Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 35

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 35
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2005 3 Fimmtán prósenta afsláttur í dag í Bianca á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi. „Bianca er með þýskar vörur fyrir vandlátar konur, 25 ára og eldri. Þetta er klassískur gæða- fatnaður fyrir þær sem finnst gaman að fara út úr húsi í ein- hverju sem þær vita að er fallegt, án þess að vera áberandi. Þetta er heldur ekkert sem þær fara einu sinni til tvisvar í heldur það sem þær nota aftur og aftur og aftur. Þær eiga flíkurnar sem þær kaupa með þessu merki,“ segir Sigrún Vilhjálmsdóttir, verslunar- eigandi í Bianca. ■ Föt til eignar Ingvar Hreinsson starfar sem útsendingar- og tæknistjóri hjá Sjónvarpinu. Ingvar er ekki harðtrúuð aurasál en kann að spara á réttum stöðum. Svo lengi sem sá staður selur ekki rafmagnstæki eða tól. „Ég get ekki sagt að ég hafi neina sparnaðarstefnu í heimilisrekstr- inum,“ segir Ingvar. „Heimilis– haldið hjá mér hefur hingað til verið svona týpískt piparsveina- heimilishald, þar sem innkaupin ráðast mikið af því hvað mig lang- ar að borða á þeim tíma þegar ég finn til svengdar. Þetta hefur þýtt að 11-11 hefur átt fastan kúnna í mér þar sem verslunin er sú eina sem er opin á þeim tímum þegar ég eru búnir að vinna. Úrvalið hefur stórbatnað af matvælum sem eru í umbúðum hugsaðar fyrir einn í heimili. Það er ekki svo langt síðan að ekki var hægt að kaupa neitt annað en til dæmis heilt brauð. Sem þýddi að helm- ingurinn fór í ruslið,“ segir Ingv- ar sem er að hefja búskap með kærustunni sinni og þarf því ekki lengur að kaupa matarumbúð- ir fyrir einn. „Íbúðakaupin eru komin skammt á veg hjá okkur en það kemur okkur sífellt á óvart hvaða verðhugmyndir fólk gefur upp á íbúðunum sínum. Minnstu holur eru fara á fúlgu fjár.“ Ingv- ar leggur fyrir í varasjóð sem hann segir í sögulegu lágmarki vegna óvæntra útgjalda samfara íbúðakaupum. „Sjóðurinn hefur þó forðað mér frá því að stækka þann vítahring sem að yfirdrátt- arlánin geta verið,“ segir Ingvar stoltur. Fatakaupin segir Ingvar vera eins praktísk og hægt sé að hafa þau. Hann reynir sitt besta til að stýra gjöfum til hans í þann farveg að þær dekki fataþörfina. „Ekki er svo langt síðan að ég þurfti að kom- ast af á nánast engum launum og þá var það mjög einfalt. Hver flík var notuð þangað til að hún leystist upp í þvottavélinni. Þá tók við Kola- portið og annar mjög misheppnað- ur fatnaður sem hægt var að kalla kannski avant garde eða eitthvað í þeim dúr,“ segir Ingvar og hlær. Ingvar á sér þó einn eyðslu- veikleika. „Ég er veikur fyrir tækjum og tólum. Enda ekki kall- aður tæknimaður fyrir ekki neitt,“ segir Ingvar. „Ég er mjög veikur fyrir flottri hönnun og dýrum tækjum, sem er sparnaður í sjálfu sér þar sem dýru tækin hafa þann kost að endast betur, í flestum til- fellum. Þetta er dýrasti útgjalda- liðurinn á mínu heimili.“ johannas@frettabladid.is Kaupir loksins heilt brauð Verslunin Euroskór bæði í Kringlunni og Firði hefur sér- stakt tilboð í gangi til 27. þessa mánaðar. Þeir sem hyggja á skókaup fyrir jólin ættu að kíkja við í verslunum Euroskó því þar geta menn feng- ið þriðja parið frítt ef þeir kaupa tvenna skó í einu. Það er ódýrasta parið af þremur sem er ókeypis og nú gildir að velja vel. Þetta til- boð gildir eins og fyrr segir til 27. nóvember. ■ Skór, skór skór Ingvar Hreinsson, tækni- og útsendingarstjóri hjá Fréttastofu Sjónvarpsins, sparar með því að kaupa dýrasta tækið í búðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gott tækifæri fyrir skóunnendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.