Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 42
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
„Maðurinn minn var mjög hrifinn
af ganverskum vörum þegar hann
kom að heimsækja mig þar og eftir
að ég flutti til Íslands fyrir þremur
árum datt mér í hug að það gæti
verið sniðugt að selja þessa hluti á
Íslandi,“ segir Dorcas Omane, sem
býr á Stokkseyri ásamt eiginmanni
sínum og þremur börnum.
Dorcas opnaði Afró butique í
október á þessu ári.
„Ég flutti inn heilan gám af
vörum og nú er það allt að verða
búið, svo nýr gámur kom í þessari
viku, í tæka tíð fyrir jólaösina,“
segir Dorcas, hlær og hossar Önnu
Maríu, ársgamalli yngstu dóttur
sinni, á mjöðminni. „Fólk hefur
tekið versluninni ákaflega vel, ég
er eiginlega hissa á því hvað þetta
hefur gengið vel.“
Dorcas selur allt á milli himins
og jarðar í versluninni: föt, skart-
gripi, skó, hárlengingar, snyrtivör-
ur, afrísk eldunaráhöld, þar á meðal
potta, styttur, trommur, skraut- og
galdragrímur, sápur, belti og ótal
margt fleira. Hún er sérstaklega
stolt af hlébarðaskinninu sínu,
kyrkislönguskinninu og útskornum
krókódíl sem skreyta verslunina.
Verslunin er opin frá 11-18 alla
virka daga og á laugardögum frá
12-16.
Afrísk verslun á Selfossi
Alþjóðabragur Selfyssinga jókst til muna þegar Dorcas Omane opnaði þar verslun sína,
Afró butique. Dorcas er frá Gana og flytur þaðan inn vörur fyrir verslun sína.
Í Afró butique finnst allt á milli himins
og jarðar frá Gana: föt, skór, skart-
gripir, trommur, snyrtivörur og fleira.
Þetta er vúdúgríma.
Dorcas Omane og dóttir hennar, Anna María Eiríksdóttir, í verslun Dorcas, Afró butique á Selfossi.
... á Vík, en þar er fjöldinn
allur af mögulegum skemmt-
unum fyrir hresst fólk. Helst
er að nefna vélsleðaferðir á
Mýrdalsjökul, sem fyrirtækið
Acranum í Vík býður upp á.
Hjólabátsferðir til Dyrhólaeyj-
ar hafa einnig notið vinsælda,
en umgjörðin um Dyrhólaey og
Vík er stórfengleg og náttúru-
fegurðin yfirþyrmandi.
... á Stokkseyri þar sem veit-
ingastaðinn vinsæla Við fjöru-
borðið er að finna, en eins og
nafnið gefur til kynna er stað-
urinn einmitt við fjöruborðið.
Veitingastaðurinn er rómað-
ur fyrir gómsætan humar og
notalegt andrúmsloft. Eftir mat
er svo kannski hægt að fá sér
göngu í fjöruborðinu og skoða
fuglalífið við Stokkseyri.
Skemmtu þér . . . }
Listasafn Árnesinga er opið
bæði vor og haust um helgar
en á sumrin alla daga vikunnar.
Safnið er nálægt Eden að Austur-
mörk 21. Stefna safnsins er að
hafa opið lengur, en til þess
vantar fjármagn. Birna Kristj-
ánsdóttir, forstöðumaður safns-
ins, segir að starfsemin sé mjög
teygjanleg eftir því sem takist
að fá frekara fjármagn. Þetta
árið hafi til dæmis verið ákveð-
ið að hafa opið örlítið lengur, út
nóvembermánuð.
Á þessu ári voru settar upp
þrjár sýningar í listasafninu. Ein
sýningin var á verkum í eigu
safnsins, sem samanstandur af
ýmsum listamönnum. Einnig var
sett upp sýning í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík á verkum
Jonathan Meese, og önnur
sýning sem bar nafnið Tívolí með
verkum eftir fjölda manns. Búið
er að ákveða lauslega dagskrá
fyrir næsta ár sem verður spenn-
andi að sjá enda greinilegt að
metnaður er í starfi safnsins.
Opið örlítið lengur
LISTASAFN ÁRNESINGA ER METNAÐARFULLT LISTASAFN.
Listasafn Árnesinga, Hveragerði, séð utan frá að vetrarlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Töfragarðurinn á Stokkseyri er stór-
skemmtilegur staður þar sem fjöl-
skyldan getur staldrað við á ferða-
lagi og skoðað dýrin eða hoppað
á risastóru trampólíni, klifrað í
kastala og fengið sér vöfflur í fal-
legu umhverfi. Fjöldi dýrategunda
í garðinum en mest er þar af hús-
dýrum. Nú á dögunum var sótt um
leyfi fyrir hreindýrum til að bæta
í hóp þeirra dýra sem fyrir eru í
Töfragarðinum. Vona aðstandend-
ur garðsins að hægt verði að ganga
frá öllum lausum endum varðandi
hreindýramál áður en garðurinn
verður opnaður í maí á næsta ári
en beðið er eftir svari frá umhverf-
isráðuneytinu.
Í könnun á vefsíðu garðsins
kemur fram að um 25 prósent þeir-
ra sem svöruðu hafa áhuga á að fá
hreindýr í garðinn, en athygli vekur
að 47 prósent hafa áhuga að fá strút
í garðinn. Á síðunni kemur einnig
fram að von sé á spennandi viðbót-
um í garðinn og er aldrei að vita
Hreindýr í Töfragarðinn
TÖFRAGARÐURINN LEITAST VIÐ AÐ AUKA DÝRAFLÓRUNA.
Gestir Töfragarðsins geta átt von á því að sjá þar hreindýr næsta sumar.
list }