Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 20
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Íslensk börn hafa farið með og sungið klámvísur í áratugi og jafn- vel lengur, að minnsta kosti frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona hefur safnað leikjasöngvum barna til að birta í bók. Hún segir að við rannsókn sína hafi klámvísur barna rekið á fjörur sínar um leið og hún safnaði leikjasöngvum og stríðnis- söngvum. „Fólk ímyndar sér kannski að það séu bara hin spilltu börn nútímans sem fara með klámvís- ur en málið er ekki svona einfalt. Ég þekki konu úr sveit á fjórða og fimmta áratugnum og hún man vel eftir því þegar vinnumennirn- ir voru að kenna litlum bræðrum hennar klámvísur og þeir fóru með þær fyrir hana. Börn áttu að vera svo saklaus í sveitum en það eru einmitt þó nokkuð margar af eldri klámvísunum hafa komið frá fólki sem hefur lært þær í sveit og eins í sumarbúðum. Og þar voru klámvís- ur aldeilis ekki það sem börnin áttu að læra,“ segir hún. Una Margrét segir að flest börn heyri einhvern tímann klámvísur hjá jafnöldrum sínum en ekki hafi öll börn vísurnar eftir. Mörg börn kæri sig ekki um klámvísurnar og vilja ekkert af þeim vita en öðrum finnist þær svolítið fyndnar. „Sum læra þær og nota óspart og búa jafnvel til nýjar. Það eru alltaf ein- hverjir krakkar í hverjum bekk sem fara með svona vísur,“ segir hún. Klámvísurnar eru í mörgum tilfellum komnar frá fullorðnum. Þetta eru þá textar sem börnin heyra og þeir lifa góðu lífi hjá börn- unum af því að þeim finnst þetta sniðugt. „Margir af þessum textum eru ekki burðugur skáldskapur en börn eru ekki að súta það mikið. Þess vegna lifa sumir þessara texta betur hjá börnum en fullorðnum. En sumir verða líka til hjá börnun- um sjálfum. Suma texta semja þau sjálf.“ Una Margrét segir að börn, sem fari með klámvísur, komi frá alls kyns heimilum, bæði góðum og slæmum, og flest þeirra verði engir klámhundar þegar þau eru orðin stór.ghs@frettabladid.is Börnin engir klámhundar Klámvísur barna eru hluti af menningararfi Íslendinga þó að lágt hafi þær farið. Íslensk börn hafa farið með klámvísur frá því á fyrri hluta tuttugustu aldar. Og gera enn. Una Margrét Jónsdóttir komst að þessu þegar hún safnaði efni í bók um leikjasöngva barna. Í seinni tíð eru Íslendingar farnir að taka upp á því þegar þeir kynna sig að tilgreina hvaðan þeir ætli að koma á ótilgreindum tíma í framtíðinni. Þetta virðist rugl- ingslegt en lítum aðeins nánar á málið. Í raunveruleikaþáttum í sjónvarpinu hefur fólk unnvörpum kynnt sig með setningum eins og „Ég heiti Jóna Jónsdóttir og kem frá Þórshöfn“ eða „Hæ, ég heiti Þór Freyr Óðinsson og kem frá Bolungarvík“. Eðlileg viðbrögð við þessum fullyrðingum hljóta að vera að spyrja: „Hvenær?“ Þessi tíska er ein af leiðinlegri birtingarmyndum áhrifamáttar enskrar tungu á hina íslensku og stangast á við einfalda og góða málhefð. Til dæmis heitir undirritaður Magnús Teitsson og er frá Akureyri en myndi ekki detta í hug að segjast koma þaðan nema til stæði að fara í frí norður og koma svo aftur á tilteknum degi. Eðlilegast er að fólk segi hvaðan það er ef það vill tilgreina uppruna sinn en láti vera að segja hvaðan það kemur nema það sé að útskýra ferðaáætlanir. magnus@frettabladid.is ÁSTKÆRA YLHÝRA Hvænær ætl- arðu að koma? KLÁMVÍSUR Í MENNINGARARFINUM Una Margrét Jónsdóttir, rithöfundur og útvarpskona, var að safna leikjasöngvum barna í bók þegar hún uppgötvaði að íslensk börn hafa farið með og sungið klámvísur í áratugi. Klámvísur barna eru hluti af menningararfinum þó að oft sé þetta ekki burðugur skáldskapur. „Börn eru ekki að súta það mikið,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ef ekki væri fyrir frjósemi og nákvæmni kennara við Grunn- skóla Stöðvarfjarðar væri ekkert barn í fyrsta bekk skólans í vetur. Svo undarlega vill til að allir fjór- ir nemendur bekkjarins eru börn kennara við skólann. Er hann því, skiljanlega, kallaður kennarabekk- urinn. „Þetta er svolítið sérstakt,“ viðurkennir Jónas Ólafsson skóla- stjóri sem jafnframt er faðir eins fyrstabekkingsins. Guðrún kona hans kennir við skólann og segir að krakkarnir í kennarabekkn- um séu ekki frábrugðnir öðrum. „Börn kennara eru alveg eins og önnur börn,“ segir hún en tekur þó fram að þau standi öll jafnfæt- is hvað námsgetu snertir. „Ég veit hins vegar ekki hvort það er tilvilj- un eða upplagið sem ræður því.“ Ekki fer sögum af öðrum dæmum þess að heill árgangur í bæjarfélagi eigi kennara fyrir foreldra en sú merkilega stað- reynd leggst á sveif með annarri og gerir Grunnskólann á Stöðvar- firði all sérstakan. Kynjahlutföllin eru nefnilega í meira lagi bjöguð. „Yfir áttatíu prósent nemenda eru strákar,“ segir Jónas skóla- stjóri. „Fyrir vikið vantar fínheit í umgengni og það er töluvert um hnoð og ýtingar eins og tilheyrir strákum. Stelpur eru sérstaklega velkomnar til okkar,“ segir hann og hlær. Í kennarabekknum er, merki- legt nokk, hlutfall kynjanna jafnt, þar eru tvær stelpur og tveir strákar. KENNARABEKKURINN Magnea Marín með mömmu sinni Jónu Petru, Eyþór Ármann hjá foreldrum sínum Gurru og Jónasi, Friðrik Júlíus í fangi Sollu móður sinnar og Jónína Guðný hjá mömmu sinni Þórönnu. Allir nemendur í fyrsta bekk grunnskólans á Stöðvarfirði eru börn kennara: Kennararnir voru klókir og sáu sjálfum sér fyrir vinnu Er hann traustsins verður? „Undanfarið hefur fátt annað komist að hjá mér á tónlistarsviðinu en klassískir smellir með Hermanni Gunnarssyni af plötunni Frískur og fjörugur frá árinu 1984.“ Borgar Þór Einarsson, formaður SUS, í Fréttablaðinu um tónlistina sem er honum að skapi. Og ekki orð um það meir. „Fjárhagsstaða Reykja- víkurborgar, hvort- tveggja borgarsjóðs og fyrirtækja innan samstæðunnar, er afar traust.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri í grein í Morgunblaðinu. SKÓLAGANGARNIR Áslákur át súrsuð svið, Sautján tunnur fullar. Hóstar, ropar, rekur við, ræskir sig og drullar. Passaðu á þér penisinn að pot‘onum ekki í steinvegginn. Manstu þegar mannfjandinn mölbraut á sér tittlinginn. SIGGA LITLA SYSTIR MÍN Sigga litla systir mín liggur úti‘í götu, er að láta ríða sér fyrir tyggjóplötu. RINN TINN TINN Rinn tinn tinn rektu‘ann út og inn, pabbi þinn með tíu tonna titt-ling-inn! „Það sem er helst að frétta í augnablikinu er að ég er staddur í umferðarteppu á Miklubrautinni og er að þoka mér til Hafnarfjarðar þar sem við í Þór erum að fara að keppa við Hauka,“ segir Hrafn Kristjánsson þjálfari körfuknattleiksliðs Þórs frá Akureyri. „Bandaríkjamaðurinn í liði okkar sem meiddist illa á tá og hefur spilað meiddur undanfarna daga er allur að koma til og verður með í kvöld, við ætlum ekki að reka hann þrátt fyrir meiðslin, frekar ætlum við að gefa honum færi á að jafna sig, við fáum það eflaust margfalt til baka þegar hann er orðinn góður.“ Þegar Hrafn er spurður hvernig flugið suður hafi gengið stendur ekki á svörum. „Flugið suður var ágætt, reyndar er ég öllu vanur þegar kemur að flugferðum yfir landið. Ég þjálfaði á Ísafirði hér áður fyrr, flaug margoft þá leið sem er ansi skrautleg og eftir það kalla ég ekki allt ömmu mína.“ Þórsarar kepptu við KR-inga í deildarkeppninni fyrir rúmri viku og þegar hann er spurður hvort liðið sé ennþá í sigurvímu eftir þann sigur, sem sumum fannst óvæntur, segir Hrafn svo ekki vera. „Þetta var sigur sem búast mátti við.“ Besti leikmaður Þórs, Óðinn Ásgeirs- son, meiddist í upphafi tímabilsins og Þórsarar sakna hans sárt. Hrafn segir að að hann sé ekki enn farinn að leita eftir liðstyrk fyrir átökin sem fylgja seinni hluta tímabilsins. „Við ætlum að bíða og sjá þangað til um áramótin, þetta er ekki hlutur sem maður hleypur að.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HRAFN KRISTJÁNSSON, ÞJÁLFARI KÖRFUKNATTLEIKSLIÐS ÞÓRS FRÁ AKUREYRI Erum besta liðið á Norðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.