Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 6
6 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A KJÖRKASSINN Ætlarðu til útlanda um jólin? Já 10% Nei 90% SPURNING DAGSINS Í DAG Sendir þú SMS-skilaboð daglega? Segðu þína skoðun á visir.is FÉLAGSMÁL „Það er afskaplega dap- urt að vera á svipuðum slóðum og Spánn og Portúgal þegar kemur að málum sem varða öryrkja,“ segir Stefán Ólafsson, prófess- or við Háskóla Íslands. Hann kynnti í gær nýja skýrslu sína um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum löndum og er niðurstaða hans áfellisdómur yfir aðgerðum stjórnvalda gagnvart öryrkjum síðustu tíu árin. Skýrslan sýnir að heildarútgjöld ríkisins til örorkumála eru vel undir meðallagi Evrópuríkja og að þvert á það sem haldið hefur verið fram eru öryrkjar ekki margir hér í samanburði við nágrannaþjóð- irnar. Sé borinn saman árangur OECD ríkjanna í að veita öryrkj- um viðunandi fjárhagsafkomu og samfélagsleg úrræði er Ísland á sama róli og þjóðir á borð við Spán og Portúgal. Stefán segir það lélegt í þjóð- félagi sem býr við mikið ríki- dæmi. „Það er lélegt að vera á svipuðu róli hvað þessi mál varð- ar og suður-evrópskar þjóðir því þær eru þekktar fyrir veikburða velferðarkerfi. Allt annað en er uppi á teningnum hér á norðlæg- ari slóðum þar sem eru þær þjóð- ir sem við ættum að vera að bera okkur saman við því við höfum sömu tækifæri og þær.“ Telur Stefán að skipulag starfsendurhæfingarmála sé sundurlaust, stórauka þurfi atvinnutækifæri allra öryrkja og að velferðarkerfið eins og það er í dag haldi mörgum í fátæktar- gildru vegna skerðingarreglna og naumra kjara. Mikið verk sé óunnið og óásættanlegt að öryrkj- ar margir hverjir í þessu ríka landi búi við þær aðstæður að vera fastagestir hjá ölmusustofn- unum samfélagsins. Undir þetta tekur Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabanda- lagsins. „Skýrsla Stefáns setur hlutina í samhengi. Við erum í botnsætum hvað velferð öryrkja varðar í samanburði og ljóst að átaks er þörf. Stokka þarf upp almannatryggingakerfið, endur- skoða lög um málefni fatlaðra og brýnt að endurskoða hvernig öryrkjar geti orðið virkir þátttak- endur í að skapa hér samfélag sem sannarlega er hægt að segja að sé fyrir alla. Ég neita að trúa að til sé sá stjórnmálamaður á Íslandi sem vill að fólk búi við þau kröppu kjör sem fatlaðir búa við í dag og skýrslan staðfestir.“ albert@frettabladid.is KRÖPP KJÖR ÖRYRKJA Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors bendir til að enn sé langur vegur að markmiðum ríkisstjórnarinnar frá árinu 1992 um að tryggja öryrkjum jafnrétti og gera þeim kleift að lifa sem eðlilegustu lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kjör öryrkja hér með þeim lökustu í Evrópu Ísland er langt á eftir grannþjóðum sínum hvað varðar stöðu öryrkja, sam- kvæmt nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors. Eru Íslendingar þar í félags- skap með suður-evrópskum þjóðum á borð við Portúgal og Spán. JAFNRÉTTI Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst, lagði til á Karlaráðstefnu um jafnréttismál, sem haldin var í Salnum í Kópavogi í gær, að kynja- kvóti yrði tekinn upp í íslenska menntakerfinu. Hann sagði hlut- fall karla í kennarastörfum ekki viðunandi og velti upp þeirri spurningu hvort menntun gæti leitt til misréttis. Í máli Runólfs kom fram að brottfall karlkyns nemenda úr skólum væri áhyggjumál sem þyrfti að finna lausn á. Runólfur benti á að hægt væri að líta á íbúa landsins sem tvær þjóðir í einu landi. Annars vegar starfsmenn í skólum og heilbrigðis- og umönn- unarstörfum, sem að mestu leyti eru konur, og hins vegar starfs- menn í stjórnunarstöðum, fjár- málageiranum og iðnaði, en þar eru karlar í meirihluta. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra sem tók vel í hugmynd Runólfs um kynjakvóta, tilkynnti á ráðstefnunni að hann hefði í kjölfarið á áformum sínum um að koma á fót gæðavottun jafnra launa ákveðið að skipa hóp til að hrinda þeirri hugmynd í fram- kvæmd. Meðal framsögumanna var Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. Hann dró upp óvægna mynd af fjármálamarkað- inum og sagði að starf í fjármála- heiminum væri „fjölskylduóvænsti vettvangur sem um getur.“ Ólafur Stephensen, aðstoðarrít- stjóri Morgunblaðsins, talaði um fæðingarorlof og benti á þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefði átt sér stað í samfélaginu varðandi fæðingarorlof feðra. Hann sagði að ef kynjamisrétti yrði útrýmt af heimilum og hlutverk karla og kvenna yrðu þau sömu þar væri fótunum kippt undan þeim sem héldu því fram að ástæða fyrir launamisrétti væri tilkomin vegna mismunandi hlutverkaskiptingar kynjanna. Samdóma álit flestra þeirra sem fluttu erindi á fundinum var að ef jafnrétti ætti að nást í sam- félaginu þyrfti fyrst að ná jafn- rétti á heimilum landsmanna. steinar@frettabladid.is Á KARLARÁÐSTEFNUNNI Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Vigdís var eina konan sem sótti ráðstefnuna. Fyrsta karlaráðstefnan um jafnréttismál á Íslandi haldin í gær: Jafnréttið byrjar í eldhúsinu KAÍRÓ, AP Til óeirða kom á nokkr- um kjörstöðum í Egyptalandi eftir að lögregla ákvað að loka þeim. Á þessum stöðum var búist við að stjórnarandstæðingum mundi vegna vel. Lokaumferð egypsku þingkosn- inganna fór fram í gær og er óhætt að segja að víða hafi verið heitt í kolunum. Lögregla lét loka nokkr- um kjörstöðum þar sem félagar í Bræðralagi múslima höfðu verið aðsópsmiklir. Í bænum Kafr el- Sheik, sem er við óshólma Nílar, var skotið á kjósendur með þeim afleið- ingum að einn lést og sextíu særðust. Í nálægu þorpi sættu starfsmenn í kjördeildum barsmíðum öryggis- sveita. Kjósendur létu aðgerðirnar hins vegar ekki á sig fá heldur klif- ruðu inn um bakglugga á kjörstað og komust þannig í kjörklefa. Formæl- andi innanríkisráðuneytisins sagði aðgerðirnar nauðsynlegar þar sem félagar í Bræðralaginu hefðu efnt til óspekta og fælt kjósendur annarra flokka á brott. Hosni Mubarabak forseti hefur undir þrýstingi frá Bandaríkjun- um komið á fót nokkrum lýðræðis- umbótum. Velgengi frambjóðenda Bræðralagsins í fyrstu tveimur umferðunum er sögð hafa skotið valdhöfunum skelk í bringu og því hefur verið gripið til þessara harka- legu aðgerða. - shg Þriðja og síðasta umferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær: Lögreglusveitir lokuðu kjörstöðum KLIFRAÐ Á KJÖRSTAÐ Kjósendur í Bussat létu það ekki á sig fá þótt aðaldyrum kjörstaðarins hefði verið lokað heldur skriðu þeir inn um glugga baka til og greiddu atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.