Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 45
20% afsláttur af öllum pilsum föstudag til laugardags Fyrir verðandi mæður og börn www.tvolif.is Jólamarkaður Sólheima er staðsettur á Laugavegi 45 og er kjörinn staður fyrir jóla- innkaupin en með gjöfum framleiddum á Sólheimum er hægur leikur að gefa tvisvar því allur ágóði sölunnar rennur til hins metnaðarfulla starfs sem rekið er á Sólheimum. Á Laugavegi 45, sem er hornið á Laugavegi og Frakkastíg, er jóla- markaður Sólheima. Markaður- inn opnaði um miðjan nóvember og er opinn alveg fram að jólum, allt fram á aðfangadag og fylgir opnunartíma annarra verslana En á jólamarkaðnum er seld fram- leiðsla úr hinum ýmsu smiðjum sem eru starfræktar á Sólheimum, en þar er kertagerð, trésmiðja, leirgerð, jurtastofa, vefstofa og listasmiðja. Einnig eru þar til sölu vörur frá Garðyrkjustöðininni Sunnu en hún er einmitt staðsett á Sólheimum. Sveinbjörn Pétursson rekur verslunina Sunnu á Sólheimum en hann hefur umsjón með jóla- markaðnum og sér um rekstur hans. „Fólk er almennt mjög hrif- ið af vörunum hérna, en hér er mjög gott úrval af jólagjöfum, svo erum við með marga fastakúnna sem koma á markaðinn ár eftir ár og leggja okkur lið,“ segir Svein- björn. Mikilvægt er að taka fram að allur ágóði af sölu á markaðnum rennur til starfsemi Sólheima. Á Sólheimum er einnig starfrækt verslun með vörur frá Sólheimum. Það er versluninn Vera en hún er opin á sumrin á milli 10 og 18 alla daga en yfir vetrartímann milli 15 og 18 virka daga. En verslunin þjónar líka hlutverki sem þjón- ustumiðstöð fyrir íbúa Sólheima. „Svo rennur auðvitað allur ágóði af okkar sölu til starfsemi Sól- heima.“ Gefið tvisvar með jólagjöfunum Í miðbænum má finna þó nokkur reyklaus kaffi- og veitingahús og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau eru kjörin fyrir þá sem eru þreyttir á reykmett- uðum kaffihúsum og kjósa hreint loft en einnig fyrir barnafólk eða þá sem þola illa tóbaksreyk. Hér á eftir er listi yfir þau reyklausu kaffihús sem má finna í 101 Reykja- vík. Athugið að listinn er hugsanlega ekki tæmandi en hann er samkvæmt bestu vitneskju tóbaksvarna- ráðs. Lista yfir önnur reyk- laus kaffi- og veitingahús er að finna á www.lydheilsustod.is. Á næstu grösum - Laugavegi Carpe Diem - Rauðarástíg Galbi restaurant - Barónsstíg Grænn kostur - Skólavörðustíg Hótel Holt - Bergstaðastræti Kaffihúsið Garðurinn – Klapparstíg Kaffihús Iðu – Lækjargötu Kaffi Hljómalind – Laugavegi Kaffitár – Bankastræti Matur og menning – Hverfisgötu Núðluhúsið - Vitastíg Salatbarinn hjá Eika - Pósthússtræti Segafredos – við Lækjartorg Siggi Hall á Óðinsvéum - Þórsgötu Súfistinn - Laugavegi Te og kaffi – Laugavegi Veitingahúsið Tveir fiskar - Geirsgötu Ömmukaffi – Austurstræti kaffihús } Að fá bílastæði í miðbænum hefur ætíð verið ákveðið vandamál. Nú horfir til betri vegar í þeim málum þar sem nýlega var opnað nýtt bílastæðahús þar sem Stjörnubíó var á Laugavegi. Húsið, sem opnað var þann 26. nóvember síðastliðinn, hefur 193 ný bílastæði. Með tilkomu hússins hafa bílastæðamál á mið- bæjarsvæðinu því batnað svo um munar. Það kemur sér vel á þessum tíma árs þar sem jólaörtröðin er rétt handan við hornið. Bílastæða- hús eru á sjö stöðum í miðborginni. Þau eru í ráð- húskjallaranum, í Tjarnargötu, á Vesturgötu 7, í Kolaportinu og á Bergstöð- um. Einnig eru bílastæði í kjall- aranum á Berg- stöðum. Þá eru bílastæðahús í Pósthússtræti 13, á Traðartorgi og að lokum á Vitatorgi. Bílastæða- húsin í miðborginni eru opin allan sólarhringinn þeim sem fjárfesta í sérstöku mánaðarkorti. Verðið á kortunum er mismunandi eftir því hvort bílar eru geymdir í bílastæða- húsunum á daginn, kvöldin eða á nóttinni. Einnig er verðið breytilegt eftir bílastæðahúsum. Geymslu- gjaldið er hæst í ráðhúskjallaranum eða tæplega 10.000 kr. á mánuði ef keypt er dýrasta mánaðarkortið. Sams konar kort er hins vegar ódýr- ast á um 4.000 kr. á Bergstöðum. Einnig er hægt að kaupa tímakort sem hentar flestum sem eru að fást við jólainnkaupin í miðbænum. Þar er sama verðið í öllum húsum, þ.e. 80 krónur fyrir fyrstu klukkustund- ina og síðan 50 krónur fyrir hvern klukkutíma eftir það. Bílastæðahúsin verða opin allan sólarhringinn fyrir þá viðskiptavini sem hafa fjárfest í mánaðarkorti. Hins vegar verða þau höfð opin einni klukkustund lengur en verslanir í miðbænum yfir jólahátíðina. Bílastæðahús miðborgarinnar NÝTT BÍLASTÆÐAHÚS ER RISIÐ VIÐ LAUGAVEG. Best er að greiða í stöðumæli til að þurfa ekki að greiða sekt. [ ] Handsmíðaða skartið hennar Önnu Maríu ...um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05 Reyklausir staðir NÓG ER AF REYKLAUSUM KAFFI- OG VEITINGAHÚSUM Í REYKJAVÍK. er á morgun í miðbænum. Búðirnar opna ýmist tíu eða ellefu og eins og nafnið gefur til kynna er opið lengur eða til klukkan fimm. Langur laugardagur 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.