Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 44
44 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR K Y N N I N G A R í d e s e m b e r 2 0 0 5 Hagkaup Kringlan: 2. desember kl. 14.00-18.00 8. desember kl. 16.00-20.00 15. desember kl. 14.00-18.00 17. desember kl. 16.00-20.00 23. desember kl. 17.00-21.00 Hagkaup, Smáralind 2. desember kl. 14.00-18.00 15. desember kl. 16.00-20.00 2. desember kl. 17.00-21.00 Lyfja, Lágmúla 31. desember Levante fæst í verslunum Hagkaupa, Lyfju og Lyf og heilsu Guðrún Arnfinnsdóttir er með þriggja rétta jólamat á að- fangadagskvöld. Hún útbýr öll jólakortin sjálf og lýkur jóla- undirbúningnum fyrir fyrsta desember. Guðrún Arnfinnsdóttir, matráðs- kona hjá Krabbameinsfélagi Íslands, er alltaf með sama jóla- matinn á aðfangadagskvöld. Hún og eiginmaðurinn elda tartalettur í forrétt, hamborgarhrygg í aðal- rétt og heimagerðan ís í eftirmat en uppskriftin hefur þróast lengi innan fjölskyldunnar. „Við höfum verið með þetta síðan við byrjuð- um að búa árið 1970,“ segir Guð- rún sem ætlar að gefa lesendum uppskriftirnar. Hún segist þó ekki geta gefið tartalettuuppskriftina þar sem þau slumpi svo mikið á magnið að lesendur ættu erfitt með að elda eftir henni. Guðrúnu er ýmislegt til lista lagt. Fyrir utan að vera afbragðs- kokkur saumar hún talsvert og hefur kennt föndur á ýmsum námskeiðum. Handlagnin nýtist henni svo sannarlega í jólaundir- búningnum en hún gerir öll jóla- kortin sjálf og mikið af jólapökk- unum. Hún er þó ekki komin langt af stað með undirbúninginn þetta árið. „Ég hef aldrei verið svona sein, ég er eitthvað svo afslöppuð og róleg. Þetta verður þó komið í lok nóvember,“ segir Guðrún sem lýkur alltaf jólaundirbúningnum áður en desember gengur í garð. Jólamatur fjölskyldunnar Guðrún Arnfinnsdóttir eldar alltaf hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK. FORRÉTTUR (FYRIR FJÓRA) Rækjukokteill 300 g rækjur tómatar agúrkusneiðar Sósa: 1 dós 18% sýrður rjómi majones eftir smekk 3 msk mango chutney krydd 2 – 3 msk tómatsósa 1 tsk karrý salt og pipar Lýsing: Rækjurnar eru afþýddar og settar í forréttaskálar ásamt agúrkusneið og tómatsneið. Hráefni í sósuna er hrært vel saman og sósan sett yfir rækjurnar, agúrk- urnar og tómatsneiðarnar. Skreytt með sítrónusneið og steinselju og borið fram með ristuðu brauði. AÐALRÉTTUR HAMBORGARHRYGGUR hamborgarhryggur dijon sinnep púðursykur Lýsing: Setjið hamborgarhrygginn í steikarpott með smá vatni í. Smyrjð dijon- sinnepi á hrygginn og þekið hann vel með því. Setjið lok á steikarpottinn, stillið bakaraofninn á 180 gráður og steikið hrygginn í um það bil eina klukkustund. Takið þá steikarpottinn úr ofninum og setjið púðursykur ofan á hrygginn og þekið vel. Setjið hamborgarhrygginn aftur inn í ofninn án þess að hafa lokið á steikarpottinum. Steikið í 30 – 35 mínútur við sama hita og áður. Steikingartími fer svolítið eftir stærð hamborgarhryggjarins, þessi tími er miðaður við 2 – 2,5 kg. SÓSA: Setjið soðið af hamborgarhryggnum í pott og bætið vatni út í. Sósan krydduð með því sem til er, gott er að setja í hana súputeninga og kjötkraft. Síðan er venju- leg brún sósa búin til. MEÐLÆTI: Sykurbrúnaðar kartöflur. Rauðkál (nýtt) skorið niður, brúnað á pönnu í smjöri eða smjörlíki og soðið í vatni eftir að búið er að brúna það. Út í vatnið er sett borðedik og sykur eftir smekk. Salat búið til úr þeyttum rjóma, niður- skornum eplum og vínberjum. Ora gulrætur og grænar baunir skemma ekki fyrir. EFTIRRÉTTUR HEIMAGERÐUR ÍS 8 egg 250 g sykur 1 l rjómi vanilla brytjað suðusúkkulaði eða Toblerone eftir smekk Lýsing: Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt létt. Rjóminn þeyttur og blandað saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar og bætt varlega út í. Bragðefni (vanilla) og súkkulaði sett síðast í. Þetta er síðan sett í hæfilegt mót og fryst. Gleðileg jól, Guðrún Arnfinnsdóttir. Kammerkórinn Hymodia kemur fram á hádegistónleikum kl. 12.15 í Ketilhúsinu á Akureyri. Tónleika- röðin nefnist Litlar freistingar og er haldin í samvinnu við Einar Geirsson landsliðskokk. Hin hliðin á Diddú verður kynnt lands- mönnum á tón- leikum í Salnum kl. 20. á jóladöfinni } 2.desember ...um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.