Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 70
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR38 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Pétursdóttir Dvalarheimilinu Skjaldarvík, áður Tjarnarlundi 6a, Akureyri, lést laugardaginn 19. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Þórir Sigurbjörnsson Sigrún María Gísladóttir Pétur Sigurbjörnsson Elín Hafdal Anna Fríða Kristinsdóttir Gunnar Anton Jóhannsson Baldur Hólm Kristinsson Gullveig Ósk Kristinsdóttir Kristján Sveinsson Snorri Viðar Kristinsson Ágústa Kristín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Herbert Tryggvason áður til heimilis að Norðurbyggð 18, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík 28. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks í Kjarnalundi og Skjaldar- vík fyrir góða umönnun. Kristbjörg Ingvarsdóttir Ingólfur Herbertsson Ívar Herbertsson Þórey Friðfinnsdóttir Brynja Herbertsdóttir og afabörn. Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristrún Jóhannsdóttir frá Skálum á Langanesi, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 22. janúar. Útförin verður auglýst síðar. María Vilhjálmsdóttir Helga A. Vilhjálmsdóttir Friðrik J. Vilhjálmsson Selma Vilhjálmsdóttir Þorgils Harðarson Dagur Vilhjálmsson Stella S. Vilhjálmsson Oddný Vilhjálmsdóttir Kolbrún H. Sigurjónsdóttir Garðar I. Tryggvason Valgerður Briem Sigurður R. Gíslason ömmubörn og langömmubörn. Móðir mín, Sigríður Þórðardóttir Tryggvagötu 30, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 21. nóvember. Hafsteinn Kristjánsson. Sími 460 1760 johann@isi.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson www.steinsmidjan.is MERKISATBURÐIR 1783 Síðustu bresku hermenn- irnir yfirgefa New York-borg. 1897 Púertó Ríkó fær sjálfstæði frá Spáni. 1940 Breska herstjórnin á Íslandi lýsir allt hafsvæði milli Vestfjarða og Grænlands hættusvæði. 1952 Leikritið Músagildran eftir Agöthu Christie er frum- sýnd í London. 1963 Forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, er jarðsunginn í Washington. 1973 Gríska forsetanum George Papadopoulos er steypt af stóli. 1982 Þyrla rekst í loftnetsvír og brotlendir skammt frá Sjón- varpshúsinu við Laugaveg í Reykjavík. CHARLES KETTERING (1876-1958) LÉST ÞENNAN DAG. „Ef þú vilt drepa niður einhverja hugmynd, láttu þá nefnd fjalla um hana.“ Charles Kettering var bandarískur uppfinningamaður. Hann fann meðal annars upp sjálfvirku kveikjuna í bíla. Á þessum degi árið 1970 framdi hinn heimsþekkti japanski rithöfundur Yukio Mishima sjálfsmorð eftir að hann fékk ekki hljómgrunn hjá almenningi fyrir oft á tíðum öfgakenndar pólitískar skoðanir sínar. Mishima fæddist árið 1925. Hann var heltekinn af því sem hann áleit andlegt íburðarleysi nútímalífs. Hann hefði heldur kosið Japan líkt og það var fyrir heimsstyrjöld þar sem ströng þjóðernishyggja og hefðir réðu ríkjum en ekki vestræn efnishyggja. Hann stofnaði mjög umdeildan einkaher, byggð- an upp af hundrað stúdentum sem áttu að verja keis- arann ef til uppreisnar vinstrisinna kæmi. Þann 25. nóvember skilaði hann útgáfustjóra sínum síðasta handriti að fjögurra binda verki um líf Japana á 20. öldinni. Þá hélt hann ásamt nokkrum fylgismönnum sínum og hertók skrifstofur hershöfð- ingja í hernaðarlegri byggingu í Tókýó. Hann hélt stutta ræðu af svölum yfir um þúsund hermönnum þar sem hann hvatti þá til vopna. Hermennirnir tóku ræðunni fálega og sá Mishima sér þá einu leið færa að fremja seppuku, sjálfsmorð samkvæmt japanskri hefð, þar sem hann stakk sjálfan sig á hol með sverði. ÞETTA GERÐIST > 25. NÓVEMBER 1970 Rithöfundur fremur sjálfsmorð YUKIO MISHIMA ANDLÁT Guðríður Konráðsdóttir, Fram- nesvegi 28, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 16. nóvember. Pálína Kristín Þorbjörns- dóttir Waage, Austurvegi 15, Seyðisfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 17. nóvember. Hólmfríður Hanna Magn- úsdóttir hjúkrunarfræðingur, Tryggvagötu 26, Selfossi, andaðist laugardaginn 19. nóvember. Margrét Pétursdóttir, dval- arheimilinu Skjaldarvík, áður Tjarnarlundi 6a, Akureyri, lést laugardaginn 19. nóvember. Sigríður Þórðardóttir, Tryggva- götu 30, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 21. nóvember. Svanur Ingi Kristjánsson húsa- smíðameistari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 22. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Ingibjörg H. Agnars, Aust- urbrún 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju. 11.00 Róbert Þór Ragnarsson, Hveralind 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Anna Sigríður Finnsdóttir, Hraunbæ 122, Reykjavík, verður jarðsungin frá Graf- arvogskirkju. 13.00 Guðmundur Guðmunds- son, húsasmiður, Hraunbæ 176, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju. 13.00 Gyða Erlingsdóttir, Þórðar- sveigi 1, áður Framnesvegi 55, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Ingibjörg Jónsdóttir Kolka verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.00 Valgerður Marteinsdóttir, Gullengi 21, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju. 14.00 Ívar Magnússon, fyrrver- andi verkstjóri, Lyngbraut 9, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Jóhanna Ólafsdóttir, frá Beitistöðum, Garðabraut 22, Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju. 14.00 Þrúður Helgadóttir, Freyvangi 17, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju. 15.00 Guðríður Guðleifsdóttir, Markarflöt 28, áður búsett í Ólafsvík, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 15.00 Petra Mogensen, Miðleiti 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Þorbjörg Sveinsdóttir, frá Vík í Mýrdal, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Inga María Valdimarsdóttir leikkona er 34 ára. „Ég er voða mikið afmæl- isbarn og held yfirleitt eitthvað upp á það en nú verður þetta stórafmæli og mikið fjör,“ segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona, sem býður stórum hópi vina og kunningja til veislu á morgun. „Ég hlakka mikið til enda nánast engin afföll af fólki,“ segir Þórey glaðlega en hún hefur ekki alltaf verið svo heppin í afmælisundirbúningnum. Þegar hún var nýlega útskrifuð úr leiklistarskóla og var að leika í einni af sínum fyrstu leiksýning- um lenti hún í því að missa röddina. Henni var fyrir- lagt að þegja í heila viku og varð meira að segja að aflýsa einni sýningu sem Þóreyju þótti að vonum sárt en afmælið bar upp á sama tíma. „Ég hélt því samt til streitu að halda boðið og komst að því að það skiptir engu máli hvort afmælis- barnið geti talað við gest- ina eða ekki,“ segir Þórey hlæjandi og bætir við að fólki hafi þótt þetta nokkuð dæmigert fyrir hana. Þórey kvíðir því síður en svo að verða fertug. „Ég hlakka ekkert minna til og finnst aldurinn alls ekki yfirþyrmandi,“ áréttar hún en segir þetta auðvitað nokkur tímamót. Þórey starfar sjálfstætt og veit því aldrei hvað bíður hennar handan við hornið. „Ég er í þannig vinnu að ég er alltaf á krossgötum,“ segir Þórey kímin en í augnablikinu starfar hún sem stundakennari við Listaháskólann þar sem hún kennir hópi nemenda, sem eru í listakennara- námi, raddbeitingu með aðferðum leiklistarinnar. Eftir áramót ætlar hún að kenna þriðja bekk í leik- listarskólanum raddbeit- ingu. Þess utan kennir hún á ýmsum námskeiðum auk þess sem hún vinnur í Maður lifandi enda segist hún vera dottin í matar- pælingar upp á síðkastið. „Fertugsárið hefur ein- kennst af nýju mataræði og góðum lífsstíl,“ upplýsir Þórey glaðlega. Hún hefur lítið leikið síðustu ár en fór síðast með hlutverk í kvik- myndinni Kaldaljós. Það er hefð hjá Þóreyju að kveikja á gamalli spila- dós á afmæli allra á heim- ilinu. Dósina, sem spilar afmælissönginn, fékk hún að gjöf frá ömmu sinni og afa þegar hún var lítil stúlka og verður ekki brugðið út af hefðinni í dag frekar en aðra afmælis- daga síðustu áratugi. ■ ÞÓREY SIGÞÓRSDÓTTIR LEIKKONA: ER FERTUG Í DAG Hlakkar alltaf til VAKNAR VIÐ AFMÆLISSÖNGINN Þórey með forláta spiladós sem hún fékk að gjöf frá ömmu sinni og afa þegar hún var lítil stúlka. Allir á heimilinu eru vaktir á afmælisdegi sínum með afmælissöngnum sem dósin spilar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÆDDUST ÞENNAN DAG 1835 Andrew Carnegie góðgerðar- maður. 1881 Angelo Roncalli, Jóhannes páfi XXIII. 1914 Joe DiMaggio hafnabolta- kappi. 1960 John F. Kennedy yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.