Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 10

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 10
10 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR ÚKRAINA, AP Evrópusambandið samþykkti í gær að lýsa Úkraínu virkt markaðshagkerfi. Þessi viðurkenning er álitin mikilvæg- ur áfangasigur fyrir stefnu Vikt- ors Jústsjenkós forseta á nánari tengsl við ESB, jafnvel fulla aðild. Þetta var tilkynnt á leiðtoga- fundi Úkraínu og ESB í Kíev í gær, en það var fyrsti slíki fundurinn síðan „appelsínugula byltingin“ skilaði Jústsjenkó og samherj- um hans til valda. Forsvarsmenn ESB sögðust á fundinum einnig styðja viðleitni Úkraínu til að fá aðild að Heimsviðskiptastofnun- inni, WTO. ■ edda.is Metsölubók um heim allan Spænsku bóksalaverðlaunin - Besta bók Spánar 2002 „Þeir sem kunna að meta Hundrað ára einsemd og Nafn rósarinnar munu njóta þess að lesa Skugga vindsins.“ Árni Matthíasson, Mbl. „Feiknalega skemmtileg lesning á mörkum ævintýrisins.“ Halldór Guðmundsson, Fbl. „Leggðu allt annað frá þér og lestu fram á rauðanótt.“ Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands „Frábærlega skemmtileg bók ... allir sem kunna að meta óhugnalegar, erótískar, hrífandi, sorglegar og spennandi skáldsögur ættu að hraða sér út í bókabúð.“ Washington Post Þú leggur hana ekki frá þér Leki-göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá kr. 4.990.- DÓMSMÁL Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpssstjóri Útvarps Sögu, segir fjölmiðlamennina Ingva Hrafn Jónsson og Sigurð G. Tómasson skulda útvarpsstöðinni peninga. Í byrjun vikunnar var tekið fyrir einkamál þeirra í Héraðs- dómi Reykjavíkur á hendur henni til greiðslu meintrar launaskuld- ar. Arnþrúður ver sig sjálf þrátt fyrir að vera ólöglærð og kveðst fullviss um að hafa sigur í málinu, en því var frestað fram yfir ára- mót. „Þetta liggur allt ljóst fyrir og vandlega stutt gögnum,“ segir hún og bendir á að þeir félagar fari fram á bónusgreiðslur fyrir auglýsingasölu, en sá fyrirvari hafi verið á að greiðslurnar þyrfti fyrst að samþykkja í stjórn. „Og það var aldrei gert.“ Þá segir Arnþrúður þá félaga ekki hafa staðið við hlutafjáraukn- ingu sem búið hafi verið að sam- þykkja. „Svo færði Ingvi Hrafn fé án heimildar af reikningi stöðv- arinnar og reyndar þurftum við að breyta aðgangsupplýsingum í heimabanka til að stöðva það.“ Ingvi Hrafn og Sigurður vísa því báðir á bug að skulda Arn- þrúði nokkuð og segja málið munu hafa sinn gang fyrir dómstólum. „Um er að ræða launaskuld og allt annað sem Arnþrúður segir er óskiljanlegur skáldskapur. Það er sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir Útvarpi Sögu,“ segir Ingvi Hrafn. - óká Arnþrúður Karlsdóttir er hvergi bangin við málsókn fyrrum félaga á Útvarpi Sögu: Þeir skulda stöðinni stórfé JÚSTSJENKÓ OG BLAIR Snúa bökum saman í Kíev. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leiðtogar Úkraínu og Evrópusambandsins hittast: Áfangasigur forseta ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR Arnþrúður, sem er útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, ver sig sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANDARÍKIN Lögregla í Fort Lauder- dale í Flórída leitar nú ákaft hjóna á þrítugsaldri sem talin eru hafa valdið dauða þriggja mánaða gam- allar dóttur sinnar með því að gefa henni áfengi. Fram kemur á vefsíðu CNN að krufning hafi leitt í ljós að áfeng- ismagn í blóði telpunnar hafi verið 0,47 prómill, eða sexfalt það magn sem bandarísk lög heimila öku- mönnum bifreiða að hafa í blóði sínu. Lifur hennar var auk þess stórskemmd. Talið er að hjónin hafi blandað vodka, sykur, vatn og salt í pela litlu stúlkunnar til að fá hana til að hætta að gráta. ■ Lögregla leitar foreldra: Drápu barnið með áfengi EINANGRUN „Ég er að brenna með fyrstu dýrin upp á stöð,“ sagði Kristín Jóhannesdóttir þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til henar í gær. Þá opnaði hún nýja einangrunarstöð fyrir gæludýr, Einangrunarstöð Reykjanesbæjar, í Höfnum. Kristín sagði að fyrstu dvalargestirnir til að stíga fæti inn í stöðina væru tvær eðaltík- ur, Golden Retriever og Shetland Sheepdog, sem væru að koma frá Bandaríkjunum og Belgíu. Á fyrsta opnunardegi var von á tólf dýrum; þremur köttum og níu hundum. Dvalartími hvers dýrs er einn mánuður. Í fyrs- tu var fyrirhugað að taka inn í stöðina í tveimur hollum en að sögn Kristínar hefur því nú verið breytt þannig að stöðin verður einsetin. Það er gert vegna hest- ainflúensunnar í Bandaríkjunum sem smitast getur í hunda. Stöðin rúmar því 23 hunda og níu ketti í senn. „Það hafa borist margar pant- anir, enda langur biðlisti fyrir- liggjandi,“ sagði Kristín og kvaðst ekki kvíða því að hafa ekki nóg að gera. „Fólk virðis vera mjög ánægt með að hafa stöðina svona nálægt flugvellinum.“ Dýralæknastofa Björgvins Þórissonar sér um eftirlit í stöð- inni. Björgvin sagði að flutning- ur einangrunarstöðvar gæludýra á suðvesturhornið myndi auka öryggi gegn smitsjúkdómum. „Þetta er gott einkaframtak, þar sem ekkert er til sparað,“ sagði Björgvin. „Bæði aðstæð- ur fyrir mannskap og dýr eru til fyrirmyndar. Stór og góð búr, mun stærri en segir til um í reglugerð, og rúmgóð starfsaðstaða.“ - jss Innflutt gælu- dýr í einangrun Fyrstu gestirnir í nýrri einangrunarstöð gæludýra í Reykjanesbæ, sem opnuð var í gær, voru tvær eðaltíkur. Önnur kom frá Belgíu en hin frá Bandaríkjunum. AÐVENTAN Á KÝPUR Kýpur-Grikkir fylgjast með flugeldasýningu eftir að kveikt var á þessu stærðar jólatré á Elefteria-torgi í höfuðborginni Nicosíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Tók sig til og reisti einangrunarstöð fyrir gæludýr sem var formlega tekin í notkun í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.