Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 32
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 Líttu eftir húðinni! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási FEDTCREME® • Á þurra og sprungna húð • Inniheldur ekki ilm- eða litarefni REPAIR® • Á mjög þurra og illa farna húð • Inniheldur ekki rotvarnar-, ilm- eða litarefni Greint var frá því í fjölmiðlum í byrjun vikunnar að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir teldi að flest ein- kenni hnattvæðingar væru fyrir hendi á Íslandi. Mistekist hefði að hamla gegn ójöfnuði og mis- skiptingu hér á landi, sem væru kunnuglegir fylgikvillar frjálsra alþjóðlegra viðskipta. Það var engu líkara en þekktur vírus hefði tekið hér bólfestu, sem leiddi til hnattvæðingarflensu. Farfuglar alþjóðaviðskiptanna væru búnir að smita Ísland. Ingibjörg lýsti því að nú dygðu ekki önnur meðul en jöfnunaraðgerðir í gegnum skatta- og bótakerfi. Í nýlegri skýrslu Fraser-stofn- unarinnar í Kanada um efna- hagslegt frelsi í heiminum er að finna meira en bara vísbending- ar um þýðingu frelsis fyrir lífs- kjör venjulegs fólks. Í fimmtungi þeirra ríkja sem rannsóknin náði til og mest frelsi hafa í efnahags- málum eru tekjur á mann hærri, kaupmáttur meiri, atvinnuleysi minna, lífslíkur við fæðingu meiri, ungbarnadauði minni, atvinnuþátttaka barna minni, spilling minni, stjórnmálalegur stöðugleiki meiri og fátækt minni heldur en hjá öðrum einangraðri og ófrjálsari þjóðum. Síendur- teknar fullyrðingar um að einka- væðing, skattalækkanir, frelsi á mörkuðum fyrir vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl, stuðli ekki að almennri velmegun eiga ekki við rök að styðjast. Það er auðvitað mjög gagnlegt að bera saman stöðuna í ólíkum ríkjum, eins og Fraser stofnun- in hefur gert frá árinu 1985 með eigin rannsóknum í samstarfi við fjölda stofnana víða um heim og með notkun gagna frá t.d. Alþjóða- bankanum, IMD stofnuninni í Sviss (sem rannsakar samkeppn- ishæfni þjóða), Transparancy International (sem rannsakar spillingu ríkja), þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (þar sem gerð er úttekt á fátækt í heimin- um) o.fl. Eitt af því sem kemur fram í samanburðinum er að hlutdeild fátækustu 10 prósent íbúa í heildartekjum er ekki minni hjá frjálsasta fimmtungi þjóða en hjá hinum ófrjálsasta fimmtungi. Það er reyndar svo að hlutdeild hinna fátækustu í heildartekjum, þegar litið er yfir þær þjóðir sem falla í 2. og 3. frjálsustu fimmtunga, er minni en hlutdeild þeirra fátæk- ustu í frjálsasta fimmtungnum. Með öðrum orðum: Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna fá jafn- stóran eða stærri hlut af kökunni en fátækustu íbúar allra annarra ófrjálsari þjóða. Það þarf svo varla að taka fram, hversu miklu stærri kakan er hjá frjálsu þjóð- unum. Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna hafa a.m.k. fjórfaldar tekjur fátækustu íbúa annarra þjóða (miðað við kaupmátt). Í niðurstöðum Fraser Institute kemur í ljós að það eru engin sér- stök tengsl á milli ójöfnuðar og efnahagslegs frelsis. Hvorki til né frá. Þannig hefur ríkasta fólk (hæstu 20 prósentin) frjálsustu þjóðanna minni hlutdeild í heild- artekjunum en ríkasta fólk allra annarra ófrjálsari þjóða. Almenn- ar fullyrðingar um að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari standast ekki. Það sem gerist auðvitað við aukið frelsi í efnahagsmálum, þrátt fyrir allt tal um óeðlilega samþjöppun og einstaka dæmi um mikla ógæfu og gífurlega auðsöfnun, er að hagur fólksins vænkast almennt. Sem þýðir að sjálfsögðu ekki að allir hafi það gott. Því miður er það staðreynd að vandamálum verður aldrei alveg útrýmt. Fullkomnar lausnir í mannlegu samfélagi eru bara ekki til. Það sem stendur helst í vegi fyrir því að hægt sé nálgast markmiðið um bættan hag flestra eru skyndilausnir sem horfa til skamms tíma. Svo sem jöfnunar- aðgerðir í gegnum skatta- og bóta- kerfi eins og formaður Samfylk- ingarinnar leggur til. Slíkar hugmyndir eiga samt gjarnan hljómgrunn. Staðreyndin er sú að umræðan litast af vanda- málunum, sem eru yfirleitt freist- andi fréttamatur. Nóg er af frá- sögnum af ógæfu þjóðfélagshópa í köldu markaðshagkerfinu og því þegar stjórnmálamenn ylja með skammgóðum skyndilausnum. Minna er sagt frá hversdagslífi þorra venjulegs fólks sem gengur alla jafna vel. Ef til vill skýrir allt þetta hversu furðulega auðvelt hefur reynst að selja þá hugmynd hér á landi að fátækt hafi verið að auk- ast. Að misskipting og ójöfnuður dafni á Íslandi í krafti hnattvæð- ingar frjálsra viðskipta. Vandaðar rannsóknir á áhrifum efnahags- legs frelsis á lífskjör ólíkra tekju- hópa meðal þjóða heims benda til annarrar niðurstöðu. Efnahagslegt frelsi í heimin- um (hnattvæðingin eða hvað sem fólk vill kalla fyrirbærið) er ekki sjúkdómur, heldur tækifæri. Það bætir ekki hag okkar að berjast við það með ávanabindandi meðul- um ríkisins eins og um sé að ræða faraldur, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggur til. Við eigum að taka breyttum veruleika fagn- andi og laga okkur að honum. ■ Hnattvæðingarflensa? Veriði bara jafnaðarmenn Á bloggi sínu vitnar Mörður Árnason gjarnan í ummæli konu sinnar, Lindu Vilhjálmsdóttur, sem oft eru skemmti- leg. Í gær mátti þar lesa eftirfarandi: „Á eldhúsborðinu lágu blöð með fréttum af einhverjum skoð- anakönnunum sem sýndu Samfylkinguna neðar en sóma- samlegt er. Linda segir: Ég veit alveg hvað er að. Þið eruð sum alltaf eitthvað að elta frjálshyggjumennina og aðrir að hafa áhyggjur af miðjunni. En fólk hefur engan áhuga á ykkur þannig. Veriði bara jafn- aðarmenn. Þá trúir fólk á ykkur og vill að þið séuð í forystu.“ Kannski eitthvað fyrir Ingibjörgu Sólrúnu til að hugsa um? Sjálfsöryggi Svanfríður Jónasdóttir gerir sjálfsöryggi Björns Inga Hrafnssonar, frambjóð- anda í oddvitasæti Framsóknar í Reykjavík, að umtaslefni í nýjum pistli á vefsíðu sinni. „Þarna er ekki vanmáttarkenndinni fyrir að fara. Nei, það er sóknarhugur. Eða öllu heldur fífldirfska. Svona gera sjálfumglaðir strákar en voða sjaldan stelpur, og ná stundum árangri. Mér sýnist reynd- ar að þeir félagar Egill Helgason og Össur Skarphéðinsson séu líka búnir að munstra umræddan Björn Inga vel inn í borgarpólitíkina; hafa hjálpað til við að búa hann til. Og hann er svo öruggur með sig drengurinn að hann virðist þess fullviss að bara með því að ryðja Alfreð úr vegi og komast að sjálf- ur þá muni blómin spretta úr hverju spori Framsóknar í borginni og hann orðinn borgarstjóraefni. Ég endurtek, það er ekki vanmáttarkenndinni fyrir að fara; ekkert „ef mig skyldi kalla“ dæmi hér. Og líklega mun þetta virka fyrir hann þó ýmsum finnist þetta absúrd og aðallega hlægilegt.“ Hangið á hurðarhúni Jón Magnússon lögmaður er virkur þátttakandi í þjóðmálaumræðunni og heldur úti vefsíðu. Í vikunni fjallaði hann um varnarliðið, sem hann telur tímabært að fari á brott. „Hvers vegna á sjálfstæð þjóð að hanga á hurðarhúnin- um í varnarmálaráðuneytinu hjá Rums- feld til að biðja hann um að taka ekki þá fáu dáta og þær fáu herflugvélar sem enn eru hér. Afstaða Bandaríkjamanna til varnarliðsins hér hefur verið ljós í mörg ár en vegna annars vegar frekju og hins vegar undirlægjuháttar okkar þá er herinn ekki farinn,“ skrifar Jón. gm@frettabladid.is Í Kópavogi býr drengur sem varð átta ára um daginn. Eins og gengur með drengi á hans aldri vaknaði hann snemma daginn sem afmælisveislan skyldi haldin og skein eftirvæntingin úr augum hans. Hann undirbjó veisluna með foreldrum sínum; tók til, lagði á borð og aðstoðaði við að skreyta kökuna. Þegar veisl- an var að hefjast fór hann í sparifötin. Klukkan sló þrjú og von var á gestunum á hverri stundu. Hann hafði boðið strákunum í bekknum sínum og beið spenntur eftir að þeir tíndust í hús. Hann hlakkaði til að sýna þeim herbergið sitt, leyfa þeim að leika með dótið sitt og gefa þeim af kökunni. Og auðvitað hlakkaði hann til að fá frá þeim gjafir. En tíminn leið og aldrei gall bjallan. Saman furðuðu hann og foreldrar hans sig á þessu og gengu þau meðal annars úr skugga um að rétt dag- og tímasetning hefði verið á boðskortunum og eins að heimilisfangið hefði ekki skolast til. Þegar klukkustund var liðin frá því að afmælisveislan átti að hefjast var kökunni stungið inn í ísskáp. Og smátt og smátt, án þess að um það væri talað, var gengið frá öllu öðru. Það kæmi enginn úr þessu. Það sem vera átti gleðidagur í lífi drengsins unga breyttist í martröð. Og þetta var ekki fyrsta martröðin sem hann upplifði glaðvakandi um hábjartan dag. Þær hafa verið margar; óteljandi, og alltaf jafn hræðilegar. Og hann bara nýorð- inn átta ára. Afleiðingar eineltis geta verið hrikalegar. Djúp ör eru mörkuð í hjörtu þeirra sem fyrir verða og mörg dæmi eru um að fólk sem orðið hefur fyrir einelti í æsku bíði þess ekki bætur og glími við margs konar erfiðleika síðar á lífsleiðinni. Mennirnir hafa í gegnum árin og aldirnar búið sér til fullt af vandamálum og verja svo tíma og peningum í að reyna að leysa þau. Segja má að einelti sé af þeim toga enda er það ekki náttúru- lögmál að börn gangi svo hart og grimmilega fram gegn öðrum börnum að sálarástand þolenda sé eins og eftir hamfarir. Samtökin Regnbogabörn standa í markvissri baráttu gegn ein- elti. Regnbogabörn voru stofnuð fyrir þremur árum að undirlagi Stefáns Karls Stefánssonar leikara, sem þá hafði um nokkurt skeið vakið athygli á því mikla vandamáli sem einelti er. Hann hafði sjálfur orðið fyrir barðinu á því og ræddi opinskátt um þá lífsraun sína. Olweusaráætlunin gegn einelti er rekin í fjölda grunnskóla undir forystu Þorláks Helgasonar. Áætlunin er skipulögð í þaula og nær til þúsunda nemenda á öllu landinu. Bæði þessi verkefni hafa gengið vel og forvígismenn þeirra eiga þakkir skildar. En hvað sem áætlunum og félagasamtökum líður hlýtur sjálft vandamálið að hvíla í kollum þeirra sem leggja aðra í einelti. Og um leið hlýtur ábyrgðin að vera hjá uppalendum viðkomandi. Ekki er þar með sagt að uppalendur hafi með einhverjum hætti búið svo um hnúta að börnin hafi gaman af að leggja aðra í einelti en það er þeirra að taka á málum. Vitaskuld er sárt að viður- kenna fyrir sjálfum sér að barnið manns meiði aðra en án slíkrar viðurkenningar breytist ekki neitt. Og augljóslega þarf þetta að breytast. Með viljann að vopni er hægt að forða fjölda barna frá stöðug- ri vanlíðan á bernskuárunum og margs konar sálarglímum síðar á lífsleiðinni. Látum það ekki gerast að kakan verði tekin ósnert af borðinu í níu ára afmæli drengsins í Kópavogi með öllum þeim ömurleika sem því fylgir. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Einelti er alvarleg meinsemd sem mikilvægt er að samfélagið sameinist um að uppræta. Uppalendur bera mikla ábyrgð Í DAG HNATTVÆÐING BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON Efnahagslegt frelsi í heiminum (hnattvæðingin eða hvað sem fólk vill kalla fyrirbærið) er ekki sjúkdómur, heldur tæki- færi. Það bætir ekki hag okkar að berjast við það með ávana- bindandi meðulum ríkisins eins og um sé að ræða farald- ur, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggur til. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.