Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 24
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur Össur Skarphéðinsson: Furðuleg linkind stjórnvalda SPURT & SVARAÐ ■ MJÓLKA UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Betri helmingurinn Hinn bragðmikli Saazer humall gefur Budweiser Budvar bjórnum kraft sinn og karakter. Tékkarnir nota aðeins kvenkyns hluta humalsins í bjórinn. Þeir vita að það er best að hafa betri helminginn með sér í liði! LÉ TT Ö L FANGAFLUG Grunur um að banda- ríska leyniþjónustan CIA fljúgi með fanga til ríkja þar sem leyni- leg fangelsi eru starfrækt og pyntingar notaðar sem aðferð við yfirheyrslur hefur kallað á við- brögð stjórnvalda og almennings í mörgum ríkjum. Evrópuráðið hefur krafið Bandaríkjamenn um skýring- ar á þessum fréttum. Franco Frattini, sem fer með málefni dómsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur lagt til að Evrópuríki sem uppvís verða að því að leyfa starfsemi leynilegra fangelsa verði svipt atkvæðarétti sínum, að minnsta kosti tímabundið. Nýlega sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, frá því að hann hefði sent Bandaríkjamönnum bréf og krafið þá um skýr svör hvað þetta varðaði. Í fréttaflutningi á alþjóðavett- vangi hefur Ísland verið nefnt til sögunnar vegna umferðar flug- véla sem taldar eru eiga hlut að máli um íslenska flugvelli og lögsögu. Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra greindi frá því í utandagskrárumræðu á Alþingi á dögunum að sér hefðu borist óformleg svör frá Bandaríkjun- um um málið, þess eðlis að ekk- ert væri hæft í fréttaflutningi af fangaflugi. Geir áréttaði að svör þessi væru í sjálfu sér ekki full- nægjandi. Bandarísk stjórnvöld hafa sagst skilja þessi viðbrögð við fréttunum og gefið til kynna að fyrirspurnum um málið verði svarað, en þau þurfi meiri tíma til þess að kanna málið. - saj N196D Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Flugvél sem talin er vera í eigu leppfyrirtækis bandarísku leyniþjónustunnar hafði viðdvöl í Reykjavík fyrir skemmstu. Flugumferð af þessu tagi er algeng á Íslandi. Grunur um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar hefur kallað á viðbrögð: Skýringa leitað á fangaflugi „Ég tel að við séum alls ekki að ganga nógu langt í þessu máli og það er furðuleg linkind sem virðist ráða afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylkingar. Hann segir að hér á landi sé það refsivert að gera nokkuð það sem geti stuðlað að pyntingum. „Við eigum refsilögsögu utan landsins í svona málum. Þess vegna ber okkur að setja rannsókn af stað og elta uppi þessa skálka.“ Össur segir að starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins hafi verið fengnir til þess að fara yfir málið fyrir utan- ríkismálanefnd en hann hafi ekki verið alls kostar ánægður með þær upplýsingar sem hafi komið fram úr þeirra vinnu. „Það er vitað um tiltekin atvik þar sem menn hafa verið fluttir nauðugir á milli heimshluta.“ Í vikunni hefur fyrirtækið Mjólka sölu á mjólkurafurðum fyrir þá mjólk sem keypt er utan kvóta. Fjölskyldan á Eyjum II í Kjós stendur á bak við fyrirtækið og er Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri þess. Hefur gengið eins vel og þið væntuð í upphafi? Já, það hefur gengið mjög vel. Þrátt fyrir að við höfum mætt ýmsum óvæntum hindrunum á veginum erum við mjög bjartsýnir. Hverjar eru þessar óvæntu hindranir? Það eru tregðulögmál í kerfinu. Svo eru menn hræddir við hið óþekkta. Landssamtök kúabænda stóðu ekki með ykkur. Eruð þið búin að útkljá ykkar mál gagnvart þeim? Já, við teljum það. Við erum komin með fullt starfsleyfi og erum farin að framleiða. Eftirspurn eftir vörunni er mikil og við vinnum hér allan sólarhringinn í að anna henni og ganga frá því sem þarf. Við teljum nú að bæði Landssamband kúabænda og for- ystusveit bænda sjái að fyrirtækið er til hagsbóta fyrir íslenska bændur. Hvar verður hægt að kaupa vöruna og verður hún á sambærilegu verði og mjólkurvörur stóru samlag- anna? Já. Við erum með vöruna, sem aðallega er fetaostur, á sambærilegu verði, jafnvel heldur betra ef eitthvað er. Osturinn verður til í öllum helstu verslunum frá og með þessari viku. ÓLAFUR MAGNÚSSON Framkvæmdastjóri Mjólku. Samkvæmt lögum eiga einstaklingar með hreyfihömlun rétt á sérstaklega merktum bílastæðum. Þó kemur það fyrir að fólk sem ekki stríðir við fötlun leggur í stæðin og gerir fötl- uðum bílstjórum mikinn óleik með því. Í byggingar- reglugerð er nánar útlistað hvaða reglur gilda um bílastæði fatlaðra. Ber fyrirtækjum að hafa bílastæði fyrir fatlaða á bílastæði sínu? Verslunar- og skrifstofuhúsnæði, opin- berar skrifstofur og þjónustumiðstöðvar, samkomuhús, kvikmyndahús, framhalds- skólar og atvinnuhúsnæði þurfa að lágmarki að hafa eitt bílastæði sérmerkt fötluðum. Ef byggingarnefnd telur að ekki verði komið fyrir á lóð nægilegum fjölda bílastæða þarf þrátt fyrir það að vera eitt bíla- stæði fyrir fatlaða, ef aðstæður leyfa. Þurfa að vera bílastæði fyrir fatl- aða við íbúðarhús? Öllum fjölbýlishúsum sem eru með sex íbúðir eða fleiri þarf að fylgja eitt gestabílastæði sem hentar þörf- um fatlaðra, fyrir utan þau bílastæði sem eru fyrir sérhannaðar íbúðir fyrir fatlaða í húsinu. Hverjir mega leggja í bílastæði merkt fötluðum? Þeir sem framvísa fullnægjandi læknisvott- orði hafa leyfi til að leggja í bílastæði fatl- aðra. Þeir geta sótt um svokölluð stæðiskort fyrir fatlaða, en þeim fylgja ýmis skilyrði. Í reglugerð um stæðiskort hreyfihamlaðra kemur fram að umsækjandi þurfi annað hvort sem ökumaður sérstaka þörf á ívilnun til að leggja ökutæki vegna heimilis, vinnu eða annarrar starfsemi vegna þess að hann eigi erfitt með gang, geti ekki gengið eða hafi sem farþegi sérstaka þörf á sams konar ívilnun af sömu ástæðu. FBL GREINING: BÍLASTÆÐI FATLAÐRA Hreyfihamlaðir eiga rétt á sér bílastæði „Mér finnst að stjórnvöld mættu vera beittari í afstöðu sinni í þessu máli. Hins vegar er það nú svo að ef Bandaríkjamenn vilja ekki svara neinu er kannski ekki gott í efni,“ segir Guðjón Arnar Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón telur að þær þjóðir sem hafa grun um að þessar flug- vélar hafi farið um umráða- svæði sín ættu að bindast s a m t ö k u m um að beita B a n d a r í k j a - menn þrýstingi að svara. Það er náttúrlega brot á öllum alþjóðareglum að fljúga með fanga á milli landa til þess að fá fram þvingaðar játningar,“ segir Guðjón. „Menn hafa talað um að Ísland eigi að sýna frumkvæði meðal smáþjóða. Ég held að nú sé lag að sýna frumkvæði okkar í verki.“ Guðjón Arnar Kristinsson: Ættu að sýna frumkvæði „Það er að fara af stað rann- sókn á vegum Evrópuráðsins. Við erum aðilar að þeirri rann- sókn og munum þurfa að svara þeim spurningum sem fyrir okkur verða lagðar,“ segir Siv Frið- l e i f s d ó t t i r , þ i n g m a ð u r F r a m s ó k n - a r f l o k k s i n s og formaður utanríkismála- nefndar. Hún segir að búið sé að senda Geir Haarde utanríkisráðherra bréf með spurningum sem gefa verði svör við fyrir 21. febrúar næstkom- andi. Siv segir að íslensk stjórnvöld séu almennt að bregðast við á sambærilegan hátt og stjórnvöld í nágrannaríkjunum. „Það hefur verið haft samband við flugmála- yfirvöld og einnig krafist skýringa frá Bandaríkjunum,“ segir Siv. Siv Friðleifsdóttir: Eigum aðild að rannsókn „Ég tel að stjórnvöld séu út af fyrir sig að bregðast rétt við svo langt sem það nær. Það er að sjálf- sögðu hárrétt að krefja bandarísk stjórnvöld refjalaust um skýringar á því sem hér fer fram. Það hefði kannski mátt gera þetta með formlegri hætti að hálfu stjórn- valda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. „Ég hefði viljað sjá öfl- uga vinnu af hálfu íslenskra stjórnvalda sem miðaði að því að grafast fyrir um þessi mál með öllum tiltækum ráðum, á eigin forsendum,“ segir Steingrímur og bendir á að hægt væri að grafast fyrir um ákveðin flug sem til séu þó nokkrar stað- reyndir um. Steingrímur J. Sigfússon: Vantar sjálf- stæða rannsókn „Okkar afstaða er alveg skýr og hefur legið fyrir. Utanrík- isráðherrann hefur sagt það afdráttarlaust að við Íslend- ingar viljum ekki mannréttindabrot á okkar flugvöllum,“ segir Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar. Halldór bendir á að Geir Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafi farið fram á skýr svör frá Bandaríkjamönnum um málið. Geir sagði á Alþingi í síðasta mánuði að beðið væri frekari svara frá bandarískum stjórnvöldum, því að þau óformlegu svör sem þegar hefðu borist væru ekki full- nægjandi. „Við Íslendingar höfum haldið fast á þessum málum gagnvart Bandaríkjamönnum og aðrar þjóðir hafa ekkert staðið þar framar okkur,“ segir Halldór. Halldór Blöndal: Höfum haldið fast á málum > Meðalatvinnutekjur í aðalstarfi eftir kyni (milljónir króna) Svona erum við Heimild: Hagstofa Íslands karlar karlar konur 2, 0 3, 3 2, 1 3, 2 konur 2003 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.