Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 74
25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR42
menning@frettabladid.is
!
> Ekki missa af ...
... útgáfutónleikum Guðrúnar
Gunnarsdóttur og Friðriks Ómars
Hjörleifssonar í Salnum í Kópavogi
á sunnudaginn. Uppselt var á tón-
leika þeirra um síðustu helgi.
... sýningu Snorra
Ásmundssonar
í Nýlistasafninu
þar sem hann
gerir upp verkefni
síðustu ára.
... skyndikynnum við listamann
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu,
núna í hádeginu þar sem Birgir
Snæbjörn Birgisson fer með gest-
um yfir sýningu safnsins á aðföng-
um síðustu ára.
Kl. 18.00
Hljómsveitin Dikta heldur stuttan
síðdegiskonsert í Gallerí Humar eða
frægð, Laugavegi 59. Hljómsveitin
sendi í síðustu viku frá sér sína aðra
breiðskífu og heitir hún „Hunting for
Happiness“.
Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi,
sem haldinn er í dag, markar upphafið að nýju
sextán daga átaki félagsins gegn kynbundnu
ofbeldi. Fundurinn er haldinn á Hótel Loftleiðum á
alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum.
Fundurinn er haldinn á alþjóðlegum baráttudegi
gegn ofbeldi gegn konum og markar upphafið
að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem
nú er haldið hér á landi í annað sinn. Í ár eru það
UNIFEM á Íslandi og Kvennaathvarfið sem hafa
forgöngu um verkefnið.
Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er: Heilsa kvenna,
heilsa mannkyns: Stöðvum ofbeldið. Eins og
fyrir ári tekur fjöldi samtaka og stofnana þátt í
átakinu og mun standa fyrir fundum, málþingum,
greinaskrifum, gjörningum, kvikmyndasýningum
og öðrum viðburðum þá daga sem átakið varir.
Myndin hér að ofan var tekin á einni af uppákom-
um átaksins í fyrra.
Á morgunverðarfundinum mun Edda Jónsdóttir
flytja ávarp fyrir hönd stjórnar UNIFEM á Íslandi.
Þá mun utanríkisráðherra Geir H. Haarde ávarpa
fundinn og flutt verða minningarorð um Erlu
Halldórsdóttur, stofnanda Candle Light Foundation
í Úganda.
Sextán daga átak UNIFEM
Jóhann Freyr Björgvinsson
danshöfundur er nýkominn
frá Finnlandi þar sem sýnt
var eftir hann verk á dans-
hátíð í Helsinki. Hann hefur
verið óhemju afkastamikill
undanfarið ár, en ætlar að
taka sér listræna pásu fram
yfir áramót.
„Það er svo gaman að taka smá
áhættu stundum, skella því á svið-
ið og sjá hvað gerist,“ segir Jóhann
Freyr Björgvinsson danshöfund-
ur, sem hélt til Finnlands í síðasta
mánuði til þess að semja þar dans-
verk fyrir alþjóðlega danshátíð.
Jóhann Freyr var einn fimm
höfunda sem fengnir voru til
Finnlands til þess að semja verk
fyrir hátíðina, sem haldin var á
vegum Ismo Dance Company.
„Þema kvöldsins var ást, sem
var mjög opið því það getur verið
ást á öllu,“ segir Jóhann, sem fékk
fjórar vikur til þess að semja
„Bleika verkið“, eins og hann nef-
ndi það, og var staddur í Finnlandi
fram yfir frumsýninguna núna í
nóvember.
„Ég hef verið að vinna svolítið
með vökva í verkum minum og
hélt þarna áfram að þróa þá hug-
mynd. Í þetta skiptið notaði ég
bleikan vökva og lét þau æla og
spúa hvert á annað. Þetta var mín
útfærsla á ástinni, að maka henni
út og spýta henni á hvort annað,
þannig að þetta varð sannkallað
ástarbað.“
Þessi útfærsla á ástinni kom
áhorfendum í opna skjöldu, því
vökvaspýjurnar komu ekki fyrr en
undir lok verksins. Fram að því hafði
fegurðin ráðið ríkjum í dansinum.
„Ég hafði kóreógrafíuna mjög fal-
lega. Dansararnir voru búnir að æfa
ofsalega fallegt verk, en svo sagði ég
bara: nú skulið þið byrja að gubba.“
Með þessu tók Jóhann óneitan-
lega áhættu, en þarna gekk allt upp.
Áhorfendur hrifust með, en Jóhann
segist hafa haft óskaplega gaman af
að virða fyrir sér viðbrögðin í saln-
um.
„Sumir fengu hláturskast, en svo
virtist þeim líða hálf illa yfir því að
hlæja því þetta var svo fallegt.“
Ismo Danse Company, sem stóð
fyrir danshátíðinni, er stjórnað af
finnska danshöfundinum Ismo-
Pekka Heikinheimo, sem er þekktur
í dansheiminum fyrir að rjúfa múra
danslistarinnar. Verk eftir hann hafa
verið sýnd víða um heim, meðal ann-
ars hér á landi.
„Hann sá Græna verkið sem ég
samdi fyrir ári og pantaði svip-
að verk frá mér. Hann langaði
að opna augu finnskra áhorfenda
fyrir nýjungum, sem mér finnst
mikill heiður. Þess vegna vildi
hann fá vökvaverk frá mér sem
væri sambland af fegurð, dansi og
ljótleika.“
Úti í Helsinki komst Jóhann
Freyr að því að þar er danslistin
í hávegum höfð. Allt upp í fjögur
eða fimm dansverk geta verið á
fjölunum víðs vegar um borgina
sama kvöldið, þannig að sam-
keppnin í dansheiminum er að
sama skapi gífurleg.
„Ég vann þetta verk með
finnskum dönsurum og það var
virkilega gaman. Það er svo gott
að vinna þarna, móttökurnar voru
frábærar og það kom mér mjög
á óvart hvað þeir eru opnir fyrir
þessu formi.“
Jóhann Freyr hefur haft
óskaplega mikið að gera undan-
farið ár. Fimm ný verk eftir hann
hafa verið frumsýnd, bæði hér á
Íslandi, í New York og nú síðast á
Finnlandi. Aðeins fáeinar vikur
eru síðan Íslenski dansflokkurinn
frumsýndi eftir hann dansverk-
ið Wonderland, sem flokkurinn
hélt síðan með í sýningarferð til
Danmerkur ásamt tveimur öðrum
dansverkum.
„Núna er ég bara í listrænni
pásu,“ segir hann þegar hann er
spurður hvað taki við næst. „Ég
er búin að setja upp fimm verk á
árinu og það er orðið alveg fínt í
bili. Eftir að ég kom heim fór ég
bara að mála íbúðina, en svo held
ég áfram að semja dansverk eftir
áramótin.“ ■
JÓHANN FREYR BJÖRGVINSSON Fimm dansverk eftir hann hafa verið sett á svið víðs vegar
um heim undanfarið ár.
Lét dansara spúa ástinni
ÚR BLEIKA VERKINU Áður en yfir lýkur birtist ástin sem bleikur vökvi upp úr vitum dansaranna.
„Þetta hefur verið minn draum-
ur í mörg mörg herrans ár, að gera
brúðuleiksýningu um selinn Snorra,“
segir Helga Steffensen brúðuleikari,
sem nú hefur látið þennan draum
sinn rætast. Á morgun verður frum-
sýnd í Gerðubergi brúðuleiksýningin
Vetrarævintýrið um selinn Snorra í
leikgerð Helgu og Arnar Árnasonar.
Örn Árnason sér um leikraddir
á sýningunni ásamt Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur og Pálma Gestssyni, en
brúðuhreyfingum stjórna þær Helga
Steffensen og Aldís Davíðsdóttir.
Sýningin er unnin upp úr sögunni
um selinn Snorra, sem kom fyrst
út í Noregi á hernámsárum Þjóð-
verja haustið 1941 og kom fyrst út í
íslenskri þýðingu árið 1950.
„Mér finnst þessi bók yndisleg,“
segir Helga. „Þetta er svo falleg saga
og samt er svo mikið í þessu undir
niðri. Í dag verður enginn var við
neina ádeilu í sögunni, en Þjóðverj-
ar sáu samt ástæðu til þess að banna
hana á sínum tíma.“
Sagan gerist langt norður í
Íshafinu og er um selinn Snorra,
sem lendir í mörgum ævintýrum á
ísbreiðunni. Ýmsar persónur koma
við sögu, þar á meðal verstu óvin-
ir Snorra sem eins gott er að vara
sig á, því þeim finnst selir góðir á
bragðið.
Bókin er í raun öflug ádeila á
ófrið og stríð, þótt ádeilunni sé svo
haganlega fyrir komið að henni
verður varla vart.
„Við pössum okkur samt á að fara
aldrei yfir mörkin, að hræða ekki
börnin. Þetta er líka svo fallegt vetr-
arævintýri og við höfum vandað sér-
staklega til með brúður og leiktjöld-
in,“ segir Helga sem hefur í 35 ár
fengist við brúðuleikhús fyrir börn.
„Það er alltaf jafn yndislegt að fá
að vinna svona mikið með börnum.“
Sýningin er ferðasýning og tekur
hálfa klukkustund í flutningi.
„Við ætlum að sýna þetta á leik-
skólum og svo bara öllum sem vilja
fá okkur.“ ■
Selurinn Snorri
syndir af stað
Það hefur vakið nokkra athygli að
á upplýsingasíðu skáldsögunnar
Lífið er annars staðar, sem nýkom-
in er út á íslensku, kemur fram að
blátt bann er lagt við hvers kyns
aðlögun á skáldsögunni, svo sem
kvikmyndun eða leikgerð. Þetta
er afar óvenjuleg klausa í bókum,
en á sér vitaskuld sínar skýring-
ar.
Kvikmyndagerðarmenn hafa
ítrekað leitað til rithöfundarins
Milan Kundera í gegnum árin
og falast eftir leyfi til þess að
kvikmynda skáldsögurnar hans.
Hann hefur hafnað öllum þessum
beiðnum síðustu tuttugu árin og
eru tvær meginástæður fyrir því.
Annars vegar hafa tvær bóka
hans verið kvikmyndaðar og hann
var fremur óánægður með þær
báðar. Skáldsagan Brandarinn var
færð í kvikmyndabúning í Prag
um miðjan sjöunda áratuginn og
Philip Kaufmann gerði vinsæla
mynd eftir Óbærilegum léttleika
tilverunnar árið 1988.
Hin ástæð-
an tengist
m e t n a ð i
hans sem
ská ldsagna-
höfundar og
þeirri skoð-
un hans að í
rauninni sé
ekki hægt að
k v i k m y n d a
nema sögu-
þráð góðrar
skáldsögu, og söguþráðurinn
sé í rauninni bara lítill hluti
skáldsögu sem stendur undir
því nafni.
Kundera hefur þó síður en svo
neitt á móti kvikmyndum sem
síkum þótt hans skoðanir gangi
þvert á tilhneigingu flestra rit-
höfunda sem vilja ólmir fá verk
sín kvikmynduð. Hann er mikill
unnandi góðra kvikmynda og
kenndi kvikmyndahandritagerð
á sínum tíma við Kvikmynda-
akademíuna í Prag.
Sérvitur Kundera
SPRÆKIR BRÚÐULEIKARAR Þau eru að frumsýna brúðuleiksýningu um selinn Snorra á
morgun í Gerðubergi.
MILAN KUNDERA