Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 72
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR56 góða slökun! FRIÐRIK KARLSSON TÖFRANDI ANDRÚMSLOFT NÝJA PLATAN ER KOMIN ÚT! Þeir eru fáir sem kunna þá list betur en Friðrik Karlsson að fá fólk til að slaka fullkomlega á. Áttunda platan sem Friðrik sendir frá sér með slökunartónlist. Það eina sem þú þarft til að slaka á að loknum löngum vinnudegi. KOMIN Í VERSLANIR Útgáfutónleikar í Mecca Spa Nýbýlavegi 24 Kópavogi Sunnudaginn 4. des kl 3 Boðið verður uppá léttar veitingar. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Rosalega var fínt að komast aðeins í höfuðborgina í fyrradag. Sofa í alvöru rúmi, kyssa stelpur og endurnýja græj- urnar. Það þurfti að kaupa fleiri kjuða, simbala, strengi og laga fetilinn sem brotnaði svo eftirminnilega í miðju lagi á Akureyri. Bakið er líka í fínu skapi enda kunna bök því illa þegar þau eru þvinguð í sirkus-fimleikastellingar bara til þess eins að geta „sofið“ eins og við höfum gert svo mikið af í „rútunni“. Ég er hins vegar ekki jafn hress með að vera að fara til Vestmannaeyja með Herjólfi. Síðast þegar ég fór með „dall- inum“ varð ég svo hrikalega sjóveikur að hamborgarinn sem ég skóflaði í mig rétt áður kom öfugur upp. Sjóveiki er það allra versta sem hefur komið fyrir mig. Hún er verri heldur en þynnkan sem ég upplifði á mínu fyrsta fylleríi í klefanum á lögreglustöðinni í Hafnar- firði. Þá drapst ég niðri í bæ og ældi allt út sem hægt var að æla út, líka löggubílinn sem keyrði mig upp á stöð. Ég kastaði jafnmikið upp í „dallinum“ en það var samt öðruvísi. Ég spurði sjálfan mig með grátstafinn í kverkunum hvort ég gæti ekki bara hoppað út í sjó. Ég svaraði sjálfum mér játandi en vildi gefa þessu tíu mínútur. Viti menn, ég var kominn í land átta mínútum eftir að ég vildi stökkva fyrir borð. Þegar ég var kominn á þurrt lofaði ég sjálfum mér að fara ALDREI aftur um borð í þennan „dall“ og hefur tekist að standa við það hingað til. Bakkaflug tekur ekki nema tvær mínútur á meðan þrír tímarnir sem ég var síðast í „dallinum“ tóku tvö ár. Ég fæ víst ekki að standa við loforðið mitt því að Herjólfur er það eina í stöðunni fyrir okkur núna. Það verður að viðurkennast að aldrei hef ég lagt jafnmik- ið á mig fyrir rokkið og núna. Egill. SIGN BLOGGAR FRÁ TÓNLEIKAFERÐ SINNI UM LANDIÐ Herjólfur snýr maganum á hvolf Pete Doherty, söngvari hljómsveitar-innar Babyshambles og fyrrverandi kærasti Kate Moss, segir ástæðu þess að Kate hafi hætt með honum vera einfaldlega þá að hann sé ekki nógu vel vaxinn niður. ,,Ástæðan fyrir sam- bandsslitunum er sú að ég hef ekki efni á að kaupa handa henni dem- anta auk þess sem ég er með lítinn félaga.“ Leikarinn góðkunni Will Smith mun bráðlega leika í kvikmynd sem fjallar um ofurhetju sem upplifir þá sálarkreppu sem fylgir því að komast á miðjan aldur. Mynd- inni verður leikstýrt af Jonathan Mostow. Smith lauk nýverið við mynd þar sem hann lék á móti syni sínum Jaden og leikkonunni góðkunnu Tha- ndie Newton. Sú mynd, sem feng- ið hefur heitið The Pursuit of Happiness, kemur út á næsta ári. Hótelerfinginn Paris Hilton hefur ákveðið að giftast gríska útgerðar- manninum Stavros Niarchos á Hawaii um jólin. Paris hætti með Grikkjanum Paris Latsis, sem einnig er útgerðar- maður, fyrr á þessu ári. Hefur hún boðið allri fjölskyldunni til Hawaii af þessu tilefni. ,,Við munum öll gista á Maui um jólin. Um áramótin verðum við Nicky með stóra veislu í Los Angeles. Síðan förum við á skíði eftir ára- mót,“ sagði Paris hæstánægð. Hljómsveitirnar Black Sabbath og Sex Pistols fá inngöngu í frægðarhöll rokksins í mars á næsta ári. Einnig munu Blondie, Lynyrd Skynyrd og djassistinn Miles Davis fá inngöngu. Til þess að koma til greina í frægðarhöllina þurfa að vera liðin 25 ár frá útgáfu fyrstu plötu listamanns. Um 700 einstaklingar í tónlistargeir- anum velja þá sem fá inngöngu í höllina. FRÉTTIR AF FÓLKI Tom Cruise getur varla beðið eftir að Katie Holmes eignist frumburð þeirra skötuhjúa. Ástæðan ku vera að stórstjarnan hlakkar til að skipta á bless- uðu barninu. Cruise og Holmes ætla að ganga í það heilaga þegar barnið er komið í heiminn og Tom hyggst hella sér af fullum krafti út í föðurhlut- verkið. „Þetta er ótrúlega spennandi, ég get varla beðið eftir að skipta á barninu og fá upplifun- ina beint í æð,“ sagði Cruise við blaðamenn á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.