Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 86
54 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Spilar líklega mikið Garðar Gunnlaugsson, bróðir tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, reikn- ar með því að spila mikið hjá skoska félaginu Dunfermline, ef af för hans til félagsins verður. „Það eru mikil meiðsli í herbúðum Dunfermline og ég reikna með því að ég spili töluvert ef af félagsskiptunum verður.“ Kenny Moyes, fyrrum umboðsmaður Arnars og Bjarka, útveg- aði Garðari möguleika á því að fara til Dunfermline til reynslu og þar stóð Garðar sig vel og mun líklega fara til skoska félagsins á næstunni. „Ég er búinn að samþykkja samningstilboð og bíð spenntur eftir að komast út.“ 34 6. október 2005 FIMMTUDAGUR � � LEIKIR � 14.00 Ísland og Noregur mætast í æfingaleik í handbolta í Vestmannaeyjum. � � SJÓNVARP � 16.20 Evrópukeppni félagsliða á Sýn. Útsending frá leik Halmstad og Sampdoria � 18.00 Íþróttaspjallið á Sýn. Fjallað um heitustu mál dagsins. � 18.12 Sportið á Sýn. Farið yfir íþróttafréttir dagsins. � 18.30 NFL-tilþrif á Sýn. � 19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn. � 19.30 Fifth Gear á Sýn. � 20.00 Motorworld á Sýn. � 20.30 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Föstudagur NÓVEMBER 54-55 (34-35) Sport seinni 24.11.2005 16:46 Page 2 Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn af þremur á milli Íslands og Noregs í handbolta. Hann fer fram í Vestmannaeyjum og Eyjamenn með hinn vaska Hlyn Sig- marsson í broddi fylkingar hafa blásið til þjóðhátíðar í kringum leikinn. Þeir munu bjóða upp á heims- klassaskemmtiatriði ásamt því að leikurinn verð- ur sýndur í beinni á netinu í gegnum heimasíðu ÍBV, ibv. is. Um skemmti- dagskrána sér hinn góðlátlegi Banda- ríkjamaður William Hung en það er að undirlagi Hlyns að hann kemur til landsins. „Ég var að spá í að fá hann í fyrra fyrir bikarleik hjá okkur en þá gekk dæmið ekki upp. Svo þegar í ljós kom að við myndum fá þennan landsleik ákvað ég að reyna aftur að fá hann og það gekk upp að þessu sinni,“ sagði Hlynur og bætti við að aldrei hefði annað komið til greina en að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá í kringum leikinn. Margir spyrja sig eflaust að því hvernig honum datt í hug að fá þenn- an einstaka tónlistarmann til landsins. „Ég hef verið aðdáandi Hungs í svolítið langan tíma og hlusta ósjaldan á tónlist- ina hans,“ sagði Hlynur en uppáhaldslag hans með Hung er lagið sem gerði Hung frægan She Bangs sem Ricky Martin gerði upphaflega frægt. „Það sem heillar mig við hann er að hann þorir að vera hann sjálfur. Hann er hreinn karakter. Maður horfir á hann og þykir vænt um hann,“ sagði Hlynur sem á von á að fylla íþróttahúsið í Eyjum en það tekur um 600 manns. Hann er samt ekki viss um hvort Hung eða landsliðið trekkir meira að. HLYNUR SIGMARSSON, FORMAÐUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍBV: SLÆR UPP VEISLU Í EYJUM Leikurinn í beinni og Hung sér um fjörið HANDBOLTI Handknattleiksmað- urinn Einar Hólmgeirsson hefur verið frystur af þjálfara sínum hjá Grosswallstadt í síðustu leikj- um og hefur aðeins fengið að spila nokkrar mínútur í hverjum leik. Einar hafði leikið mjög vel með liði sínu í fyrstu leikjum þýsku úrvalsdeildarinnar og skorað um fimm mörk að meðaltali í leik. En í síðustu fjórum leikjum hefur Einar aðeins skorað samtals sex mörk, sem má að stærstum hluta rekja til skerts spilatíma. „Þetta kom mér á óvart þar sem mér fannst ég ekki hafa verið að spila neitt illa áður en ég var settur á bekkinn,“ segir Einar. Núverandi samningur hans við Grosswallstadt rennur út í lok þessarar leiktíðar og segir Einar að viðræður séu í gangi um áfram- haldandi samning. „Þetta gæti verið einhver taktík sem tengist samningnum, ég veit það ekki,“ segir Einar og neitar því ekki að hann hafi jafnvel hug á því að breyta til. Þýsku stórliðin Flensburg, Hamborg og Magdeburg eru öll sögð hafa mikinn áhuga á Einari og eru líkleg til að bjóða honum samning innan tíðar. „Ég gæti hugsað mér að reyna fyrir mér hjá sterkara liði en Grosswallstadt en mér hefur liðið vel hjá liðinu og get alveg hugsað mér að vera hér áfram líka,“ bætir Einar við en Grosswallstadt er um miðja deild í Þýskalandi. „Það er auðvitað hundfúlt að vera frystur en ég verð að sætta mig við þetta og vera þolinmóður. Alexander (Peterson) hefur verið að spila mikið í skyttunni í staðinn fyrir mig og gert það frábærlega. Svo að það er lítið hægt að gera. Þetta er ákvörðun þjálfarans og ég verð að kyngja henni.“ Það mun einmitt koma til með að mæða mikið á þeim Einari og Alexander í landsleikjunum þrem- ur gegn Norðmönnum í dag og um helgina, en Ólafur Stefánsson er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Einar segist í fínu formi og að íslenska liðið stefni á sigur í öllum þremur leikjunum. „Það er alltaf jafn gaman að hitta strákana og það er mjög góður andi í hópnum. Við ætlum að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum og vonum að það skili okkur góðum úrslitum.“ vignir@frettabladid.is Frystur af þjálfara sínum hjá Grosswallstadt Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur fyrirvaralaust verið settur út úr byrj- unarliði Grosswallstad í þýsku úrvalsdeildinni og segir hann óvíst hvað taki við hjá sér. Flensburg, Hamburg og Magdeburg hafa öll áhuga á því að fá Einar í sínar raðir. EINAR HÓLMGEIRSSON Eftir fína frammistöðu framan af móti í Þýskalandi var Einar settur á bekkinn af þjálfara sínum, algjörlega fyrirvaralaust. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn gegn Anderlecht í fyrra- dag að það skipti hann engu máli hvort að lið hans myndi hafna í fyrsta eða öðru sæti G-riðilsins. Chelsea mætir Liverpool á heima- velli í síðustu umferð riðilsins og verður Chelsea að sigra til að enda í efsta sæti riðilsins. En af orðum hans í fyrradag að dæma má gera ráð fyrir því að Mourinho muni hvíla einhverja af lykilmönnum sínum. „Ég held að það skipti engu máli hvort við vinnum. Real Madrid og Lyon gerðu jafntefli sem þýðir að við getum lent á móti Real ef við lendum í fyrsta sæti en Lyon ef við lendum í öðru sæti. Í öðrum riðli stendur valið á milli Bayern München og Juventus. Þetta eru allt góð lið og það er enginn munur á efstu tveimur sætunum,“ sagði Mourinho en bætti því við að hann vildi að sjálfsögðu vinna Liverpool í lokaleiknum. „Já, við viljum vinna Liverpool og Liverpool vill vinna okkur. Allir vilja vinna. Það eina sem ég er að segja er að ég sé ekki stóran mun á fyrsta og öðru sætinu. Öll bestu liðin, nema kannski Man. Utd, eru komin áfram og andstæðingurinn í 16-liða úrslitunum mun alltaf verða gríðarlega öflugur.“ - vig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er rólegur yfir meistaradeildinni: Enginn munur á fyrsta og öðru sætinu JOSE MOURINHO Hreinskilni er eitthvað sem hann skortir ekki. KÖRFUBOLTI Magnús Jónsson, sem situr í körfuknattleiksdeild Hattar, segir það hafa verið sam- eiginlega ákvörðun Kirk Baker og körfuknattleiksdeildarinnar, að hann myndi hætta sem þjálfari liðsins. „Það var ekkert eitt atriði sem réð úrslitum. Aðstæður heima hjá Baker í Bandaríkjunum voru ekki góðar og það hentaði illa að hann væri hér á landi. Svo var árangur- inn ekki nógu góður og hann var óánægður með það sjálfur. Við vonumst til þess að breytingarn- ar geti hresst upp á mannskapinn. Nú er bara vonandi að það fari að ganga betur innan vallar. Magnús vonar líka að þakið á íþróttahúsinu haldi vatni, en fresta þurfti leik Hattar og Kefla- víkur vegna leka í íþróttahúsinu. „Þetta stendur allt til bóta og það er nú þegar búið að gera bráða- birgðaráðstafanir.“ - mh KIRK BAKER Vonast er til þess að þjálfara- skiptin bæti árangur Hattar, sem ekki hefur verið góður til þessa. ÍÞRÓTTAFÉLÖG Íþróttafélagið Þór á Akureyri stendur afar illa fjár- hagslega þessa stundina og er líklegt að það verði gjaldþrota, ef ekkert verður að gert. Jón Heiðar Árnason, formað- ur Þórs, vonast til þess að hægt verði að leysa þá stöðu sem nú sé komin upp. „Við munum reyna að fá Akureyrarbæ til þess að kaupa félagsheimilið Hamar af okkur. Það er fyrst að fremst það sem er íþyngjandi fyrir félagið. Það eru mörg dæmi um að sveitarfélög komi til móts við þarfir íþróttafé- laga með þessum hætti.“ - mh Vilja Akureyrarbæ til hjálpar: Akureyrarbær kaupi Hamar Kirki Baker hættur: Breytinga þörf hjá Hetti ÞÓR AK. Á leið í gjaldþrot? FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Portsmouth rak í gær franska stjórann Alain Perrin úr starfi en hann hafði aðeins stýrt liðinu í átta mánuði. Perrin bjarg- aði Portsmouth frá falli á síðustu leiktíð en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið tvo leiki í vetur og það er of lítið. Perrin er fyrsti stjórinn í úrvalsdeildinni sem er rekinn í vetur en langt er um liðið síðan stjórar ensku deildarinnar hafa lifað svo lengi án þess að nokkur þeirra hafi fengið að fjúka. Sir Bobby Robson hefur þegar lýst yfir áhuga á að taka við liðinu en þessi 72 ár gamli stjóri hefur verið atvinnulaus síðan Newcastle rak hann í ágúst 2004. Ekki er talið líklegt að Portsmouth uppfylli ósk hans þar sem þeir telji hann hreinlega vera orðinn of gamlan og horfa þeir til yngri stjóra. Neil Warnock, stjóri Sheff. Utd, er einnig sterklega orðaður við stöðuna. Alain Perrin rekinn: Tekur Robson við Portsmouth? BOBBY ROBSON Vill taka við liði Ports- mouth. Víkingar framlengja Höskuldur Eiríksson og Hörður Bjarna- son hafa framlengt samninga sína til ársins 2008. Báðir voru í lykilhlutverki hjá Víkingi síðasta sumar og þá sérstak- lega Höskuldur sem batt saman Víkings- vörnina með einstaklega góðum árangri enda fékk liðið aðeins á sig níu mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.