Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2005 7 Eftir áratuga þjónustu við okkar góðu viðskiptavini sem koma ár eftir ár og njóta vandaðrar þjónustu og sælkeramatar viljum við bjóða þig velkomin í þann hóp. Nýr matseðill, Barnamatseðill, Súpu og salatbar Opið 11:30-22:00 Brautarholt 22, 105 Reykjavík, Sími 551-1690 www.potturinnog pannan.is Vönduð þjónusta og sælkeramatur Hádegisverðartilboð Jólin eru tími mandarínanna. Magn þeirra í matvöruverslun- um eykst til muna og á heim- ilum berst mandarínukeimur um öll herbergi. Það er eitthvað við mandarín- ur sem kemur fólki í jólaskap. Mandarínur eru sætir og bragð- góðir ávextir sem fara fallega í skál. Mandarínur eru líka vin- sælt skreytiefni á jólunum og því geta margir ekki sætt sig við jól án mandarína. Lyktin frá manda- rínunum minnir marga á jólin og vekur upp ákveðnar tilfinningar. Þess vegna fagna því margir að jólamandarínurnar skuli loksins vera komnar í verslanir. Trausti Reynisson, verslun- arstjóri Hagkaupa í Smáralind, segir að jólamandarínurnar hafi verið að detta inn á síðustu dögum. Hann segir að magn m a n d - a r í n a í versl- u n u m Hagkaupa tífaldist að minnsta kosti í jólamánuðinum. ,,Við erum að fá fleiri hundruð kassa og hver kassi er um 2,3 kíló þann- ig að bara hjá mér erum við að fá um tonn,“ segir Trausti og bætir við að allar þessar mandarínur seljist auðveldlega. Trausti segir að mandarínurnar séu ræktaðar á Spáni en komi þó hingað frá Hollandi. Aðspurður segir Trausti að ástæða þessara vinsælda mand- arínanna sé hversu bragðgóðar þær séu. ,,Svo er það bara stemn- ingin. Menn eru með jólaeplin og jólamandarínurnar, það er enginn með jólaagúrkur. Maður fær líka fátt betra en steinlausar mandarínur.“ ■ Jólamandarínur í tonnavís Á Íslandi eru ekki beint kjöraðstæður til þess að rækta mandarínur og þess vegna koma flestar mandarínur sem við Íslendingar neytum frá Spáni. Piparkökumix er nýjasta afurð matvælafyrirtækisins Kötlu. Aldrei hefur verið auðveldara eða fljótlegra að baka piparkökur en nú. Þar sem fólk verður sífellt tímanaumara á aðventunni ákvað Katla að létta undir í jólaundirbún- ingnum með piparkökumixi. Mixið er í skrautlegum 600 gramma jólasekk og aðeins er eftir að bæta mjólk og eggjum við svo úr verði deig. Það kallar því aðeins á örfá hand- tök, kökukefli og heitan ofn. Þá eru komnar ilmandi kökur, mátulega krydd- aðar og stökkar og það sem meira er: næstum fyrirhafnarlaust. Piparkökumixið er fjórða afurðin af þessum toga í framleiðslulínu Kötlu en áður er komið pönnu- kökumix, súkkulaði- kökumix og vöfflumix, sem að sögn Arn- björns Þórarinsson- ar framleiðslustjóra hafa notið hafa mik- illa vinsælda. „Þetta er þróunin,“ segir Arnbjörn. „Mjög margar fjölskyldur vilja gjarnan halda í skemmtilegar hefðir á borð við „drekkutíma“ og kvöldkaffi en þar sem tíminn er oft af skornum skammti kall- ar það á tilbúnar lausnir. Mixin okkar gera fólki kleift að bjóða upp á heimabakað á stuttum tíma, halda í gamlar hefðir og gefa fjöl- skyldum tækifæri til þess að gera eitthvað saman. Ekki er vanþörf á nú þegar aðventan er að byrja.“ ■ Hentugt fyrir jólabaksturinn 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 Kötlumixið er í skrautlegum og skemmtilegum pokum. Í tilefni af heimsókn víngerðar- mannsins heimskunna Aurelio Montes til Íslands verður smökkun fyrir almenning á vínum frá Mont- es mánudagskvöldið 28. nóvember kl. 18 í Grillinu á Hótel Sögu. Þar verða öll helstu vín Montes kynnt. Smökkunin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Einnig má geta þess að fram yfir helgina býður Grillið upp á fjögurra rétta veislumatseðil sniðinn að sérvöldum vínum frá Montes. Vínin frá Montes hafa lengi verið einhver vinsælustu vínin frá Chile hérlendis og þar með í hópi allra mest seldu vínanna. Frá engu landi er flutt inn meira vín til Íslands en Chile. Suður-amerísk vín virð- ast hitta okkur í hjartastað líkt og töfraraunsæið í skáldskapnum úr álfunni. Einföldustu vínin nefnast Villa Montes en millilína fyrir- tækisins heitir einfaldlega Mont- es. Montes Chardonnay Reserve Þetta Chardonnay-vín hefur að hluta verið geymt á amerískri eik. Höfugt, mjúkt vín sem einkennist af hitabeltisávöxt- um, sítrus, perum og ananas, kryddum, hnetu og eik. Verð í Vínbúðum kr. 1.160. Montes Cabernet Sauvignon Resverve Þyngra og flóknara vín en Villa Montes, hefur verið geymt um nokkurt skeið í amerískum eikar- tunnum. Vín sem batnar og batnar með árunum. Kynningarverð á hátíðardögum í Vínbúðum kr. 1.090. Montes Caber- net Sauvignon - Carmenére Special Select- ion Eitt vin- sælasta vínið í dag frá Montes. Kraftmikið vín þar sem carmenére- þrúgan gefur víninu meiri kryddflóru og bjartari og flóknari ávöxt sem gerir það aðgengilegra og mýkra en ef um hreint cabernet sauvignon væri að ræða. Lygilega gott verð á jafn stóru víni. Verð í vínbúðum kr. 1.190. MONTES: Smökkun fyrir almenning í Grillinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.