Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 76
25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR44
Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is
EKKI MISSA AF KABARETT!
Allra síðustu sýningar
25. nóv. kl. 20 (aukasýning)
26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING
����������������������������������������������������������������������� �����������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������
������������������������������������������ �������
������������������������������������������������
������ �� ���������
��������������������� �������������
������������ ���������������������������
����������������������������������������������������������
������������������������������� �����
Vegna gífurlegrar aðsóknar
Lau. 26. nóv. kl. 14
Síðustu sýningar fyrir jól
Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa
Laugardagur 26. nóv.
Laugardagur 3. des.
Laugardagur 10. des.
Landsbankinn er stoltur
bakhjarl sýningarinnar.
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
ÉG ER MÍN EIGIN KONA
Næstu sýningar:
fös. 25.11 kl. 20 uppselt
lau. 26.11 kl. 20 uppselt
sun. 27.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu
Ath. ósóttar pantanir seldar viku f. sýn.
BÆKUR
UMFJÖLLUN
Dætur hafsins eftir Súsönnu Svav-
arsdóttur er „blóðheit spennu-
saga“ samkvæmt káputexta og
vissulega má lesanda vera ljóst
frá upphafi að hér er á ferð erót-
ísk spennusaga sem er óvanalegt
í íslenskri glæpasagnaflóru. Sagt
er frá ritstjóranum Ragnhildi
sem er pottþétt kona á fimmtugs-
aldri sem telur sig hafa fullkomna
stjórn á lífi sínu.
Þegar föðursystir hennar,
Herdís, er myrt á hrottalegan en
að því er virðist táknrænan hátt,
fær Ragnhildur dagbækur henn-
ar í hendur þar sem hún uppgötv-
ar nýja hlið á föðursystur sinni
sem hún hafði fram að því talið
óspennandi piparjúnku, en Her-
dís reynist sverja sig meira í ætt
við Afródítu en gamla kynkalda
frænku. Ragnhildur uppgötvar
þó ekki aðeins nýjan sannleik
um fjölskyldu sína heldur verður
rannsókn morðmálsins til þess
að hún uppgötvar nýjar hliðar á
sjálfri sér og kvenlegu eðli sínu
og áttar sig um leið á því að stjórn
hennar á lífi sínu er kannski ekki
eins góð og hún hélt.
Segja má að í Dætrum hafsins
séu sagðar tvær sögur. Sagan af
rannsókn morðmálsins og sagan
af innri rannsókn Ragnhildar
sem er mun fyrirferðarmeiri í
bókinni. Sú rannsókn snýst um
kynhvöt kvenna og aldalanga bæl-
ingu hennar. Sögurnar tengjast þó
þar sem morðið á Herdísi virðist
tengjast kynhvöt hennar sem virð-
ist vera sá hæfileiki sem sú kona
hefur þróað hvað lengst. Mörgum
spurningum er varpað fram, s.s.
um tilhneigingu nútímakvenna til
að „ofstjórna“ lífi sínu og hvort sú
stjórnun hafi í för með sér bæl-
ingu á ýmsum eðlislægum hvötum
og bindi konur í raun í meiri fjötra
en ella. Þetta tengir höfundur við
ýmsa eðlisþætti grískra gyðja og
bendir réttilega á að aðdráttarafl
goðanna liggi að hluta til í því að
þau hunsa mennskar reglur.
Spennusagan sjálf nær aldrei
miklu flugi og lausn hennar skiptir
reyndar litlu fyrir söguna í heild.
Sama má reyndar segja um lang-
ar og miklar kynlífslýsingar sög-
unnar þar sem allt er sagt og fátt
skilið eftir fyrir ímyndunaraflið.
Áhugaverðasti þráður sögunnar
er hins vegar fjölskyldulíf Ragn-
hildar þar sem höfundur vinnur
með samskipti foreldra, barna og
systkina sem kveikja í lesanda og
vekja hann til umhugsunar um
meðvirkni, togstreitu mæðgna
og annað slíkt. Því hefði að ósek-
ju mátt gera betri skil á kostnað
lærastroka, tungufimi og annars
munaðar. En þá værum við auðvit-
að að tala um allt aðra sögu, síður
erótíska. Sem slík er Dætur hafs-
ins áhugaverð tilraun en kannski
full blóðheit fyrir kalt Ísland?
Katrín Jakobsdóttir
Blóðhiti í hráslaga
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
DÆTUR HAFSINS
Höf: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
ÚTG: JPV
Niðurstaða: Spennusagan sjálf nær aldrei
miklu flugi og lausn hennar skiptir reyndar litlu
fyrir söguna í heild.