Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 40
25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR8
6-12 manna hópar geta farið
í taílenska veislu fjögur kvöld
vikunnar.
Hjónin Bogi Jónsson og Narumon
Sawangjaitham, eða Nok eins og
hún er oftast kölluð, reka í sam-
einingu býsna sérstakt veitinga-
hús á Álftanesinu. Veitingahúsið
er aðeins opnað fyrir hópa sem
panta fyrir fram en þar að auki
sitja gestir til borðs í sólstofu á
heimili þeirra hjóna.
„Svona heimaveitingahús eru
aðallega til að skapa notalega
stemningu,“ segir Bogi. „Gest-
unum líður eins og þeir séu í
matarboði eða veislu hjá einum
þeirra en það þarf enginn að hafa
áhyggjur af undirbúningi eða
uppvaski. Salurinn er 25 fermetr-
ar og við tökum við 6-12 manna
hópum.“
Bogi og Nok bjóða dýrindis
taílenskan mat og yfirleitt er mat-
seðillinn sá sami. „Nema einhver
hafi komið oft áður eða sé með
ofnæmi fyrir einhverju,“ segir
Bogi. „Í forrétt er Tom Yam Ka
sítrussúpa með risarækjum og
kókoshnetumjólk. Í aðalrétt er
hlaðborð þar sem fólk velur úr
kjúklingi með engifer, svínakjöti
í massaman karrý og Pat Thai
núðlum með eggjum, hrásalati og
jasmín grjónum. Í eftirrétt er svo
kaffi og te ásamt kökuslikkeríi.
Gestirnir koma með drykki sjálf-
ir, hvort sem það er léttvín, bjór
eða eitthvað annað.“
Eins og fyrr segir er veitinga-
staðurinn á heimili þeirra hjóna,
sem er Hlið á Álftanesi. Bogi
segir að veitingastaðurinn sé
kallaður Gullna hliðið í höfuðið
á bænum. „Við byrjuðum fyrir
rúmu ári síðan og þetta hefur
gengið framar vonum. Það sem
átti að vera áhugamál er orðið að
aðalstarfi. Getir verða að panta
með einhverjum fyrirvara. Við
opnum bara fjögur kvöld í viku
en fólk getur valið hvaða kvöld
sem er.“
Bogi og Nok eru þó engir
nýgræðingar í matseld eða veit-
ingarekstri því áður ráku þau
staðinn Thailandi á Laugavegin-
um. Þar var skyndibitastaður á
jarðhæð og betri veitingastaður
á efri hæð. „Við vorum meira að
segja veitingahús mánaðarins í
flugriti Thai Air,“ segir Bogi.
Til að kóróna glæsilega máltíð
er útsýnið úr sólstofunni einstakt.
„Það er hálfur kílómetri í næsta
hús og umhverfis okkur er frið-
aður fólkvangur. Við sjáum til
dæmis Bláfjöll, Reykjanesskag-
ann, Snæfellsjökul og upp á Hellis-
heiði,“ segir Bogi að lokum. ■
Veitingahús í sólstofunni
Hjónin Bogi og Nok í sólstofunni sinni þar sem þau framreiða dýrindis máltíðir fyrir hópa fjögur kvöld í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Veitingastaðurinn Gullna hliðið er á bænum Hlið. Á vefsíðunni www.1960.is má finna
leiðbeiningar um staðsetningu veitingastaðarins.
lostæti{ }Besta af því besta af síðunum matur o.fl. í Allt blaði Fréttablaðsins
01-48 matur&vi
n aukablad-ada
l 21.11.2005
17:50 Page
1
Sérblað um mat og vín
- fylgir Fréttablaðinu á morgun
Réttir kvöldsins
Fordrykkur í boði hússins
M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream
Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja
rétta máltíð
Humarsúpa kr. 850
m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði
Aðalréttir
Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890
m/ hvítvínssósu , grænmeti
og bakaðri kartöflu
Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890
m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990
m/chateaubriandsósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Eftirréttur
Súkkulaðifrauð kr. 690
Borðapantanir í síma 562 1988
Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27 / www.madonna.is
Tilboðin gilda öll kvöld
Í Lostæti er að finna
úrval bestu uppskrifta
af síðunum Matur
o.fl. undanfarið ár.
Þetta er eigulegt blað
sem mun sóma sér
vel meðal uppáhalds-
matreiðslubókanna
}