Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 66
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR50 tonlist@frettabladid.is > popptextinn The taste of love is sweet when hearts like our‘s meet I fell for you like a child oh, but the fire went wild I fell in to a burning ring of fire I went down,down,down and the flames went higher. And it burns,burns,burns the ring of fire the ring of fire. June Carter samdi lagið Ring of fire um ást sína á söngvaranum Johnny Cash. > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Mugison: A Little Trip, Jónsi: Jónsi, KK og Ellen: Jólin eru að koma, Eminem: Curtain Call - The Hits og Johnny Cash: Ring of Fire - The Legend of Johnny Cash. Belgíska hljómsveitin Deus hefur áhuga á að halda tónleika hér á landi í mars á næsta ári. Umboðsmaður sveitarinnar er um þessar mundir að vinna í málinu, sem er á frumstigi. Deus gaf nýverið út sína fjórðu plötu, sem ber heitið Pocket Revolution. Sveitin er um þessar mundir í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja plötunni eftir en í mars verður glufa í dagskránni og þá vilja liðsmenn hennar nýta tækifærið og halda tónleika hér á landi. Deus sló í gegn með sinni fyrstu plötu, Worst Case Scenario, sem kom út árið 1994. Þar var m.a. að finna lögin Suds & Soda og Hotellounge (Be the Death of Me), sem bæði nutu mikilla vinsælda. Næsta plata, In a Bar Under the Sea, kom út tveim- ur árum síðar og þótti heldur myrkari en frumburðurinn. Á plötunni The Ideal Crash kvað síðan við léttari og poppaðari tón en áður. Kom hún út fyrir sex árum og allar götur síðan hafa aðdáendur Deus beðið spenntir eftir nýju efni frá þessari virtu rokksveit. Deus vill koma til Íslands Það eru Geiri Sæm og Tryggvi Hupner sem spila á Classic Föstudaginn 2. og laugardaginn 3. des. Ármúli 5 Tom Waits var spurður í viðtali við Time Out í sumar hvað hann væri að hlusta á. „Wu-Tang Clan,“ svar- aði hann. „En svo er það líka þessi gaur sem heitir Bob Log. Hefurðu heyrt um hann? Hann er lítill strákur, enginn veit hvað hann er gamall og hann er með hjálm á hausnum og er með míkrófón inni í honum og það sést ekki framan í hann. Hann spilar á gítar. Þetta er háværasta, skrítnasta tónlist sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Maður skilur ekki eitt orð sem hann segir. Svona fólk veitir mér innblástur.“ Bob Log á sér fjölda aðdáenda um allan heim og hefur slegið í gegn bæði vestanhafs og austan og er til dæmis alger goðsögn í Japan. Bob Log er mikill gítarsnillingur. Hann missti reyndar aðra hönd- ina er hann var stráklingur. Með hjálp læknavísindanna tókst að græða á hann apahönd, og þar af leiðandi er stíll hans mjög sér- stakur og persónulegur. Á meðan fætur hans djöflast við trommu- leik einbeita hendurnar sér að tólf dollara gíturum og vískýflöskum, og svo kyrjar Bob kynörvandi mansöngva í gegnum símtól sem er haganlega komið fyrir inni í hjálminum. Það eru sögur í gangi úti um allan heim um hver hann sé í raun og veru og sú nýjasta er að hann sé meðlimur úr hljómsveitinni The Strokes. Nú er þessi dular- fulli náungi kominn til Íslands og heiðrar okkur með nærveru sinni á laugardagskvöld á Grand Rokki. „Við sáum hann fyrst þegar við vorum að túra í Kanada,“ segir Sigurður Finnsson, öðru nafni Siggi Shaker, hristuleikari hljóm- sveitarinnar Singapore Sling. „Hann var þá á sviði á undan okkur í Ottawa og við urðum alveg agn- dofa. Vorum í hláturskasti allan tímann. Svo spilaði hann ein þrjú gigg með Sling á síðustu hljóm- leikaferð um Bandaríkin og var þá með tvær gógó-píur með sér sem heita The Town Bikes. Þetta var svona fiftís stripparastemn- ing.“ Bob er reyndar dálítið mikið fyrir nakin brjóst á sviði og hefur gert tvö myndbönd - annað heitir Boobscotch en þar dýfir íturvaxin dama brjóstinu í viskíglasið hans, og hitt heitir Clap your boobs sem útskýrir sig væntanlega sjálft. En Siggi segir að nekt sé ekkert endilega partur af tónleikunum. „Síðast sá ég hann í Japan og þá var hann búinn að tengja sig við jólaseríu. Það var mjög fallegt.“ Útgáfufyrirtæki Singapore Sling, Sheptone, og tískumerkið Dead standa fyrir innflutningi á Bob Log og hafa þeir félagar hugsað sér að koma fleiri tónlistargoðum til landsins. „Við fengum til dæmis heimildarmyndina Dig sýnda á kvikmyndahátíðinni hér í haust, en hún fjallar um hljómsveitirn- ar Brian Jonestown Massacre og Dandy Warhols. Næst á dagskrá er að fá Brian Jonestown Massacre til að spila í Reykjavík. Vonandi gengur það upp sem fyrst.“ Áður en Bob Log stígur á svið á Grand Rokki mun pönksveitin Rass rugla í áhorfendum, þannig að það er um að gera að skella sér í 12 Tóna til að redda sér miða. Siggi var spurður hvort hann hefði fengið að kíkja undir hjálminn, „Já, en við gefum ekkert uppi um það,“ svaraði hann og glotti. - amb Frekari upplýsingar um Bob Log er að finna á www.boblog111. com. Brjóst, viskí og flugmannahjálmur Goðsögnin Bob Log kemur til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.