laugardalshöllin var troðfull þegar tónleikar rokkdúettsins The White Stripes hófust klukk- an rúmlega 21.00 í fyrrakvöld. Áður hafði Jakobínarína, sem vann síðustu Músíktilraunir, séð um upphitun. Sveitin sýndi skemmtilega takta, bæði hvað varðar tónlistina og hressilega sviðsframkomu. Jakobínar- ína lofar mjög góðu og er tví- mælalaust ein efnilegasta sveit Íslands í dag. Þau Jack og Meg White gengu á svið klædd að sjálfsögðu hvít- um og rauðum fötum eins og þei- rra er von og vísa. Jack skartaði svörtum hatti og löngum höku- toppi. Hefði hann haft sverð í höndunum í staðinn fyrir gítar hefðu eflaust margir haldið að þarna væri sjálfur Zorró mætt- ur í Höllina. The White Stripes er óvenjuleg hljómsveit að því leyti að meðlim- irnir eru aðeins tveir og enginn bassaleikari er til staðar. Sveitin hefur lagt áherslu á naumhyggj- una og hráleikann og reynir til að mynda að taka upp plöturnar sínar á sem allra skemmstum tíma. Þess vegna var forvitnilegt að sjá hvernig Jack leysti „vanda- málið“ sem fylgir því að flytja lögin uppi á sviði, því vitaskuld er nostrað aðeins meira við hlutina þegar komið er í hljóðver og t.d. tvenns konar gítarleikur notaður í sama laginu. Til að redda málunum hafði hljóðnemum verið stillt upp víðs vegar um sviðið og þannig gat Jack sungið við hlið Meg, við píanóið eða bara hvar sem var. Þrátt fyrir að hann gæti ekki notað tvo gítara í einu gekk flutn- ingurinn alveg upp og dúettinn hélt áhorfendum vel við efnið. Jack var eins og krakki í leik- fangabúð þegar hann valdi þau hljóðfæri sem hentuðu í hvert sinn. Hljóðfærin voru gríðarlega mörg, sér í lagi gítararnir, og átti aðstoðarmaður hans fullt í fangi með að koma til hans réttu græjunum. Jack flakkaði á milli hljóðfæra ótt og títt, enda lögin mörg hver ansi stutt, og stund- um spilaði hann meira að segja á píanóið með gítarinn í fanginu. Auk þess að vera nánast eins og eins manns sveit brá Jack sér í hlutverk tæknimanns þegar hann reyndi að stilla magnarann sem gerði honum á köflum skrá- veifu í gítarleiknum. Á meðan öllu þessu stóð sat Meg í rólegheitum við trommu- settið og trommaði á svo ein- faldan hátt að nánast, að því er virtist, hver sem er á meðal áhorfenda hefði getað leikið það eftir. Engu að síður passaði trommuleikurinn eins og flís við rass við gítar- og píanóleik Jacks. The White Stripes sýndi allar sínar bestu hliðar í Höllinni. Þau Jack og Meg náðu mjög vel saman og mynduðu í blúsuðustu lögunum öflugan hljóðmúr. Spil- agleðin skein einnig í gegn, sér í lagi hjá Jack. Þau tóku öll sín vinsælustu lög ef undan er skilið Fell in Love With a Girl af hinni frábæru plötu White Blood Sells. Eftir uppklapp yfirgaf dúett- inn sviðið og lofaði Jack að þau kæmu aftur hingað til lands sem allra fyrst. Það ætla ég svo sann- arlega að vona. Freyr Bjarnason Rosalegur rokkdúett THE WHITE STRIPES: LAUGARDALSHÖLL 20. NÓVEMBER Niðurstaða: The White Stripes sýndu allar sínar bestu hliðar í Höllinni. Jack og Meg náðu gríðarlega vel saman og mynduðu á köflum öflugan hljóðmúr. Söngkonan Katie Meluna heldur tónleika í Laugardalshöll þann 31. mars. Melua, sem er 21 árs, þykir einn helsti vonarneisti popp- og djasstónlistarinnar í dag og hefur þegar skipað sér í röð söluhæstu söngkvenna heims. Önnur plata Meluna, Peace By Peace, kom út á dögunum og fór hún beint á toppinn í Bretlandi. Forsala miða á tónleikana hefst 6. desember í Skífunni, BT úti á landi og á concert.is. Meluna til Íslands KATIE MELUA Söngkonan er á leiðinni til Íslands í mars á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.