Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2005 3 Fimmtán prósenta afsláttur í dag í Bianca á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi. „Bianca er með þýskar vörur fyrir vandlátar konur, 25 ára og eldri. Þetta er klassískur gæða- fatnaður fyrir þær sem finnst gaman að fara út úr húsi í ein- hverju sem þær vita að er fallegt, án þess að vera áberandi. Þetta er heldur ekkert sem þær fara einu sinni til tvisvar í heldur það sem þær nota aftur og aftur og aftur. Þær eiga flíkurnar sem þær kaupa með þessu merki,“ segir Sigrún Vilhjálmsdóttir, verslunar- eigandi í Bianca. ■ Föt til eignar Ingvar Hreinsson starfar sem útsendingar- og tæknistjóri hjá Sjónvarpinu. Ingvar er ekki harðtrúuð aurasál en kann að spara á réttum stöðum. Svo lengi sem sá staður selur ekki rafmagnstæki eða tól. „Ég get ekki sagt að ég hafi neina sparnaðarstefnu í heimilisrekstr- inum,“ segir Ingvar. „Heimilis– haldið hjá mér hefur hingað til verið svona týpískt piparsveina- heimilishald, þar sem innkaupin ráðast mikið af því hvað mig lang- ar að borða á þeim tíma þegar ég finn til svengdar. Þetta hefur þýtt að 11-11 hefur átt fastan kúnna í mér þar sem verslunin er sú eina sem er opin á þeim tímum þegar ég eru búnir að vinna. Úrvalið hefur stórbatnað af matvælum sem eru í umbúðum hugsaðar fyrir einn í heimili. Það er ekki svo langt síðan að ekki var hægt að kaupa neitt annað en til dæmis heilt brauð. Sem þýddi að helm- ingurinn fór í ruslið,“ segir Ingv- ar sem er að hefja búskap með kærustunni sinni og þarf því ekki lengur að kaupa matarumbúð- ir fyrir einn. „Íbúðakaupin eru komin skammt á veg hjá okkur en það kemur okkur sífellt á óvart hvaða verðhugmyndir fólk gefur upp á íbúðunum sínum. Minnstu holur eru fara á fúlgu fjár.“ Ingv- ar leggur fyrir í varasjóð sem hann segir í sögulegu lágmarki vegna óvæntra útgjalda samfara íbúðakaupum. „Sjóðurinn hefur þó forðað mér frá því að stækka þann vítahring sem að yfirdrátt- arlánin geta verið,“ segir Ingvar stoltur. Fatakaupin segir Ingvar vera eins praktísk og hægt sé að hafa þau. Hann reynir sitt besta til að stýra gjöfum til hans í þann farveg að þær dekki fataþörfina. „Ekki er svo langt síðan að ég þurfti að kom- ast af á nánast engum launum og þá var það mjög einfalt. Hver flík var notuð þangað til að hún leystist upp í þvottavélinni. Þá tók við Kola- portið og annar mjög misheppnað- ur fatnaður sem hægt var að kalla kannski avant garde eða eitthvað í þeim dúr,“ segir Ingvar og hlær. Ingvar á sér þó einn eyðslu- veikleika. „Ég er veikur fyrir tækjum og tólum. Enda ekki kall- aður tæknimaður fyrir ekki neitt,“ segir Ingvar. „Ég er mjög veikur fyrir flottri hönnun og dýrum tækjum, sem er sparnaður í sjálfu sér þar sem dýru tækin hafa þann kost að endast betur, í flestum til- fellum. Þetta er dýrasti útgjalda- liðurinn á mínu heimili.“ johannas@frettabladid.is Kaupir loksins heilt brauð Verslunin Euroskór bæði í Kringlunni og Firði hefur sér- stakt tilboð í gangi til 27. þessa mánaðar. Þeir sem hyggja á skókaup fyrir jólin ættu að kíkja við í verslunum Euroskó því þar geta menn feng- ið þriðja parið frítt ef þeir kaupa tvenna skó í einu. Það er ódýrasta parið af þremur sem er ókeypis og nú gildir að velja vel. Þetta til- boð gildir eins og fyrr segir til 27. nóvember. ■ Skór, skór skór Ingvar Hreinsson, tækni- og útsendingarstjóri hjá Fréttastofu Sjónvarpsins, sparar með því að kaupa dýrasta tækið í búðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gott tækifæri fyrir skóunnendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.