Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 54
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR38 verð frá 4.490,- 12.490,- F11 RV2045_2dx150 Pillivuyt 29.6.2005 9:01 Page 1 Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús FRANCEP U IL VLI YT Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 45 Jólin eru góður tími fyrir vonandi sem flesta, til að gleðjast með börnunum, njóta góðs matar og gjafa, birtu og yls. Æ fleiri sækja messur yfir hátíðarnar, og hlusta á jólaguðspjallið. Mig langar að koma aðeins inn á aðra hlið, sem tengist boðskap jólanna, og sá boðskapur er jafn þarfur allt árið. Til hvers kom Jesús Kristur? Afhverju þurfti sonur Guðs að koma til jarðarinn- ar, hver var aðal kjarninn í boð- skap hans og afhverju þurfti Jesús Kristur, sem sjálfur var syndlaus, að líða óheyrilegar kvalir og deyja svo á krossinum á Golgatahæð? Áður en ég svara þessu, lang- ar mig að geta þess, að boðskap- ur Krists, er svo mikilvægur, að hundruð þúsunda manna og kven- na úti í heimi, eru ofsótt, fangelsuð svo árum og áratugum skiptir, pyntuð, og deydd fyrir trú sína á þennan boðskap. Í sumum löndum veit fólk, að á þeirri stundu, sem það játar trú sína á Jesúm Krist, mun fjölskylda þeirra öll sem eitt, útskúfa viðkomandi, og hann/hún er í sumum löndum réttdræp af ættingjum sínum. Hvað er það í boðskap Krists, sem fær einhvern í slíkum kring- umstæðum til að taka kristna trú? Svarið er syndin, að við mannfólk- ið lifum í synd, og þurfum á frels- ara að halda. Það er mikilvægast í lífinu öllu að skilja þetta, og að gera það sem Biblían segir og fre- sta því ekki. Á morgun gæti það verið of seint fyrir þig. Sá sem brýtur landslög og er sannur að sök er dreginn fyrir dómara og dæmdur til refsingar.Það eru líka til andleg lög sem Guð hefur sett, og brot á þeim hefur þær afleið- ingar að viðkomandi fær sinn dóm. Guð gaf okkur m.a. 10 boð- orð eða lög til að lifa eftir og þau er að finna í 2. Mósebók, kafli 20, versin 2 til 17. Ef Guð dæmir okkur eftir boð- orðunum, þá vitum við að við öll höfum margbrotið boðorðin eða lög Guðs. Ef þú myndir persónulega skoða þitt hjarta og svara því til, hversu mörg boðorð eða lög Guðs hefur þú brotið, hvert yrði þitt svar? Ef Guð dæmir þig svo eftir boðorðum sínum, heldur þú að þú myndir fara til himna þegar þú deyrð? Biblían segir okkur að allir menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Margir á Íslandi í dag segja: það er enginn Guð, - Kristin trú og Biblían er úreld. Ætlar þú að taka sénsinn? Jesús Kristur sagði: Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu, og fagnaðarerindið er þetta að Jesús Kristur kom í heiminn fyrir synduga menn, Hann dó fyrir þínar syndir og reis upp á þriðja degi. Þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert syndugur maður og þarft á Frelsaranum að halda, þá getur þú iðrast, og beðið Hann að fyrirgefa þér þínar syndir og beðið Hann, að verða þinn Herra og Drottinn. Það þýðir m.a. að þú þarft ekki að koma fyrir dóm Guðs. Milljónir manna, kvenna og barna um heim allan geta vitnað um frið sem fyll- ir hjartað við að taka á móti Jesú, frið sem er æðri öllum skilningi, og líka um þá gleði og lífsfyllingu sem fólk upplifir við að fylgja Jesúm Kristi sem Frelsara sínum. Hann er vegurinn sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðurins nema gegnum Hann. Jesús sagði: Hvern þann sem kemur til mín, mun ég alls ekki burtu reka. Gleði- lega Hátíð. Höfundur vinnur að markaðsmálum. Hin hliðin á jólaboðskapnum Sá merki atburður varð í Líber- íu fyrir skemmstu að staðfesting kom um að kona var kjörin forseti landsins. Þetta er í fyrsta sinn, sem þjóð í Afríku velur sér konu til forsetaembættis. Víða var fjallað um málefni landsins vegna þessa. Farið yfir söguna og óeirðir undanfarin ár. Efnahagur landsins væri meira og minna í rúst. Viðtöl voru við Ellen Johnson-Sirleaf. Eitt atriði kom glögglega fram hjá henni. Við verðum að fá menntun nú þegar í fullan gang. Aðeins er fimmti hver einstaklingur læs í Líberíu. „Við komumst ekki áfram til efna- hagslegrar stöðu, NEMA MEÐ MENNTUN“, heyrði ég í viðtali. Sumar hafa hælt fáráðlegri útþenslu utanríkisþjónustu Íslend- inga. Ég hefi margsinnis gagn- rýnt hana og óhóflegt bruðl. Enn vitlausara og vita gagnslaust er að eyða eða henda mörg hundruðum milljóna í tilraun til að fá sæti í tvö ár í „öryggisráðinu“. Þar kast- ar tólfunum í hreinum fánýtum hégóma Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hins vegar vilji menn leggja þessa peninga fram til þess „að rödd Íslands heyrist“ sýnist mér einsætt, að hjálpa Líberíumönn- um með myndarlegu framlagi til menntunar t.d. næstu fimm árin. Á sviði menntunar höfum við afburða fólk og gæti það skipt með sér verkum í Líberíu. Þetta á að bjóða strax. Einnig eru æpandi verkefni á mörgum sviðum í Gvatemala eftir ofsaflóð og gífur- legar hamfarir nýlega. (Það er eins og enginn vilji vita um það). Hættum við ruglið um setuna í tvö ár sem kostar ef til vill allt að eitt þúsund milljónir króna og gefur ekkert af sér nema veisl- ur fyrir toppana, innlenda sem erlenda. Sýnum umheiminum, að blýanturinn er besta vopnið. Gröf- um byssurnar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Blýant í stað byssu UMRÆÐAN UTANRÍKISMÁL JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON Enn vitlausara og vita gagns- laust er að eyða eða henda mörg hundruðum milljóna í tilraun til að fá sæti í tvö ár í „öryggisráðinu“. Þar kastar tólfunum í hreinum fánýtum hégóma Halldórs Ásgrímsson- ar, fyrrverandi utanríkisráð- herra. Nú á tímum siðmenningar hafa þjóð- ir fundið skilvirka aðferð til að taka ákvarðanir og leysa mál. Aðferðina köllum við lýðræði. Í langan tíma hefur nær eingöngu verið notað svo- kallað fulltrúalýðræði, þar sem lög- lega kosnir fulltrúar taka ákvarðanir fyrir fólkið. Nú síðustu áratugina hafa stjórnmálamenn víða um heim færst nær beinu lýðræði, þannig að almenningi gefist kostur á að taka ýmsar ákvarðanir ef ástæða þykir til. Íslenskir stjórnmálamenn virð- ast hinsvegar mjög tregir til að þróa okkar lýðræði í þessa átt. Þeir halda því jafnvel fram að almenningur hafi ekki vit á málefnunum og stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir sem eru á skjön við vilja almenn- ings. Þetta vantraust á almenn- ingi hindraði t.d. kosningaþátttöku kvenna allt fram á síðustu öld. Í dag sættir almenningur sig ekki lengur við gamaldags og afturhaldssaman stjórnunarstíl. Nú eru nýir tímar. Almenningur á að fá að taka beinar ákvarðanir ef hann kýs svo. Fólkið á að fá að komast að ákvarð- anatöku þegar almannahagsmunir eru í húfi. Í flestum sveitarfélög- um á Íslandi er eingöngu fulltrúa- vald. Fulltrúar meirihlutans geta tekið nær hvaða ákvarðanir sem er. Hvorki minnihluti sveitarstjórnar, almenningur né samflokksfólk þei- rra sem sitja í meirihluta hverju sinni geta stöðvað eða breytt ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa. Í sveitarfélagi með 2000 kjósendur gætu 4 íbúar, sem jafnframt eru meirihlutafulltrúar í sveitarstjórn, þannig keyrt í gegn t.d. vonlaust skipulag, jafnvel þrátt fyrir að vitað væri að meginþorri íbúanna væri andvígur þeirri ákvörðun. Þannig geta einstaklingar sem telja má á fingrum annarrar handar og hafa valdaumboð, nýtt völd sín til að hrinda af stað framkvæmdum sem fáir vilja. Er þetta ásættanlegt á tímum upplýsingatækninnar? Nú er komið að nýja tímanum. Flokkar og fulltrúar verða að virða íbúana og almenning. Fulltrúi fólks- ins á að sjálfsögðu að vinna með íbú- unum. Á öllum hinum Norðurlöndun- um eru sveitarstjórnir fjölskipaðar. Sveitarfélag í Noregi með 40 þúsund íbúa er með t.d. 45 bæjarfulltrúa. Sveitarfélag í Svíþjóð með 90 þúsund íbúa er með 65 bæjarfulltrúa. Þarna er hópurinn sem situr í nefndum og tekur þátt í flokkstarfinu og stýrir bæjunum. Þessi stóri bæjarstjórnar- hópur kýs sér bæjarráð 7 til 11 full- trúa. Þá er framkvæmdastjórn t.d. 3 til 5 fulltrúa sem sér um daglegan rekstur. Sú aðferð sem notuð er hér á landi að hafa aðeins 7 til 11 bæjarfulltrúa í bæjum hefur orðið til þess að stjórn- unarstíllinn vill verða einræðislegur og ákvarðanir oft fljótfærnislegar. Meirihlutinn sem aðeins er skipað- ur 4 til 6 mönnum hefur öll völdinn. Einn aðili ræður gjarnan öllu í þeim hópi því hinir telja sér skylt að fylgja honum. Í höfuðborginni okkar eru aðeins 15 borgarfulltrúar. Þeir stýra öllum fagnefndum og stjórnum borg- arinnar og reynslan sýnir að þeir komast engan veginn yfir málin og því verða margar ákvarðanir, þegar þær eru loks teknar, ófaglegar og til- viljunarkenndar. Í tilefni 60 ára afmælis Sambands Íslenskra Sveitarfélaga er boðað til afmælisráðstefnu 2. desember n.k. um staðbundið lýðræði í framtíðar- ljósi. Málefnið er fagnaðarefni og á Sambandið þakkir skyldar fyrir þarft framtak. Ég skora á framboð sem nú eru að undirbúa sveitar- stjórnarkosningar næsta vor að hafa það að markmiði að auka og bæta lýðræði íbúanna. Það þarf að gera bæði með vönduðu vali á fulltrúum og einnig í stefnuskrá. Beint lýðræði á að vera til taks þegar íbúar kjósa svo. Þá eiga íbúar að geta í krafti fjöldans stöðvað mál eða tekið þau upp. Þessi möguleiki gefur aðhald þannig að slæmar og rangar ákvarð- anir verða síður teknar. Þá eigum við að taka upp vinnulag Norður- landanna og fjölga í bæjarstjórnum og gera með því vinnulag þeirra lýð- ræðislegra og faglegra. Þrátt fyrir aukinn kostnað við fjölgunina er líklegt að fjölmennari sveitarstjórn vandi betur ákvarðanir sínar og það spari margfalt hærri fjármuni en nemur auknum kostnaði við fjölgun bæjarfulltrúa. Með almennri tölvunotkun hafa opnast margir möguleikar til ann- arra og betri vinnubragða við stjórn- sýslu ríkis og sveitarfélaga. Nú reyn- ir á að nýta sér þessa nýju tækni til góðs fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álfta- nesi og félagi í Samfylkingunni. Lýðræði eða hvað? ÖRN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM KRISTNI UMRÆÐAN LÝÐRÆÐI KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.