Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 80

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 80
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR64 Í desember 1995 féll svokallað- ur Bosman-dómur sem reyndist mikill örlagavaldur fyrir knatt- spyrnuna í Evrópu. Frjálst flæði leikmanna innan Evrópusam- bandsins gerði það að verkum að félög töpuðu „eignarréttinum“ á leikmönnunum og þegar samning- ar runnu út gátu þeir farið án allra skuldbindinga. Þeir voru ekki lengur þrælar félaganna og gátu um frjálst höfuð strokið. Forsaga málsins er sú að belg- íski leikmaðurinn Jean Marc Bos- man vildi komast frá belgíska lið- inu Standard Liege til fransks liðs árið 1990. Samningur Bosmans við Standard Liege var útrunninn og vildi félagið fá upphæð fyrir leikmanninn sem franska félagið var ekki tilbúið að greiða. Bos- man fór í mál við belgíska liðið og fimm árum síðar úrskurðaði dómstóll Evrópusambandsins að honum hefði verið frjálst að fara því það samrýmdist reglum um frjálst flæði vinnuafls. Með öðrum orðum voru íþróttir skilgreindar eins og hver önnur atvinnustarf- semi innan Evrópusambandsins. Forráðamenn félaga fóru á límingunum og þeir svartsýnustu héldu því fram að þetta hefði í för með sér endalok fótboltans. Hins vegar fögnuðu leikmenn um alla Evrópu. Þeir voru ekki lengur þrælar félaganna. En knattspyrnuheimurinn var ótrúlega fljótur að aðlagast þessu nýja umhverfi sem varð til á einni nóttu. Félögin áttuðu sig strax á því að það borgaði sig að gera lengri samninga við leikmenn og greiða þeim hærri laun. Í kjölfarið kom launaskrið sem enn sér ekki fyrir endann á. Ísland fer eigin leiðir Áhrif Bosman-dómsins á Íslandi voru mikil. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir helstu afleiðinguna hafa verið atgervisflótta íslenskra knatt- spyrnumanna. „Við lok síns samningstíma gátu íslenskir leikmenn farið til útlendra félaga án greiðslu og þeir eru margir sem hafa nýtt sér það. Svo langt gekk þetta að íslenskir leikmenn fengu leiðbeiningar frá erlendum umboðsmönnum þess efnis að láta samningana renna út því þá ættu þeir meiri möguleika á að komast í atvinnumennsku. Þarna voru íslensk félög hlunnfar- in um eðlilegar bætur. Þetta var mikil breyting og kom sér illa hér sem annars staðar, félögin stóðu algjörlega berskjölduð enda kom Bosman-dómurinn öllum á óvart. Eftir þetta ákvað UEFA að fylgj- ast betur með dómsmálum Evr- ópusambandsins,“ segir Geir. Þar sem íslenski knattspyrnu- m a r k a ð u r i n n er agnarsmár á alþjóðlegan mæli- kvarða ákvað k n a t t s p y r n u - hreyfingin að fara eigin leiðir. Í þeim tilfellum þar sem samning- ar knattspyrnu- manna renna út og þeir fara í kjölfarið á milli liða var ákveðið að taka upp „bóta- kerfi“ þar sem félög fá greiðslur fyrir leikmenn sem þau missa. Leikmenn falla undir stuðla sem lúta ákveðnum reglum. Hæsta greiðsla fyrir leikmann, sem er með stuðulinn 10, er 700.000 kr. Þá þarf leikmaður að vera 29 ára eða yngri, hafa leikið helming af A-landsleikjum Íslands undanfar- in fjögur ár eða að minnsta kosti tuttugu A-landsleiki. Lægsti stuð- ull gefur 70.000 kr. „Þótt stuðlakerfið sé ekki í takt við Bosman-dóminn er sátt um það í knattspyrnuhreyfingunni. Þetta kerfi er séríslenskt fyrirbrigði og þekkist hvergi annars staðar,“ segir Geir. Neikvæð umræða um Bosman-leik- menn Eftir að Bosman-dómurinn féll var ótrúlega neikvæð umræða um þá leikmenn sem notfærðu sér rétt sinn þegar samningar runnu út og fóru til annarra liða. Þeir voru svartmálaðir í fjölmiðlum. Á sumum vígstöðvum voru við- brögðin afar hörð. „Allir leikmenn sem stinga af til útlanda og misnota þannig kerf- ið á að setja á svartan lista,“ var haft eftir einum stjórnarformanni í sænsku úrvalsdeildarfélagi á sínum tíma. Svíinn Christer Fursth var sá fyrsti í Svþjóð sem notfærði sér Bosman-dóminn þegar hann yfir- gaf Helsingborg í janúar 1997 og fór til Köln í Þýskalandi. Sænskt dagblað setti mynd af Fursth á forsíðuna undir fyrisögninni „Á svörtum lista“. Fursth fékk að heyra að hann hefði selt sig eins og hóra. Bosman varð eins konar skammaryrði og leikmenn sem „léku á kerfið“ voru litnir horn- auga. En með árunum hefur þetta viðhorf breyst og samningslausir leikmenn eru hluti af tilverunni. Nýjasta dæmið er Valsmaðurinn Baldur Aðalsteinsson. Hann nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við Val í þeim tilgangi einum að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Samningslausir íslenskir leikmenn virðast eiga auðveldara með það. Bosman-dómurinn hefur vissu- lega gert smærri liðum erfiðara fyrir því þeim gengur mun verr að halda leikmönnum. Hins vegar hafa minni félögin notið góðs af því að fá „ókeypis“ samningslausa leikmenn. Góðir samningslausir leikmenn kosta hins vegar sitt því þeir fá oftar en ekki væna fúlgu við undirritun samnings. Eitt þekktasta dæmið um „Bos- man-tilfelli“ er Sol Campbell, varnarmaður Arsenal. Samning- ur hans við Tottenham rann út vorið 2001 en um sumarið samdi hann við Arsenal án þess að félag- ið þyrfti að borga krónu fyrir hann. Stuðningsmenn Tottenham kölluðu hann Júdas og Campbell varð fyrir aðkasti. Annað dæmi: Steve McManaman frá Liverpool til Real Madrid 1. júlí 1999. Stuðn- ingsmönnum Liverpool varð ansi heitt í hamsi þegar gulldrengur- inn yfirgaf Anfield. Leikmenn sem eru á síðasta ári samnings standa vel að vígi því séu þeir virkilega góðir teygja félögin sig ansi langt í nýrri samningsgerð. Útistandandi kröfur vegna þjálfun- arbóta Knattspyrnusamband Evrópu hefur komið til móts við svokölluð uppeldisfélög leikmanna. Frá 1. september 2001 fá félög þjálfunar- og samstöðubætur fyrir leikmenn sem eru samningslausir en halda að þeim tíma loknum í atvinnu- mennsku. Í stuttu máli eiga upp- eldisbætur að virka þannig að leikmaður sem alist hefur upp hjá sama félaginu til 23 ára ald- urs og fer að þeim tíma í atvinnu- mennsku mun skila „uppeldisliði“ sínu allt að 300 þúsund evrum eða rétt tæpum 25 milljónum króna. En hefur þetta verið raunin? „Það hefur að minnsta kosti þurft þrautsegju og þolinmæði til að innheimta þessar bætur og gengið á ýmsu. Bæturnar hafa virkað fyrir íslensk félagslið en þeim hefur gengið illa að sækja þær og kostað töluverða vinna. Nokkuð hefur verið um útistand- andi kröfur. Í dag eru eitt eða tvö félög sem bíða eftir bótum,“ segir Geir. Þegar Grétar Rafn Steinsson fór fyrst til Sviss og var svo seld- ur til Hollands í haust fengu ÍA og móðurfélagið KS samstöðubætur. Geir segir að í þessu tilfelli hafi þjálfunar- og samstöðubótakerfið virkað vel og bæturnar skilað sér óvenju fljótt til félaganna. Ein afleiðing Bosman-dómsins er uppgangur umboðsmanna sem eru sakaðir um að maka krókinn og græða á tá og fingri því leik- menn ganga kaupum og sölum sem aldrei fyrr og upphæðirnar eru nánast orðnar stjarnfræðileg- ar. Áður fyrr sömdu félögin sín í milli um söluverð, nú hafa allir leikmenn eigin umboðsmenn. Sænski landsliðsmaðurinn Zlat- an Ibrahimovic setti umboðsmenn í ákveðið samhengi þegar hann lét hafa eftir sér þegar hann fór til Juventus á síðasta ári að „umboðs- menn eru til að selja lélega knatt- spyrnumenn. Stóru félögin hafa beint samband við mig.“ NÆST: MEISTARADEILDIN UMDEILD GULLNÁMA Heimildir: Guardian, Göteborgs-Posten, Independent, Dagens Nyheter, BBC, Reuters, DN, Sky News o.fl. Bosman-dómurinn afnam þrælahald Bosman-dómurinn árið 1995 gjörbreytti landslaginu í Evrópuboltanum. Leik- menn höfðu verið þrælar og eign félaganna en voru nú lausir allra mála þegar samningar runnu út. Íslensk knattspyrnuhreyfing fór eigin leiðir og tók upp bótakerfi sem á enga hliðstæðu í Evrópu. MAÐURINN SEM LEIKMENN EIGA MIKIÐ AÐ ÞAKKA Jean Marc Bosman réðst gegn kerfinu og hafði sigur. Um leið breyttist landslagið í knattspyrnuheiminum algjörlega og leikmenn í dag geta gert hagstæðari samninga en ella þökk sé þessum manni sem aldrei var sérstakur knattspyrnumaður sjálfur. Það að ráðast gegn kerfinu gerði hann gjaldþrota en knattspyrnumenn komu honum til bjargar með styrkjum og góðgerðarleik. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS UPPELDISFÉLÖGIN GRÆDDU Á GRÉTARI Þegar Grétar Rafn Steinsson var seldur til AZ Alkmaar í Hollandi fengu bæði KS og ÍA uppeldisbætur fyrir strákinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆDDI VEGNA BOSMAN-DÓMSINS Sol Campbell ákvað að klára samning sinn við Tottenham og fara til annars félags án greiðslu. Fyrir vikið fékk hann mun betri laun en ef hann hefði verið seldur frá Spurs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÍÞRÓTTIR ÞORSTEINN GUNNARSSON Knattspyrna í nýju ljósi – 4. hluti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.