Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 42
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Maðurinn minn var mjög hrifinn af ganverskum vörum þegar hann kom að heimsækja mig þar og eftir að ég flutti til Íslands fyrir þremur árum datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að selja þessa hluti á Íslandi,“ segir Dorcas Omane, sem býr á Stokkseyri ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Dorcas opnaði Afró butique í október á þessu ári. „Ég flutti inn heilan gám af vörum og nú er það allt að verða búið, svo nýr gámur kom í þessari viku, í tæka tíð fyrir jólaösina,“ segir Dorcas, hlær og hossar Önnu Maríu, ársgamalli yngstu dóttur sinni, á mjöðminni. „Fólk hefur tekið versluninni ákaflega vel, ég er eiginlega hissa á því hvað þetta hefur gengið vel.“ Dorcas selur allt á milli himins og jarðar í versluninni: föt, skart- gripi, skó, hárlengingar, snyrtivör- ur, afrísk eldunaráhöld, þar á meðal potta, styttur, trommur, skraut- og galdragrímur, sápur, belti og ótal margt fleira. Hún er sérstaklega stolt af hlébarðaskinninu sínu, kyrkislönguskinninu og útskornum krókódíl sem skreyta verslunina. Verslunin er opin frá 11-18 alla virka daga og á laugardögum frá 12-16. Afrísk verslun á Selfossi Alþjóðabragur Selfyssinga jókst til muna þegar Dorcas Omane opnaði þar verslun sína, Afró butique. Dorcas er frá Gana og flytur þaðan inn vörur fyrir verslun sína. Í Afró butique finnst allt á milli himins og jarðar frá Gana: föt, skór, skart- gripir, trommur, snyrtivörur og fleira. Þetta er vúdúgríma. Dorcas Omane og dóttir hennar, Anna María Eiríksdóttir, í verslun Dorcas, Afró butique á Selfossi. ... á Vík, en þar er fjöldinn allur af mögulegum skemmt- unum fyrir hresst fólk. Helst er að nefna vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul, sem fyrirtækið Acranum í Vík býður upp á. Hjólabátsferðir til Dyrhólaeyj- ar hafa einnig notið vinsælda, en umgjörðin um Dyrhólaey og Vík er stórfengleg og náttúru- fegurðin yfirþyrmandi. ... á Stokkseyri þar sem veit- ingastaðinn vinsæla Við fjöru- borðið er að finna, en eins og nafnið gefur til kynna er stað- urinn einmitt við fjöruborðið. Veitingastaðurinn er rómað- ur fyrir gómsætan humar og notalegt andrúmsloft. Eftir mat er svo kannski hægt að fá sér göngu í fjöruborðinu og skoða fuglalífið við Stokkseyri. Skemmtu þér . . . } Listasafn Árnesinga er opið bæði vor og haust um helgar en á sumrin alla daga vikunnar. Safnið er nálægt Eden að Austur- mörk 21. Stefna safnsins er að hafa opið lengur, en til þess vantar fjármagn. Birna Kristj- ánsdóttir, forstöðumaður safns- ins, segir að starfsemin sé mjög teygjanleg eftir því sem takist að fá frekara fjármagn. Þetta árið hafi til dæmis verið ákveð- ið að hafa opið örlítið lengur, út nóvembermánuð. Á þessu ári voru settar upp þrjár sýningar í listasafninu. Ein sýningin var á verkum í eigu safnsins, sem samanstandur af ýmsum listamönnum. Einnig var sett upp sýning í tengslum við Listahátíð í Reykjavík á verkum Jonathan Meese, og önnur sýning sem bar nafnið Tívolí með verkum eftir fjölda manns. Búið er að ákveða lauslega dagskrá fyrir næsta ár sem verður spenn- andi að sjá enda greinilegt að metnaður er í starfi safnsins. Opið örlítið lengur LISTASAFN ÁRNESINGA ER METNAÐARFULLT LISTASAFN. Listasafn Árnesinga, Hveragerði, séð utan frá að vetrarlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Töfragarðurinn á Stokkseyri er stór- skemmtilegur staður þar sem fjöl- skyldan getur staldrað við á ferða- lagi og skoðað dýrin eða hoppað á risastóru trampólíni, klifrað í kastala og fengið sér vöfflur í fal- legu umhverfi. Fjöldi dýrategunda í garðinum en mest er þar af hús- dýrum. Nú á dögunum var sótt um leyfi fyrir hreindýrum til að bæta í hóp þeirra dýra sem fyrir eru í Töfragarðinum. Vona aðstandend- ur garðsins að hægt verði að ganga frá öllum lausum endum varðandi hreindýramál áður en garðurinn verður opnaður í maí á næsta ári en beðið er eftir svari frá umhverf- isráðuneytinu. Í könnun á vefsíðu garðsins kemur fram að um 25 prósent þeir- ra sem svöruðu hafa áhuga á að fá hreindýr í garðinn, en athygli vekur að 47 prósent hafa áhuga að fá strút í garðinn. Á síðunni kemur einnig fram að von sé á spennandi viðbót- um í garðinn og er aldrei að vita Hreindýr í Töfragarðinn TÖFRAGARÐURINN LEITAST VIÐ AÐ AUKA DÝRAFLÓRUNA. Gestir Töfragarðsins geta átt von á því að sjá þar hreindýr næsta sumar. list }
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.