Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 86

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 86
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR70 Sigurganga bókarinnar Myndin af pabba - saga Thelmu heldur áfram og nær nú einnig út í heim. Sænska forlagið Bra Böcker hefur ákveðið að gefa hana út í Svíþjóð. „Við seldum hana í gær,“ segir Valgerður Benediktsdóttir á réttindastofu Eddu, en bókin var kynnt alþjóðlega á bókamessunni í Frankfurt. „Við höfum einnig fengið góð viðbrögð frá Dan- mörku og Þýskalandi. Þetta er saga sem hefur alþjóðlega skír- skotun og gæti í raun gerst hvar sem er,“ bætir Valgerður við. Bra böcker gefur einnig út Kristínu Marju Baldursdóttir í Svíþjóð ásamt bæði sönnum sögum og skáldsögum. Útgefandi hennar tók Thelmu fagnandi, með orðunum: „Thelma er hug- rökk og andlega hvetjandi. Mér líður eins og ég sé að skrifa undir samning við Nóbelsverðlauna- hafa.“ Eitt af því sem vakti áhuga útgefanda var að sögn Valgerðar hversu miklu bókin hefur breytt í íslensku samfélagi. „Þær hjá Stígamótum segja að fleiri þori að leita til þeirra nú en áður.“ Fleiri hafa hlaðið bókina lofi. „Forstjóri barnaverndar- stofu sagði í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins að þegar hann hefði lesið bókina hefði hann verið stoltur af að hafa valið sér þetta ævistarf. Einnig lagði Karl Sigurbjörnsson biskup út frá bókinni í messu á sunnudaginn þegar hann talaði um vonina.“ Telma var kjörin kona ársins hjá Nýju Lífi og virðist því sem sorgarsaga hennar eigi eftir að fá hamingjusaman endi. Valgerð- ur segir að lokum: „Bókin var ekki seld vegna þess að hún er íslensk heldur vegna þess að hún er góð bók. Það er ánægjulegt að hún skuli einnig vera að fá vængi utan landsteinanna.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 LÁRÉTT 2 félagi 6 tímaeining 8 óhróður 9 gogg 11 skóli 12 dingla 14 lúkar 16 í röð 17 forskeyti 18 fiskur 20 í röð 21 samlagningarmerki. LÓÐRÉTT 1 nálægð 3 utan 4 misseristal 5 svelgur 7 óstöðuglyndur 10 hamfletta 13 prjónavarn- ingur 15 formóðir 16 fjör 19 þreyta. LAUSN LÁRÉTT: 2 máti, 6 ár, 8 níð, 9 nef, 11 ma, 12 dilla, 14 káeta, 16 tu, 17 sam, 18 áll, 20 lm, 21 plús. LÓÐRÉTT: 1 nánd, 3 án, 4 tímatal, 5 iða, 7 reikull, 10 flá, 13 les, 15 amma, 16 táp, 19 lú. Við stöllurnar vorum á leiðinni út að skemmta okkur fyrir stuttu. Ein var að klæða sig og hinar að endurbæta meiköppið áður en haldið væri út. Hver á fætur annarri kom með innskot um hvað hún væri með flatan rass, hvað hún þoldi ekki magann á sér, hvað varirnar væru litlar og hvað hárið væri úfið. Eftir að hafa skotið nokkrum inn í sjálf áttaði ég mig á því að þetta var eins og heil sinfónía kvartana og við vorum allar í bandinu. Ég tók mig til og ákvað að þegja eitt augnablik og hlusta. Þetta var hrikalegt, þessar líka svakalegu skutlur töluðu eins og þær væru litlir og feitir karlar að reyna að vera kvenlegir. Við frekari pælingar áttaði ég mig á því að við gerum þetta allar. Ég er lítið fyrir alhæfingar sem þessar en ég get svarið það að ég hef aldrei hitt konu sem er fullkomlega sátt við sjálfa sig. Það er alltaf eitthvað of þetta og of hitt. Og þessir komplexar sem við höfum allar eru svo merkilegir í okkar augum að maður leggur virkilega krók á leið sína til að enginn annar taki eftir þeim. Ég get sagt ykkur það að minn helsti komplex er prófíllinn minn, eða vangasvipurinn. Þetta vanda- mál á rætur sínar að rekja til dagsins sem ég skoð- aði mig fyrst vandlega á hlið. Ég hef sennilega verið um tólf ára gömul þegar atvikið átti sér stað. Alla tíð síðan hef ég vandað mig við að láta karlmenn sem mér finnst spennandi aðeins sjá beint framan í mig. Ef ég sest við borð á kaffihúsi passa ég mig á því að frá hans sjónarhorni sjái hann mig ekki í prófíl. Þetta náttúrlega jaðrar við geðveiki. Það fyndna við þetta allt saman er að fólk sér ekki svona hluti. Hver heldur þú eiginlega að sitji og pæli í því hvað einhver sé með fyndinn prófíl? Ef karlmanni finnst kona falleg setur hann sig sjaldnast í stellingar og veltir svona hlutum fyrir sér. Nú, og ef hann gerir það er hann álíka geðveikur og konan sjálf. Það er hins vegar staðreynd að óöryggi skín í gegn hjá fólki. Það er einmitt sá hlutur sem fólk tekur eftir. Mér finnst fátt eins lítið sexí og maður sem er óöruggur með sjálfan sig og lætur það sjást. Oftar en ekki eru það þessir litlu vankantar sem manni þykja sjarmerandi. Þess vegna ætti fólk ekki endalaust að vera að rembast við að fela hluti sem hvort eð er enginn tekur eftir. Það skilar sér nefnilega þannig að manni finnst manneskjan minna aðlaðandi fyrir vikið frekar en hitt. Málið er að vera ánægður með það sem maður hefur og láta það sjást. Vitiði til, það virkar! REYKJAVÍKURNÆTUR HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST KONUR VERA MEÐ ALLT OF MARGA KOMPLEXA. Óöryggi er lítið sexí Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hefur verið valin til sýningar á Sundance-kvik- myndahátíðinni sem fram fer í Park City í Utah dagana 19.-29. janúar. Það er Sigurjón Sighvatsson sem framleiðir myndina ásamt Baltasar en Forest Whitaker og Julia Stiles leika aðalhlutverkin. Þetta er mikill heiður þar sem Sundance-hátíðin er ein sú allra stærsta í kvikmynda- geiranum. Hún var stofnuð af hinum heimsfræga kvikmyndaleik- ara Robert Redford til að styðja við sjálfstæða kvikmyndagerð en nafn- ið er einmitt fengið frá einni þekkt- ustu kvikmynd leikarans, Butch Cassidy and the Sundance Kid. A Little Trip to Heaven var frum- sýnd á Toronto-hátíðinni fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur Baltasar verið að breyta henni lítillega en myndin fékk misjafnar viðtökur gagnrýn- enda í Kanada. Baltasar sér þó ekki eftir að hafa farið með myndina á hátíðina því honum fannst mjög mikilvægt að fá viðbrögð áhorfenda úr sal. „Það voru hlutir í myndinni sem ég vildi að kæmu skýrar í gegn. Við vildum prófa hana á fólki og finna það á salnum hvernig hann tæki henni,“ útskýrir Baltasar og bætir jafnframt við að svona vinnu- ferli tíðkist erlendis en ekki sé mikil hefð fyrir þessu hér á landi. A Little Trip verður sýnd í „Premier“-flokknum en í honum eru sýndar myndir sem mikils er ætlast til af. Í ár verða leikstjórar á borð við Wim Wenders, Michel Gondry og Jonathan Demme með myndir í þessum flokki. „Hafið var á sínum tíma í World Premier- flokknum á hátíðinni en aðstand- endur hennar vildu fá okkur í þennan flokk og við vildum sjálf- ir vera í honum,“ segir Baltasar en hann er fyrsti íslenski leik- stjórinn sem boðin er þátttaka í þessum flokki. „Sundance-hátíð- in er stærsta kvikmyndahátíð Bandaríkjanna og feikilega öflug fyrir sölu og kynningu,“ bætir leikstjórinn við en það var Jeff Gilmore, yfirmaður hátíðarinn- ar, sem kom að máli við Sigurjón eftir frumsýningu myndarinnar í Toronto og lagði til að hún yrði einnig sýnd á Sundance-hátíð- inni. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi 26. desember og segist leikstjórinn vera spenntur fyrir að sýna löndum sínum afraksturinn. Hann segir pressuna ekkert meiri en venjulega en miklar vænt- ingar eru bundnar við myndina. „Það verður gaman að sjá hvernig Íslendingar bregðast við henni en myndin er allt öðruvísi en það sem ég hef áður verið að gera.“ freyrgigja@frettabladid.is A LITTLE TRIP TO HEAVEN: Í PREMIER FLOKKINN Á SUNDANCE HÁTÍÐINNI Breytingar á myndinni frá Toronto BALTASAR OG FOREST WHITAKER Baltasar er fyrsti íslenski leikstjórinn sem boðin er þátttaka í Premier-flokki Sundance-hátíðarinnar en þar verður hann með leikstjórum á borð við Michel Gondry sem síðast gerði Eternal Sunshine of the Spotless Mind. HRÓSIÐ ...fær Inga Lísa Middleton fyrir jóladagatalið Galdrabókina. Thelmu líkt við Nóbelsverðlaunahafa [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Á flugi til frelsis. 2 Hálft tonn af matvælum. 3 Roger Moore. THELMA Bók hennar og Gerðar Kristnýjar verður nú gefin út í Svíþjóð. DV o g H er ef or d ste ikh ús b jóð a 2 f 1 út að b or ða (Sj á n án ar in ni í bl að in u) ( j i i í l i ) Ólafur Ragnar Fékk bæklinga um leiseraðgerð Fyrir Eftir í b íó DV2x10 - lesið 1.12.2005 19:30 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.