Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 28
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR28 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Íbúafjöldi 1. desember 2004: 291 Íbúafjöldi 1. desember 2000: 297 Íbúafjöldi 1. desember 1988: 372 Sveitarfélag: Mýrdalshreppur Sveitarstjóri: Sveinn Jónsson Helstu atvinnufyrirtæki: Mýrdalshreppur Hjallatún Víkurprjón KB Banki Hótel Höfðabrekka Víkurskáli G. Elíasson Skólar Grunnskóli Mýrdalshrepps Leikskólinn Suður-Vík Vegalengd frá Reykjavík 186 km Vík í Mýrdal Rétt áður en ekið er út úr Vík í Mýrdal til austurs er komið að reisulegu húsi sem hýsir prjónaverksmiðjuna Víkurprjón ásamt meðfylgjandi verslun. Þarna hefur Þórir Kjartansson látið prjónana eða öllu heldur prjónavélarnar ganga í aldarfjórðung og verið máttarstoð í atvinnulífi Víkurbúa. Lífseigt fyrirtæki „Ég held að þetta sé elsta prjónafyr- irtæki landsins sem rekið hefur verið á sömu kennitölu frá upphafi,“ segir hann hógvær og gerir lítið úr þraut- seigjunni. Þó má telja allt að því óðs manns æði að reyna að prjóna sokka í samkeppni við sívaxandi straum af ódýrum sokkaplöggum sem flæða yfir austan úr Asíu. „Maður gerir ekki annað en að tapa markaðshlutdeild,“ segir Þórir fastmæltur og nefnir sem dæmi að um 1990 framleiddi hann 240 þúsund pör af sokkum en einungis um 90 þúsund í dag. Hátt gengi er allt að drepa Og það er gengi íslensku krónunnar sem gerir Þóri hvað erfiðast fyrir nú um stundir. „Hún er bókstaflega allt að drepa, ekki síst framleiðslu og ferðamannaþjónustu,“ segir hann og hristir höfuðið yfir þessum hamför- um krónunnar. Fjölbreyttari rekstur En í takt við minnkandi sokkasölu hefur Þórir skotið fleiri fótum undir reksturinn; ullarvinnu og verslun þar sem hann selur framleiðsluna og minjagripi aukinheldur. „Fyrirtækið lifir að stærstum hluta orðið af túristum sem koma hingað á sumrin,“ segir hann með hægð. ATVINNUREKANDINN: ÞÓRIR KJARTANSSON Í VÍKURPRJÓNI Gengi krónunnar er allt að drepa Vík í Mýrdal er syðsti byggðakjarni landsins. Og um leið ein syðsta byggð- in; það verður vart sunnar komist því bærinn stendur bókstaflega á fjörukambin- um þar sem öldur Atlants- hafsins lemja landið upp- styttulítið dag og nótt. Það er sunnanátt og gengur á með skúrahryðjum þegar Sig- urður Þór Salvarsson og Val- garður Gíslason aka veginn yfir Reynisfjallið niður í Víkina þar sem þorpið stendur beggja vegna þjóðvegarins, sem heitir Austur- vegur rétt á meðan hann rennur gegnum bæinn. Brimið svarrar við ströndina og sunnan undan Reynisfjallinu gnæfa tignarlegir Reynisdrang- arnir, dulúðlegir á að líta í mósk- unni. Í fjarska til austurs grillir í Hjörleifshöfða gegnum mistrið úti á söndunum, sem teygja sig alla leið austur í Öræfi. Þvottur á snúru Hér er frekar berangurslegt yfir að líta en þorpið er friðsælt að sjá, hreint og snyrtilegt. Húsin eru litrík og lágreist en samt ákveðin reisn yfir öllu og uppi á hæð ofan við þorpið stendur falleg kirkja með gamla laginu; vakir þar yfir mönnum og skepnum og turninn ber við himinn. Á einum stað blaktir þvottur á snúru; hætt við að hann þorni seint þennan daginn. Við eigum stefnumót við Reyni Ragnarsson flugkappa, fyrrum lögregluþjón hér um slóðir um tuttugu ára skeið. Hann býr í einlyftu húsi við Suðurvíkurveg ásamt færeyskri konu sinni Edith Dam, sem býður uppá kaffi og með því að íslenskum sið; góm- sæta jólaköku, vínber og osta. Vesgú. Bóndinn fljúgandi Reynir man tímana tvenna í Vík; kom hingað níu ára gamall 1943 og hefur verið hér nánast óslitið síðan. Foreldrar hans bjuggu á höfuðbólinu Höfðabrekku skammt austan þorpsins og þar gerði hann sér vonir um að geta sameinað búskap og flug en flugpróf tók hann 1955. „Ég hef alltaf verið með mikla loftkastala,“ segir hann og hlær dátt. „Ég sá fyrir mér að hægt væri að rækta upp Mýrdalssand- inn og ætlaði að sá í þetta allt saman með flugvél,“ bætir hann við og er greinilega skemmt yfir þessum draumum sem aldrei urðu að veruleika. Áhugamaður um Kötlu Flugvélin varð þó að veruleika en ekki fyrr en um 1980, um líkt leyti og Reynir hóf störf í lögregl- unni. Og hann hefur átt flugvél allar götur síðan; núna er það lítil eins hreyfils vél sem hann notar til að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu gömlu, sem er sérstakt áhugamál Reynis. „Mest er þetta spenna fyrir því að sjá og upplifa gos,“ segir hann en viðurkennir eftir nokkra umhugsun að vera áhugasamur um náttúru- vísindi almennt. Hann fylgist til dæmis líka með rennsli jökulvatna í nágrenni Víkur fyrir Raunvísinda- stofnun og var næstum lentur í hamfarahlaupinu mikla í Skeiðará 1996. En það er önnur saga ... Gos kemur varla á óvart Katla hefur verið að bæra örlít- ið á sér undanfarin misseri og jarðvísindamenn spá því að hún fari senn að létta á sér enda búin að halda í sér síðan 1918, sem er lengri tími en dæmi eru um í síðari tíma sögu Kötlugosa. Líklegt er að gos og sér í lagi hlaup hafi áhrif á líf íbúa í Vík en Reynir telur samt ólíklegt að þetta sé ofarlega í huga fólks dags daglega. „Fólk er auðvitað meðvitað um þetta en ég held að það sé engin hræðsla eða neitt slíkt á ferðinni, menn treysta alveg á að þetta hafi einhvern aðdraganda og nánast óhugsandi að þetta komi mönnum að óvörum,“ segir hann alvarlegur í bragði enda Kötlugos og hlaupin sem því fylgja ekkert til að henda gaman að. „Sumt eldra fólk hér talar nánast um það sem guðlast að maður skuli vonast eftir að fá að sjá þetta, þó ég sé ekki beint að óska eftir gosi,“ bætir hann við og kímir góðlátlega. Reynir ríkasti afinn Við förum með Reyni niður í fjöru til myndatöku. Það er viðeigandi að hafa Reynisdrangana og Reyn- isfjallið í baksýn. Þetta er fjallið hans Reynis. „Einn afastrákurinn minn var einu sinni að metast við vin sinn um hvor afa þeirra væri ríkari og hann yfirtrompaði hinn þegar hann sagði að afi sinn ætti fjallið,“ segir Reynir Ragnarsson og hlær upp í vindinn. ■ Við rætur eldfjallsins REYNIR RAGNARSSON Reynir í þriðja veldi. Reynir Ragnarsson við Reynisfjall með Reynis- dranga í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍK Í MÝRDAL Skúraskýin hanga yfir Vík og Hjörleifshöfða í fjarska. Finnur Bjarnason fær sér heilsubótargöngu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.