Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 16
16 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
VEIÐI Veiðileyfi á silungasvæðinu
í Víðidalsá í Húnaþingi hækka
nú um 137 prósent á milli ára. Á
þessu ári greiddu silungsveiði-
menn 10.500 krónur fyrir dag-
inn en koma til með að þurfa að
greiða 24.900 fyrir veiðidaginn
næsta sumar.
„Áður en við tókum við ánni
þá var leigan á silungasvæðinu
tvær milljónir á ári. Við borgum
núna fjórar milljónir fyrir veiði-
svæðið. Þessi 100 prósent hækk-
un á leigunni skilar sér náttúru-
lega beint í veiðileyfin,“ segir
Stefán Sigurðsson, sölustjóri
hjá Lax-á ehf., fyrirtæki Árna
Baldurssonar.
Víðidalsá komst í fréttir þegar
Lax-á bauð 50 milljónir króna í
árlega leigu fyrir ána. Áður hafði
leigan verið 32 milljónir á ári.
Stefán segir að þar sem hér
hafi verið um útboð að ræða hafi
markaðurinn ráðið ferðinni. „Ef
ég hefði ekki boðið þessa upphæð
þá hefði svæðið farið á sama verði
hvort eð er því ég var ekkert einn
að bjóða í þetta.“
Stefán bendir á að það hafi tals-
vert að segja að þarna sé aðeins
veitt á tvær stangir. Árlega veið-
ist á bilinu 1500 til 1700 silung-
ar þarna og það sé með því allra
besta sem hægt sé að komast í.
- saj
�
�
��
����������
���������
������������������������������������������
�����������������������������������������
����������������������������������������
���������������������������������������������
���������������������������������������
��������������������������������������������
�������������������������������������������
�����������������������������������
�����������������������������
�� ��������������������������������������
�� ����������
����
�����
��������������������������������
�����������������������������������
������������������������������������������������
�������������������������������������������������������
���������������������������������������������������������
�������������������������� �����������������
������������������������������������
�����������������������������������������
ÁRNI BALDURSSON Fyrirtæki Árna selur veiðileyfi í silungsveiði á 24.900 krónur daginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Silungsveiðileyfi í Víðidalsá í Húnaþingi kostar nú 25 þúsund krónur:
Veiðileyfi hækkar um 137 prósent
HÓTEL ÚKRAÍNA Hótel Úkraína, fræg bygg-
ing frá Stalínstímanum í Moskvu, var seld
á einkavæðingaruppboði á miðvikudag fyir
sem svarar um 17 milljörðum króna. Sölu-
verðið var um 80% yfir lágmarksboði.
MYND/AP
VERKALÝÐSMÁL „Líklega eru komin
ein 10 til 15 ár síðan við vöruðum
við því að ásókn í ódýrt erlent
vinnuafl myndi færast upp í land,“
segir Birgir Hólm Björgvinsson,
stjórnarmaður í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, en félagið var
í fararbroddi í baráttu við að fá
íslenska kjarasamninga um borð
í kaupskipum sem hér voru skráð.
„Bíðið þið bara rólegir, þetta flæð-
ir upp bryggjurnar, sögðum við, en
það var bara hlegið að okkur. Við
vorum alltaf að reyna að fá sam-
stöðu hjá ASÍ og fleirum, en töluð-
um fyrir daufum eyrum.“
Meðal forsenda þess að kjara-
samningum yrði ekki rift um síð-
ustu mánaðamót var að lög yrðu
sett um starfsmannaleigur, en mál-
efni erlendra starfsmanna hafa um
skeið verið til sérstakrar skoðunar
hjá verkalýðsfélögunum.
Birgir segir margt líkt með
þeim málum sem sjómenn voru að
fást við og starfsmannaleigunum
sem verkalýðsfélög fást nú við.
„Þetta voru náttúrulega erlend
skip og þeir með láglaunasjómenn,
allt niður í 50 dollara á mánuði
og voru að rífa af okkur plássin.
Síðustu 10 ár hafa fleiri hundruð
íslenskir farmenn misst störf sín.“
Birgir, sem er gjaldkeri Sjó-
mannafélagsins og Jónas Garðars-
son formaður hafa verið í forystu
þeirra sem „tekið hafa slaginn“
um gildi íslenskra kjarasamninga
hér og hjá íslenskum fyrirtækjum.
„Það þarf að hreyfa aðeins við þess-
ari ASÍ-mafíu, enda er þetta alveg
handónýtt batterí,“ segir Birgir og
kveður það skoðun sína að sjómenn
ættu að slíta sambandi við Alþýðu-
sambandið. „Við getum alveg stað-
ið á eigin fótum, enda þýðir ekkert
að hengja sig í álit einhverra lög-
fræðinga og hagfræðinga sem öllu
ráða hjá ASÍ. Það er bara handaflið
sem virkar. Við höfum langlengst
komist á því hjá Sjómannasam-
bandinu að stöðva bara skip og láta
okkur í léttu rúmi liggja þótt við
fáum á okkur her lögfræðinga sem
kvarta yfir aðgerðunum. Við höf-
um líka haldið þó nokkru af okkar
mönnum, enda vitað að við erum
til í aðgerðir. Við vorum líka alveg
tilbúnir að fara upp að Kárahnjúk-
um með rútu af 50 til 100 körlum
og stoppa þetta bara. En menn vilja
bara frekar sitja við kjaftaborðið.“
Birgir vildi þó árétta að ekki
væru allir ónýtir til kjarabar-
áttu innan Alþýðusambandsins.
„Kristján Gunnarsson, formaður
Starfsgreinasambandsins og for-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur, hefur staðið eins
og klettur við hliðina á okkur, ekki
síst í baráttunni úti í Njarðvík þar
sem við höfum stoppað nokkur
skip.“
olikr@frettabladid.is
BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON Birgir segir
að fyrir 10 árum hafi Sjómannafélag
Reykjavíkur bent á að erlendir verkamenn
ættu eftir að „flæða upp bryggjurnar og í
land,“ en önnur verkalýðsfélög hafi gefið
þeim orðum lítinn gaum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
HANDTEKNIR VEGNA SÓLBAKS Fyrir miðri mynd er Birgir, en á leið inn í lögreglubíl er Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Lengst til vinstri en Ólafur Ásgeirsson
yfirlögregluþjónn á Akureyri, en að baki honum glittir í Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélags Reykjavíkur. Verið er að handtaka forsvarsmenn sjómanna fyrir að hindra uppskipun
úr Sólbaki í byrjun október í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sjómenn hafa varað við
ódýru erlendu vinnuafli
Birgir Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur kallar eftir öflugri kjarabaráttu og gagnrýnir
Alþýðusambandið. Fyrir rúmum áratug vöruðu forsvarsmenn sjómanna við ásókn í ódýrt erlent vinnuafl.
VERKALÝÐSFÉLÖG Ekkert mótfram-
boð kom á móti Jónasi Garðars-
syni, formanni Sjómannafélags
Reykjavíkur, og verður hann því
sjálfkjörinn for-
maður félagsins
áfram. Fram-
b o ð s f r e s t u r
rann út síðasta
mánudag.
Jónas hefur
ásamt eigin-
konu sinni
r é t t a r s t ö ð u
grunaðs manns
í rannsókn lög-
reglu á sjóslysinu sem varð í sept-
ember á Viðeyjarsundi þar sem
tvennt lést. Rannsókn málsins er
ekki lokið.
Aðalfundur Sjómannafélagsins
verður haldinn milli jóla og nýárs,
þegar togarar eru í landi. „Ekkert
þýðir annað en að halda fundinn
þegar flestir komast,“ segir Birgir
H. Björgvinsson, stjórnarmaður í
Sjómannafélaginu.
- óká
Sjálfkjörinn formaður aftur:
Fékk ekki
mótframboð
JÓNAS GARÐARSON
DANMÖRK Fjölmiðlar og félaga-
samtök í Danmörku geta þegið fé
frá samtökum sem talin eru hafa
framið hryðjuverk án þess að ger-
ast brotleg við lögin. Hins vegar
mega danskir þegnar og fyrirtæki
ekki veita hryðjuverkasamtökum
fjárstuðning.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra segir í viðtali við
Berlingske Tidende að þetta komi
sér á óvart og málið verði rann-
sakað.
Ástæðan fyrir því að þetta mál
kemur upp nú er krafa Tyrkja og
Bandaríkjamanna um að kúrd-
ískri sjónvarpsstöð sem sendir út
frá Danmörku verði lokað. - ks
Erlendir hryðjuverkamenn:
Mega styrkja
félagasamtök