Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 28
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR28 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Þingeyri við Dýrafjörð kúr- ir værðarlega undir gráyrj- óttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkast- ast af sléttum haffletinum. Dýra- fjörðurinn er hvítur yfir að líta, þó ekki alhvítur, það er frekar snjólétt; fjöll engu að síður fann- barin hið efra. Kaldbakur gnæfir yfir til suð- urs en í vestri stendur Mýrafellið stakt einsog útvörður fjarðarins. Við brúna yfir fjörðinn á móts við Ketileyri hópar sig æðarfugl í straumkastinu. Fjarðargata verður Hafnarstræti Þorpið á Þingeyri er langt og mjótt; teygir sig frá eyrinni sjálfri þar sem sagan segir að Dýrafjarðar- þing hafi verið haldið til forna og út með Sandafellinu til austurs. Fjarðargata er lengsta gatan; svo löng að það þarf tvö nöfn á hana, nafnið breytist í Hafnarstræti þegar komið er niður á eyrina. Nýsteiktar kleinur Við ætlum að heilsa upp á eina af þekktustu dætrum Þingeyrar; Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna. Það er ekki þrautalaust að finna húsið hennar; Þingeyrarbúar eru sparir á húsnúmer einsog gerist víða á landinu. Það hefst að lokum og Sólveig tekur á móti okkur af íslenskum rausnarskap; kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum og brauð með hangiketi aukinheld- ur. Húsfreyja gerir lítið úr góð- gerðunum; snertir varla á þeim sjálf, nýtur þess frekar að sjá gestina gera sér þær að góðu. Utan við gluggann eru börn að leik; reyna að renna sér á sleða en það gengur hálfbrösuglega vegna snjóleysis. Hér og hvar er búið að hengja upp jólaljós. Fiskvinna í fimmtíu ár Sólveig hefur búið á Þingeyri síðan hún var tvítug en hún stendur á sjötugu. Og lengst af vann hún í fiskvinnslu. Nú er hún komin á eftirlaun og dagarnir líða hægt. „Það er rólegt og gott að búa hérna, en það er ekkert að hafa fyrir sálina,“ segir hún og hlær íbyggin á svip. Röddin er hrjúf. Hún segir meðalaldur íbú- anna háan. „Þetta er svo mikið sextíu ára og eldra,“ segir hún með hægð. „Þess vegna er svona lítið gert fyrir Þingeyri,“ bætir hún við, „þetta er ónýtt fólk,“ og nú ískrar í henni hláturinn. Hún talar umbúðalaust; er hress og kát og sér iðulega hinar spaugilegu hliðar hlutanna. „Ég segi það sem mér finnst,“ segir hún ákveðin. „Mér er nákvæmlega sama hver á í hlut, ef ég tel mig hafa rétt fyrir mér. Og það má líka segja hvað sem er við mig á móti, ég ræð því hvað ég tek inn á mig.“ Beinagrindin ein eftir Þingeyri sameinaðist byggð- arlögum norðan Dýrafjarðar fyrir nokkrum árum undir nafni Ísafjarðarbæjar. Sólveig seg- ist ekki hafa stutt sameiningu og að margir sjái nú eftir því að hafa samþykkt þetta. „Það er bara búið að éta allt utan af beinagrindinni,“ segir hún hisp- urslaust. „Frá því göngin komu og sameiningin varð, þá er bara ekkert eftir, hvert einasta starf farið til Ísafjarðar. Göngin liggja bara í norður ... ekki suður,“ segir hún fastmælt. Og sem dæmi um það hvern- ig þjónusta hefur minnkað með árunum nefnir hún læknisþjón- ustuna. „Það kemur hér læknir frá Flateyri eða Ísafirði tvisvar í viku og þú verður eiginlega að panta tíma viku eða hálfum mán- uði áður en þú veikist,“ segir hún sposk á svip og skellir svo upp úr. Listakona í höndunum Þegar Sólveig hætti að vinna í frystihúsinu var hún ekki tilbú- in að setjast í helgan stein. Hún fór að dunda við að móta styttur af alls kyns fígúrum og hlutum í leir og fæst líka við að skera úr andlit í fjalir og spýtur auk þess sem hún saumar út. „Ég sit ekki iðjulaus og læt mér leiðast,“ segir hún og það hnussar í henni. Allt ber þetta góðu handverki vott og Sólveig hefur af og til brugðið sér suður til að sýna og selja. Mest segist hún þó gera þetta til gjafa. „Þetta er fínt í jóla- gjafir,“ segir hún og handfjatlar gripina sína af varúð. Langar að fara Sólveig kemur úr stórum syst- kinahópi og þær eru enn fjórar systurnar sem búa á Þingeyri og nokkur barna þeirra líka. Og svo gæti farið að Sólveig og hennar börn færu burt einsog svo margir á undan þeim. „Okkur langar til að fara en hvað verður úr því veit ég ekki,“ segir hún og horfir fjar- rænum augum útum gluggann. ■ Ekkert að hafa fyrir sálina VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR Vagna hóf listsköpun þegar hún hætti launavinnu og mótar fígúrur í leir, sker út í tré og saumar út. Íbúafjöldi 1. desember 2004: 335 Íbúafjöldi 1. desember 2000: 333 Íbúafjöldi 1. desember 1988: 472 Sveitarfélag: Ísafjarðarbær Bæjarstjóri: Halldór Halldórsson Helstu atvinnufyrirtæki: Fjölnir fisk- vinnsla, Véla- og bílaþjónusta Kristjáns, Verslun Dúdda Sigm, Harðfiskverkun Ragnars, Heilsugæslan Skólar: Grunnskólinn á Þingeyri, Leik- skólinn Laufás Vegalengd frá Reykjavík: 429 km um Hvalfjarðargöng ÞINGEYRI Sú var tíðin að fjórar verslanir voru reknar á Þing- eyri. Nú er aðeins ein eftir, sem ber nafn einsog búðir gerðu hér á öldinni sem leið: Dúddabúð. Verslunin er til húsa í gömlu bárujárnsklæddu húsi niður á eyrinni og þar er Ragnar Þórðarson konungur í ríki sínu; kaupmaður í þriðja ættlið. Verslun og veitingahús Ragnar segir reksturinn erfiðan og það sé í raun tóm vitleysa að standa í þessu. „Ég er búinn að basla í þessu í tvö og hálft ár og það sem vantar er eiginlega að fólkið hér á staðnum geri það upp við sig hvort það vill hafa búð hérna eða ekki,“ segir hann mæðulega. Og til að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn heldur hann úti litlum veitingastað eða bar í sama húsnæði. „Það er þetta sem heldur þessu uppi eins og er,“ segir hann um leið og hann afsakar hvað úrvalið á barnum sé fátæklegt. Flutningskostnaðurinn sligar Eitt af því sem Ragnar segir að sé að sliga alla lands- byggðaverslun er flutningskostnaðurinn. „Ég fékk til dæmis þrjátíu kílóa pakka með flugi um daginn og það kostaði sextíu krónur á kílóið og ég fékk tíu kílóa pakka með Flytjanda og það kostaði 166 krónur á kílóið. Þetta er auðvitað bara rugl,“ segir hann og hristir höfuðið. Stofnleið um Suðurfirðina Samgöngumálin eru Ragnari í Dúddabúð hugleikin og hann segir ekkert vit í að halda úti tveimur stofnleiðum frá svæðinu, annars vegar um Djúpið og hins vegar um Suðurfirðina. „Leiðin um Suðurfirðina er og verður styst og ef við einbeitum okkur að því að byggja upp stofnleiðina um Suðurfirðina komast allir Vestfirðingar til Reykjavíkur á þremur tímum,“ segir hann og talar einsog pólitíkus. ATVINNUREKANDINN: RAGNAR ÞÓRÐARSON Í DÚDDABÚÐ Það er tóm vitleysa að standa í þessu ÞINGEYRI Jaðarbyggð í Ísafjarðarbæ sem hefur orðið útundan að sumra sögn. um ›JÓL ALIÐ! Vinningar ver›a afhentir hjá BT Smáralind 19-23.desember milli kl 12-22. 99 kr/skeyti›. Me› flátttöku ertu kominn í SMS klúbb. AÐALAVINNINGUR ER JÓLAPAKKI HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI! 10. hver vinnur eitthva› af flessu hér: MEDION V8 X2 tölvur • PANASONIC heimabíó • Denver DVD spilarar • PANASONIC miniDV tökuvélat • Sony Stafrænar myndavélar • GSM símar • Jólaís Kjörís • PSP tölva • Sony MP3 spilarar • Konfekt frá Nóa Síríus • PlayStation 2 tölvur • Bíómi›ar fyrir tvo á The Family Stone • Fullt af geislaplötum • CocaCola kippur • Fullt af DVD • Víking Malt kippur • Fullt af tölvuleikjum • Frí ADSL áskrift hjá BTnet! að verðmæ ti 550.000,- Sendu SMS skeyti› BT BTF á númeri› 1900 og flú gætir unni›! Vi› sendum flér spurningu tengda BT og jólunum sem flú svarar me› SMS skeyti BT A, B á númeri› 1900. 10. hver vinnur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.