Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR26 RV2045_2dx150 Pillivuyt 29.6.2005 9:01 Page 1 Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús FRANCEP U IL VLI YT Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 45 Ásýnd og yfirbragð miðbæj- arins á Akureyri mun taka gagngerum stakkaskiptum á næstu árum. Aðlaðandi íbúðarbyggð, fjölbreyttri menningu og iðandi mann- lífi er ætlað að renna saman í eitt og sólrík og skjólgóð svæði munu veita Akureyr- ingum og gestum þeirra tækifæri og ástæðu til að staldra við í miðbænum. Stýrihópur sem skipaður var í kjölfar verkefnisins Akureyri í öndvegi hefur skilað af sér tillög- um um hvernig staðið skuli að upp- byggingu miðbæjarins á Akureyri og á morgun hefst í Amtsbóka- safninu opin kynning á tillögu að nýju skipulagi fyrir miðbæinn. Samkvæmt þeirri tillögu verð- ur miðbænum umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki að hjarta bæjarins en honum er ætlað að verða þunga- miðja mannlífs og menningar á Akureyri um ókomin ár. Tillagan byggir á óskum bæjar- búa sem fram komu á fjölmennu íbúaþingi á Akureyri í fyrra og verðlaunahugmyndum í alþjóð- legri hugmyndasamkeppni á meðal arkitekta sem haldin var í kjölfar þingsins. Helsti hvatamaður að uppbygg- ingu miðbæjarins var Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á Akureyri, en ráðgjafarfyrirtæk- ið Alta kom að verkefninu strax í upphafi og fylgir því enn eftir. Framkvæmdin er stórhuga og um margt einstök, jafnt á inn- lendan sem erlendan mælikvarða. Byggð verður þétt og byggingar munu mynda aðlaðandi borgar- umhverfi þar sem tekið verður tillit til minja og sögu Akureyr- ar, landslags og nálægðarinnar við sjóinn. Lögð verður áhersla á vistleg göturými og torg, heillega götumynd með samfelldum húsa- röðum og skjólsæl og sólrík rými. Íbúðarbyggð, verslun og þjón- usta munu blandast saman í eitt í nýjum miðbæ og þar eiga Akur- eyringar að geta búið, starfað og fundið afþreyingu, auk þess sem miðbænum er ætlað að draga til sín ferðamenn. Allar byggingar verða fremur lágreistar, flestar aðeins fjög- urra til fimm hæða, en einstaka byggingar verða sex til sjö hæða. Verslanir og þjónustufyrirtæki verða almennt til húsa á jarðhæð- um bygginganna en íbúðir og ýmis atvinnustarfsemi á efri hæðum. Alls er gert ráð fyrir 335 nýjum íbúðum í miðbænum en með til- komu þeirra mun íbúum í hjarta bæjarins fjölga um hátt í þúsund. Þrjúhundruð ný bifreiðastæði verða neðanjarðar en bifreiða- stæði verða einnig við götur og innan lóða og áhersla verður lögð á góða sambúð byggðar, bifreiða og gangandi umferðar. Við hönnun gatna, torga og opinna svæða verður tekið mið af gangi sólar og veðurfari og þess gætt að valin svæði henti til sam- veru og hátíðarhalda utandyra. Samkvæmt nýju skipulagi er ekki gert ráð fyrir breyttri land- notkun á Oddeyri en til lengri tíma litið er hugsanlegt að sú atvinnustarfsemi sem þar er víki fyrir annarri byggð. Uppbygging miðbæjarins á Akureyri mun taka mörg ár en bæjaryfirvöld leggja áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst á afmörkuðum svæðum. Strax á næsta ári hefjast framkvæmdir á ákveðnum skipulagsreitum og á sama tíma verður hafist handa við gerð sjávarsíkis sem gjörbreyta mun ásýnd miðbæjarins. Hjarta bæjarins glætt lífi AÐLAÐANDI BORGARUMHVERFI Sjávarsíkið verður í framtíðinni eitt helsta auðkenni Akur- eyrar og mun draga fólk að miðbænum. Íbúðarbyggð og almennings- garður verða þar sem nú er aðal íþróttavöllur bæjarins. Lágreist íbúðabyggð verður meðfram Gler- árgötu en skemmtigarður á miðju íþróttavallarsvæðinu, og til vest- urs, með göngutengingu að versl- unarmiðstöðinnni Glerártorgi. Hagkaup hefur haft augastað á lóðinni sunnan íþróttavallar- ins en samkvæmt nýju skipulagi er ekki gert ráð fyrir verslun á þessu svæði. Hagkaupsmenn hafa þó enn ekki gefið upp alla von og hafa óskað eftir því að bæjaryfir- völd endurskoði afstöðu sína. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um staðsetningu nýs íþróttavallar en segir að sú ákvörðun verði tekin fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar á næsta ári. ■ Almenningsgarður: Íþróttavöllur- inn mun víkja GRÆNN REITUR Almenningsgarður verður þar sem íþróttavöllurinn er nú og Hag- kaupsmenn hafa enn augastað á lóðinni sunnan vallarins. Matvöruverslun í miðbænum mun bæði styrkja íbúðarbyggð og draga að fólk í hjarta bæjarins sem aftur mun efla aðrar verslanir og þjón- ustufyrirtæki á svæðinu. Sam- kvæmt nýju miðbæjarskipulagi eru tveir skipulagsreitir ætlaðir undir stórmarkað, Sjallareitur og Glerárgötureitur, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort báðir reitirnir verði nýttir undir stórmarkað. Rífa þarf byggingar á Sjalla- reitnum og þurfa húsin á milli Sjallans og Strandgötu að víkja, að undanskildum þeim húsum sem standa næst Strandgötu. ■ Segull sem dregur að fólk GLERÁRGÖTUREITUR Hugsanlegt er að stórmarkaður rísi norðan Útvarpshússins, á milli Skipagötu og Glerárgötu, en þar eru nú bifreiðastæði. SJALLAREITUR Húsin í hægri jaðri myndarinnar munu standa áfram en byggingarnar á miðri myndinni þurfa að víkja fyrir stórmarkaði eða öðrum nýbyggingum. Á íbúaþinginu í fyrra kom fram að Akureyringar vilja ekki háhýsi í miðbæinn og því er gert ráð fyrir að byggð verði fremur lágreist. Gerðar verða sérstakar kröfur um ásýnd framhliða bygginga og gefnar út leiðbeiningar um lita- og efnisval. Frumleg og litskrúðug lýsing mun setja sterkan svip á mið- bæinn en gert er ráð fyrir að hægt verði að breyta litum eftir því sem tilefnin kalla á. Lýsingin mun gera byggingar og bæjarlif að síbreytilegum umhverfislista- verkum og miðbærinn mun á stundum fá á sig draumkennt yfirbragð. LÍFIÐ Í LITUM Hægt verður að breyta lýsingunni og taka þá mið af árstíma eða sérstökum uppákomum í miðbænum. Menningarhús mun rísa við sjávarsíðuna, norðan síkis, og stefna bæjaryfirvöld á að fjölga menningarviðburðum í miðbænum og efla afþrey- ingu almennt. Samhliða þeirri uppbyggingu er þess vænst að ferðamönnum fjölgi og þar með verði fleiri stoðum skot- ið undir menningartengda atvinnusköpun. Nýbyggingar munu rísa á landfyllingu við Torfunef og hugsanlegt að hár turn rísi norðan síkisins en það er sam- kvæt þeirri tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni um uppbyggingu miðbæjarins. Nýtt menningarhús rís NÝ ÁSÝND Á rauðu reitina koma nýbyggingar en þeir svörtu sýna byggingar sem nú þegar eru til staðar. Menning rhús mun rísa á rauða hringlaga reitnum við sjávarsíðuna. FRÉTTASKÝRING KRISTJÁN KRISTJÁNSSON kk@frettabladid.is Síbreytileg umhverfislistaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.