Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 88
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR56 Áhorfendur vilja sjá skemmti- legan fótbolta. Þeir borga hærra miðaverð til að horfa á súper- stjörnurnar en áður og gera því kröfur. Fækkun áhorfenda í Eng- landi og Ítalíu í haust má að öllum líkindum rekja til „leiðinlegri“ fótbolta og hærra miðaverðs. Meira að segja súperlið Chelsea, sem hefur fengið á sig þennan leiðindastimpil, nær ekki að fylla heimavöllinn, Stamford Bridge. Fyrir utan þá allra hörðustu nenn- ir fólk ekki að eyða nokkrum tímum í að fara á völlinn og horfa á varnarleik í 90 mínútur án þess að sjá mark. Nei takk, skemmtun er lykilorðið í dag. Undanfarin 15 ár hefur fót- boltinn í Evrópu tekið töluverðum breytingum. Þjálfarar sem rætt var við eru sammála um að hraði leiksins hafi aukist mikið og sókn- arleikurinn sé markvissari. Leik- menn eru mun betur þjálfaðir og því er að mörgu leyti auðveldara að spila agaðan og góðan varn- arleik en áður því leikmennirnir hafa meira þrek til þess. Hvert lið þarf jóker Svíinn Hasse Backe, sem hefur þjálfað danska liðið FC Kaup- mannahöfn undanfarin ár með frábærum árangri, segir að reglu- gerðarbreytingin um að mark- vörður megi ekki taka upp boltann eftir sendingu frá samherja hafi skipt sköpum fyrir fótboltann að halda áfram að vera vinsælasta íþróttagreinin í heimi. ,,Sóknarleikurinn í dag gengur út á að stinga sér inn fyrir vörn- ina af miðsvæðinu eða koma sér í stöðuna einn á móti varnarmanni til þess að taka hann á og skapa ójafnvægi í vörn andstæðingsins. Hraði, hraði, hraði með afgerandi sendingagetu er það sem fótbolt- inn snýst um í dag,“ segir Hasse Backe í viðtali við sænska blaðið GP. Hann segir að fótboltinn í Skandinavíu búi enn við það að vera nokkurs konar uppeldisstöð fyrir stóru deildirnar í Evrópu. Það hafi ekkert breyst undanfar- in 15 ár og líklega verði það alltaf svo. Backe hefur ávallt haldið sig við leikaðferðina 4-4-2 og notað hana allar götur frá því að hann tók þátt í þjálfaranámskeiði með Bob Houghton og Sven Göran Eriksson fyrir 24 árum. Undan- farin 10 ár hefur hann samt sem áður þurft að aðlaga þessa taktík nýjum áherslum. „Þegar ég starfaði í Austurríki sá ég að í hverju einasta liði þarf að vera pláss fyrir eitt eða tvö sirk- usljón, leikmenn sem geta tekið upp á óvæntum hlutum og klárað jafna leiki og boðið áhorfendum upp á skemmtiatriði. Frá byrjun var hugsunin á bak við leikkerfið 4-4-2 að allir leikmenn myndu taka þátt í bæði varnar- og sóknarleik. Í dag er ég þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að hafa mjög ster- ka varnarlínu með nokkurs konar jóker á öðrum hvorum vængnum. Í FC Kaupmannahöfn er ég t.d. með Suður-Afríkumanninn Zuma. Ég er meðvitaður um að hann tekur ekki mikinn þátt í varnar- leiknum. En svo framarlega sem hann getur platað andstæðingana og lagt upp mörk eða skorað upp á eigin spýtur er hann undanþeginn varnarskyldum sínum. Þetta snýst um að allir í liðinu samþykki sitt hlutverk inni á vellinum og innan þess sé líka pláss fyrir afgerandi sóknarmenn,“ segir Backe. Sækir í smiðju Phils Jackson Ef til vill kemur mörgum á óvart að Backe hefur sótt ýmislegt í smiðju körfuboltans þegar kemur að skipulagi en þó sérstaklega sál- fræðiþætti fótboltans. Phil Jack- son, sem gerði Chicago Bulls að stórveldi með kónginn Michael Jordan innanborðs, er helsta fyrir- mynd Backe og eru hillur sænska þjálfarans fullar af bókmenntum og DVD diskum með Jackson. „Körfubolti er ofurskipulögð íþrótt með fleiri taktíska mögu- leika en nokkur önnur íþrótta- grein. Þessa vegna hefur ég lagt mig í líma við að rannsaka hvernig Phil Jackson gerði Chicago Bulls að meistaraliði NBA. Vandamálið sem Jackson stóð frammi fyrir, þegar hann tók við félaginu, var að í þrjú ár hafði besti körfubolta- maður heims, Michael Jordan, spilað með liðinu en því hafði ekki gengið vel. Fyrir utan snilldar þrí- hyrningsleikkerfi var galdurinn hjá Jackson í stuttu máli að „óeig- ingirni borgar sig“. Þegar allir leikmenn liðsins voru með hlut- verk sitt á hreinu og sættu sig við það, fór liðsheildin að virka. Slíkt hafði í för með sér að meðaltalið hjá Jordan fór úr 35 stigum niður í 24 í hverjum leik, að Dennis Rod- man hirti að meðaltali 11 frák- öst í leik í staðinn fyrir 19 og að leikmenn eins og Scottie Pippen og Steve Kerr fengu stærra hlut- verk í liðinu. ,,Þetta snýst allt um leikkerfið“ var frasi sem Jackson notaði og þetta varð til þess að Bulls varð NBA meistari sex ár af sjö,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Backe. Auðvelt er að yfirfæra þessa heimspeki yfir á fótboltann. Þegar listamenn eins og Ronaldinho, Zlatan Ibrahimovic eða Ronaldo fá að leika lausum hala innan skipu- lagsins og allir sætta sig við það eru lið þeirra hvað hættulegust. Backe segir að Carlos Queiroz hafi mistekist þetta hjá Real Madrid í fyrra. Einnig voru súperstjörnur Real Madrid úti um allar koppa- grundir að sinna ýmsum auglýs- ingasamningum, komu úrvinda í vikulokin á æfingar og gátu ekk- ert í leikjunum. Scolari notar tölfræðina Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálf- ari Portúgals, sem gerði Brasilíu að heimsmeistara, sagði á þjálf- araráðstefnu skömmu eftir HM að hann notaði tölfræði til þess að sýna leikmönnum fram á hvað þeir þyrftu að bæta en Scolari fór yfir úrslitaleik Brasilíu og Þjóð- verja á ráðstefnunni. „Hlutverk þjálfarans er að gera leikmönnum grein fyrir hlutverki sínu inni á vellinum í leiknum og til að leikmenn læri það sem fyrir þá er lagt er mikilvægast af öllu að fara yfir tölfræði leiksins, sýna leikmönnum mistökin sem þeir gera, hversu margar feilsending- ar, hversu margir skallaboltar töp- uðust, hvort sem það er gert fyrir fyrirlestri, videó- eða töflufundi,“ segir í samantekt Þjálfarafélags Íslands frá þjálfararáðstefnu í Tyrklandi í nóvember 2005. Þegar Scolari tók við brasilíska landslið- inu stokkaði hann upp og treysti ekki bara á sóknarleikinn. Hinn sænski Backe bendir á að fótboltamenn séu sífellt líkamlega betur þjálfaðir. Æfingamagnið eykst stöðugt og leikmenn verða fljótari og sterkari og hraði leiks- ins hefur aldrei verið eins mikill. Slakari liðin spila aftarlega á vell- inum gegn sterkari andstæðing- um. „Þá verður sterkara liðið að hafa þolinmæði en um leið gæta sín að fá ekki á sig mark snemma leiks úr skyndisókn. Liðið verður að láta boltann ganga vel innan liðsins til þess að þreyta andstæð- ingana og klára svo leikinn síðustu 20-25 mínúturnar. Þegar ég þjálfaði austurríska landsliðið á sínum tíma og við mættum Ítalíu, lét ég varnarmann- inn Winkelhofer taka Del Piero úr umferð. Eftir leikinn sagði : „Del Piero er tíu sinnum betri en ég. Í 65 mínútur hafði ég góðar gætur á honum en það sem eftir lifði leiks átti ég ekki möguleika nema að fá góða hjálp.“ Ítalía vann leikinn 1- 0.“ Ekki samræmi milli markmiða og leiða Íslensk knattspyrnuþjálfun hefur einnig verið í brennidepli. Viðar Halldórsson, lektor í íþróttafræð- um við KÍ, flutti erindi á ráðstefnu Þjálfarafélags Íslands fyrir sköm- mu. Erindið byggði hann á meist- araprófsverkefni í íþróttafélags- fræði þar sem hann beindi sjónum að knattspyrnuþjálfaranum sem lykilaðila í íþróttinni. Viðar sagði að starf knattspyrnuþjálfarans væri flókið og margþætt og þjálf- araskipti hér á landi tíð, líftími þjálfara í starfi stuttur og þjálf- araskiptin fyrst og fremst vegna lélegs árangurs í leikjum. Niður- stöður Viðars gefa til kynna að frammistaða liða batnar í flest- um tilvikum þegar skipt er um þjálfara en ekki sé samræmi milli markmiða íþróttarinnar og þeirra leiða sem þeim eru færar til að ná árangri. Viðar benti á leiðir til að auka samræmið milli markmiða og leiða, eins og t.d. markvissari fræðsla til þjálfara um ákveðna þætti starfsins sem og fræðslu til annarra um eðli þjálfarastarfsins. Niðurstöður Viðars gefa því sterkar vísbendingar um að fagleg stjórnun hjá íslenskum knattspyrnudeildum sé verulega ábótavant og þar þurfi að taka til hendinni. NÆST: Bosman-dómurinn afnam þrælahald. Heimildir: Guardian, Göteborgs-Posten, Hraðari leikur – stærri listamenn Hraði, hraði og hraði með afgerandi sendingagetu er það sem knattspyrnan gengur út á í dag. Bestu knattspyrnumennirnir eru súperstjörnur og þjálfararnir vinna við sífellt erfiðari aðstæður og auknar kröfur. BRASILÍSKUR SNILLINGUR Þessi besti knattspyrnumaður heims leikur best þegar hann fær að leika lausum hala.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES „ÓEIGINGIRNI BORGAR SIG“ Phil Jackson körfuboltaþjálfari er almennt talinn einn klárasti þjálfari í heimi. Það sem hann gerði á sínum tíma með Chicago Bulls var með ólíkindum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÍÞRÓTTIR ÞORSTEINN GUNNARSSON Knattspyrna í nýju ljósi – 3. hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.