Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 45
20%
afsláttur
af öllum
pilsum
föstudag til
laugardags
Fyrir verðandi
mæður og börn
www.tvolif.is
Jólamarkaður Sólheima er
staðsettur á Laugavegi 45 og
er kjörinn staður fyrir jóla-
innkaupin en með gjöfum
framleiddum á Sólheimum er
hægur leikur að gefa tvisvar
því allur ágóði sölunnar rennur
til hins metnaðarfulla starfs
sem rekið er á Sólheimum.
Á Laugavegi 45, sem er hornið á
Laugavegi og Frakkastíg, er jóla-
markaður Sólheima. Markaður-
inn opnaði um miðjan nóvember
og er opinn alveg fram að jólum,
allt fram á aðfangadag og fylgir
opnunartíma annarra verslana En
á jólamarkaðnum er seld fram-
leiðsla úr hinum ýmsu smiðjum
sem eru starfræktar á Sólheimum,
en þar er kertagerð, trésmiðja,
leirgerð, jurtastofa, vefstofa og
listasmiðja. Einnig eru þar til sölu
vörur frá Garðyrkjustöðininni
Sunnu en hún er einmitt staðsett
á Sólheimum.
Sveinbjörn Pétursson rekur
verslunina Sunnu á Sólheimum
en hann hefur umsjón með jóla-
markaðnum og sér um rekstur
hans. „Fólk er almennt mjög hrif-
ið af vörunum hérna, en hér er
mjög gott úrval af jólagjöfum, svo
erum við með marga fastakúnna
sem koma á markaðinn ár eftir ár
og leggja okkur lið,“ segir Svein-
björn.
Mikilvægt er að taka fram að
allur ágóði af sölu á markaðnum
rennur til starfsemi Sólheima. Á
Sólheimum er einnig starfrækt
verslun með vörur frá Sólheimum.
Það er versluninn Vera en hún er
opin á sumrin á milli 10 og 18 alla
daga en yfir vetrartímann milli
15 og 18 virka daga. En verslunin
þjónar líka hlutverki sem þjón-
ustumiðstöð fyrir íbúa Sólheima.
„Svo rennur auðvitað allur ágóði
af okkar sölu til starfsemi Sól-
heima.“
Gefið tvisvar með
jólagjöfunum
Í miðbænum má finna þó nokkur
reyklaus kaffi- og veitingahús og fer
þeim sífellt fjölgandi. Þau eru kjörin
fyrir þá sem eru þreyttir á reykmett-
uðum kaffihúsum og kjósa hreint
loft en einnig fyrir barnafólk eða þá
sem þola illa tóbaksreyk.
Hér á eftir er listi yfir þau reyklausu
kaffihús sem má finna í 101 Reykja-
vík. Athugið að listinn er hugsanlega
ekki tæmandi
en hann er
samkvæmt
bestu
vitneskju
tóbaksvarna-
ráðs. Lista yfir
önnur reyk-
laus kaffi- og
veitingahús er
að finna á www.lydheilsustod.is.
Á næstu grösum - Laugavegi
Carpe Diem - Rauðarástíg
Galbi restaurant - Barónsstíg
Grænn kostur - Skólavörðustíg
Hótel Holt - Bergstaðastræti
Kaffihúsið Garðurinn – Klapparstíg
Kaffihús Iðu – Lækjargötu
Kaffi Hljómalind – Laugavegi
Kaffitár – Bankastræti
Matur og menning – Hverfisgötu
Núðluhúsið - Vitastíg
Salatbarinn hjá Eika - Pósthússtræti
Segafredos – við Lækjartorg
Siggi Hall á Óðinsvéum - Þórsgötu
Súfistinn - Laugavegi
Te og kaffi – Laugavegi
Veitingahúsið Tveir fiskar - Geirsgötu
Ömmukaffi – Austurstræti
kaffihús }
Að fá bílastæði í miðbænum hefur
ætíð verið ákveðið vandamál. Nú
horfir til betri vegar í þeim málum
þar sem nýlega var opnað nýtt
bílastæðahús þar sem Stjörnubíó
var á Laugavegi. Húsið, sem opnað
var þann 26. nóvember síðastliðinn,
hefur 193 ný bílastæði. Með tilkomu
hússins hafa bílastæðamál á mið-
bæjarsvæðinu því batnað svo um
munar. Það kemur sér vel á þessum
tíma árs þar sem jólaörtröðin er rétt
handan við hornið.
Bílastæða-
hús eru á
sjö stöðum í
miðborginni.
Þau eru í ráð-
húskjallaranum,
í Tjarnargötu, á
Vesturgötu 7,
í Kolaportinu
og á Bergstöð-
um. Einnig eru
bílastæði í kjall-
aranum á Berg-
stöðum. Þá eru
bílastæðahús í
Pósthússtræti
13, á Traðartorgi
og að lokum á
Vitatorgi.
Bílastæða-
húsin í miðborginni eru opin allan
sólarhringinn þeim sem fjárfesta
í sérstöku mánaðarkorti. Verðið á
kortunum er mismunandi eftir því
hvort bílar eru geymdir í bílastæða-
húsunum á daginn, kvöldin eða á
nóttinni. Einnig er verðið breytilegt
eftir bílastæðahúsum. Geymslu-
gjaldið er hæst í ráðhúskjallaranum
eða tæplega 10.000 kr. á mánuði
ef keypt er dýrasta mánaðarkortið.
Sams konar kort er hins vegar ódýr-
ast á um 4.000 kr. á Bergstöðum.
Einnig er hægt að kaupa tímakort
sem hentar flestum sem eru að fást
við jólainnkaupin í miðbænum. Þar
er sama verðið í öllum húsum, þ.e.
80 krónur fyrir fyrstu klukkustund-
ina og síðan 50 krónur fyrir hvern
klukkutíma eftir það.
Bílastæðahúsin verða opin allan
sólarhringinn fyrir þá viðskiptavini
sem hafa fjárfest í mánaðarkorti.
Hins vegar verða þau höfð opin
einni klukkustund lengur en verslanir
í miðbænum yfir jólahátíðina.
Bílastæðahús
miðborgarinnar
NÝTT BÍLASTÆÐAHÚS ER RISIÐ VIÐ
LAUGAVEG.
Best er að greiða
í stöðumæli til að
þurfa ekki að greiða
sekt.
[ ]
Handsmíðaða skartið
hennar Önnu Maríu
...um mat
á föstudögum í Fréttablaðinu.
Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“
Síminn er 550-5000
markvissar auglýsingar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
PR
E
28
02
3
0
4/
20
05
Reyklausir staðir
NÓG ER AF REYKLAUSUM KAFFI- OG
VEITINGAHÚSUM Í REYKJAVÍK.
er á morgun í miðbænum. Búðirnar opna ýmist tíu eða ellefu og eins og
nafnið gefur til kynna er opið lengur eða til klukkan fimm.
Langur laugardagur
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1