Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 64
25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR16
Allt um atvinnu
á sunnudögum í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
ÍS
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.I
S
P
R
E
2
8
0
4
9
0
4
/2
0
0
5
„Draumahelgar okkar Grétu, konunnar
minnar, hafa flestar verið á erlendri
grund,“ segir Gunnar Gunnarsson,
organisti og píanóleikari þegar hann
er beðinn að upphugsa draumahelgi,
„helgar sem lifa í minningunni eins og
draumur. Við höfum farið til Spánar og
Mallorca og þar hefur margt sumarið
orðið ein stór draumahelgi hjá okkur.
Sumarið í fyrra bjuggum við í lítilli íbúð í
Palma og það var einmitt svoleiðis. Hitt
er annað mál að fyrir mjög stuttu síðan
fengum við óvænt kost á því að fara á
Kirkjubæjarklaustur yfir helgi. Við gistum
þar á Icelandair hóteli tvær nætur,
drukkum í okkur orku frá Vatnajökli
og vorum meðal annars á villibráðar-
kvöldi á hótelinu þar sem einn og sami
maðurinn gerir allt. Hann drap dýrin og
meðhöndlaði, eldaði og skar á diskana.
Þetta var gjörsamlega meiriháttar helgi
og nauðsynlegt að komast svona burt
öðru hvoru svo ef við erum að tala um
draumahelgar í framtíðinni þá erum við
mjög opin fyrir meiru af slíku.“ Þeir sem
þurfa að gefa þeim hjónum jólagjafir
ættu að hyggja að því. Gunnar Gunnars-
son sendi nýverið frá sér sína fjórðu
plötu sem hann kallar Húm. „Þetta er
fjórða platan mín og öðruvísi að því
leyti að ég er með þrjá kontrabassaleik-
ara með mér, þá Tómas R. Einarsson,
Gunnar Hrafnsson og Jón Rafnsson.
Þessi þrír hafa mest spilað með mér
gegnum árin og ég gat ekki gert up á
milli þeirra. En þegar kemur að því að
eyða draumahelgi býð ég engum þeirra
með mér heldur bara konunni minni.“
DRAUMAHELGIN
Í húmi við jökul
... að Mike Hanson smíðaði í júlí 2001
stærstu nothæfu skærin sem vitað er
um? Skærin eru 0,9 metrar á lengd og
mælast 0,82 metrar frá oddi til odds
þegar þau eru að fullu opin.
... að bandaríska meindýravarnafyrirtæk-
ið Truly Nolen bjó til músagildru sem
var 3,53 metrar á lengd og 1,67 metrar
á breidd?
... að stærsti leðurskór í heimi er sex
metrar á lengd, 4,8 metrar á hæð og
vegur 1.043 kíló? Í skóinn voru notaðar
80 nautshúðir og er skórinn af stærðinni
850.
... að stærsti hamborgari sem fáanlegur
er á nokkru veitingahúsi vegur fjögur
kíló? Hamborgarinn kostar um 1.600
krónur og er seldur í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum.
... að Nev Hyman frá Ástralíu bjó sér til
brimbretti sem var tólf metrar á lengd,
þrír metrar á breidd, 30 sentimetra
þykkt og vó 800 kíló?
... að íbúar bæjarins Bethel í Banda-
ríkjunum bjuggu til 34,63 metra háan
snjókarl á fjórtán dögum?
... að hæsta íbúðahúsnæðið í heiminum
er á 54 hæðum, er 269 metrar á hæð
og er í Sameinuðu arabísku Fursta-
dæmunum?
... að hálfrar mínútu langur auglýsinga-
tími í hléum lokaþáttarins af Vinum
(Friends), sem var sýndur í Bandaríkjun-
um 6. maí 2004, kostaði að meðaltali
um 130 milljónir króna?
VISSIR ÞÚ
GUNNAR GUNNARSSON
VILDI EIGA FLEIRI DRAUMA-
HELGAR INNANLANDS.
1. To Kill a Mocking-
bird (1962). Gerð eftir
frægri sögu Harper Lee.
Hlaut óskarinn fyrir leik
sinn í myndinni. Uppá-
haldsmynd sjálfs Pecks
samkvæmt orðrómi og
einnig uppáhaldsmynd
Clarks Kent (Súpermanns)
samkvæmt teiknimynda-
sögunum.
2. Spellbound (1945).
Lék á móti Ingrid
Bergman en Alfred Hitchcock, sem
leikstýrði myndinni, var frægur fyrir að
vilja fallegar ljóskur í aðalkvenhlutverk
sín. Ein fyrsta Hollywood-myndin til
þess að fjalla um sálfræðimeðferð.
3. The Omen (1976). Peck hafði ekki
leikið í fimm ár fyrir þessa mynd.
Fékk hærri laun en fyrir
nokkra aðra mynd á ferlin-
um sökum þess að hann
fékk háa prósentu af allri
innkomu myndarinnar.
4. Roman Holiday (1953).
Audrey Hepburn hlaut
óskarinn fyrir leik sinn í
myndinni en Peck var ekki
einu sinni tilnefndur. Fyrsta
rómantíska gamanmynd
Pecks, sem hafði bara leikið
alvarleg hlutverk fyrir þessa
mynd.
5. Cape Fear (1991). Síðasta alvöru
Hollywood-mynd Pecks. Leikur
reyndar ekki stórt hlutverk í myndinni
en hafði í upprunalegu myndinni frá
árinu 1962 leikið eitt aðalhlutverk-
anna.
TOPP 5: GREGORY PECK
1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7