Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 56
2. desember 2005 FÖSTUDAGUR40
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.088 -0,33% Fjöldi viðskipta: 211
Velta: 3.908 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,10 +1,90% ... Bakkavör
48,10 -0,40% ... FL Group 15,50 -0,60% ... Flaga 4,90 +0,00% ...
HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 16,50 +0,60% ... Jarð-
boranir 24,50 -0,40% ... KB banki 654,00 -0,90% ... Kögun 59,20
+0,00% ... Landsbankinn 23,80 -0,40% ... Marel 63,90 +0,00%
... SÍF 4,13 -0,50% ... Straumur-Burðarás 15,40 -1,30% ... Össur
112,50 +0,50%
MESTA HÆKKUN
Icelandic Group +3,33%
Actavis +1,87%
Atorka Group +0,86%
MESTA LÆKKUN
Straumur -1,28%
KB banki -0,91%
FL Group -0,64%
60%
Þú nærð til rúmlega helmingi fleiri
Íslendinga á aldrinum 20–40 ára með því að
auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar
en atvinnublaði Morgunblaðsins.
AUGLÝSTU
EFTIR STARFSFÓLKI
Á RÉTTUM STAÐ
Lestur sunnudaga*
37%
*20–40 ára Íslendingar. Gallup júní 2005.
Á sunnudögum fylgja bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu
sérblöð inni í aðalblöðunum sem fjalla um atvinnumál.
Rúmlega 60% 20–40 ára Íslendinga fletta ekki sunnudags-
blaði Morgunblaðsins. Láttu ekki fyrirtæki þitt verða af
góðum starfsmanni með því að auglýsa á röngum stað.
Tilkynnt var í gær að Össur hf.
hafi keypt breska stuðningstækja-
fyrirtækið Innovative Medical
Products (IMP) fyrir um 1,2 millj-
arða íslenskra króna. Tók Össur
við rekstri fyrirtækisins í gær.
IMP sérhæfir sig í hönnun og
framleiðslu á hnjá-, mjaðma- og
bakspelkum. Það er sagt stærsti
sölu- og dreifingaraðilinn á stuðn-
ingstækjum í Bretlandi.
Í fréttatilkynningu er haft
eftir Jóni Sigurðssyni forstjóra að
það hafi verið yfirlýst markmið
Össurar að færa sig enn frekar
inn á markað fyrir stuðningstæki.
Kaupin á IMP séu mikilvægur
áfangi í þeirri sókn.
Áætlaðar tekjur IMP fyrir árið
í ár eru rúmar fjórtán milljónir
Bandaríkjadala eða rúmar 880
milljónir króna. Fara á í skipu-
lagsbreytingar sem eiga að skila
meiri hagnaði frá og með árinu
2007.
Þegar Össur keypti Royce
Medical síðastliðið sumar var
meira fengið að láni en til þurfti.
Var afgangurinn meðal annars
notaður til að greiða fyrir IMP.
Kaupir stærsta sölu-
aðilann í Bretlandi
JÓN SIGURÐSSON VAR NÝLEGA Í NEW YORK
AÐ KYNNA NÝTT GERVIHNÉ ÖSSURAR.
Í nýútkominni spá OECD er áætl-
að að hagvöxtur hér á landi verði
6,6 prósent á þessu ári sem er 0,4
prósentum hærra en í spá stofnun-
arinnar frá maí. Frá þessu greinir
í Morgunkorni Íslandsbanka. Hins
vegar spáir OECD nú 4,6 prósent
hagvexti á næsta ári en hafði áður
spáð 5,3 prósent hagvexti. Árið
2007 spáir stofnunin svo 2,6 pró-
senta vexti.
Stofnunin bendir á að frekari
vaxtahækkana sé þörf til þess að slá
á verðbólgu og einnig verði aðhald
að ríkja í fjármálum hins opinbera
næsta kastið. OECD spáir verðbólgu
nærri efri þolmörkum verðbólgu-
markmiðs Seðlabankans næstu árin
og að viðskiptahalli verði tæp 13%
næsta ár, og 10,5% árið 2007. - hhs
Spáir minnk-
andi hagvexti
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs
fyrir fyrstu tíu mánuði ársins
var birt í gær. Í september var
bókfærður 56,8 milljarða króna
söluhagnaður og 5,6 milljarða
fjármagnstekjuskattur, bæði
sem gjöld og tekjur, vegna
sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í
Landssíma Íslands hf., en ekki
var gert ráð fyrir þessum liðum
í fjárlögum.
Heildartekjur ríkissjóðs námu
ríflega 336,6 milljörðum króna
og hækkuðu um 107,9 milljarða
frá sama tíma í fyrra, eða 47,2%.
Þar af skýrir fyrrnefnd sala
Landssímans um 62,4 milljarða.
Skatttekjur ríkissjóðs námu um
256,9 milljörðum króna og juk-
ust um 20,8% frá fyrra ári.
Greidd gjöld námu 256,6 millj-
örðum króna og hækka um
23,3 milljarða frá fyrra ári, en
þar af skýrast 5,6 milljarðar af
gjaldfærslu fjármagnstekju-
skatt af söluhagnaði Símans og
5 milljarðar af hækkun vaxta-
greiðslna þar sem stór flokkur
spariskírteina kom til innlausnar
í apríl. Að þessum tveimur liðum
frátöldum hækka gjöldin um 12,7
milljarða eða 5,4% milli ára.
Skatttekjur jukust
um 20,8 prósent
Novator kjölfestufjár-
festir í fimm evrópsk-
um símafélögum. BTC
fimmfaldast í virði frá
einkavæðingu.
Novator, eignarhaldsfélag Björgólfs
Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest
í símafélögum í Búlgaríu, Finnlandi,
Grikklandi, Póllandi og Tékklandi fyrir
um 160 milljarða króna.
Félagið hefur eignast allan hlut Viva
Ventures í búlgarska fjarskiptafélag-
inu BTC fyrir eitt hundrað milljarða
króna að viðbættri endurfjármögnun.
Þetta eru ein stærstu kaup Íslendinga
erlendis.
Fyrir átti Björgólfur um fjórðungshlut í
BTC með beinum og óbeinum hætti.
Búlgarska ríkið seldi 65 prósenta hlut
í BTC til Viva Ventures snemma árið
2004 og fékk um 280 milljónir evra fyrir
hlutinn sem nú samsvarar um tuttugu
milljörðum króna en afgangurinn var
seldur til fjárfesta í gegnum búlgörsku
kauphöllina í Sofíu. Björgólfur var,
ásamt alþjóðlega fjárfestingarfélaginu
Advent International, stærsti fjárfestir-
inn í þessum kaupum í gegnum Viva.
Verðmæti BTC hefur fimmfaldast frá
einkavæðingu félagsins.
Novator teygir anga sína víðar á evr-
ópskum fjarskiptamarkaði. Félagið
tryggði sér fyrir skemmstu rúman
fjórðung hlutabréfa í gríska fjarskipta-
fyrirtækinu FORTHnet sem er skrásett
í grísku kauphöllinni og er stærsti hlut-
hafinn. Á félagið nú 26,3 prósent í Forth-
net. Ætla má að Novator hafi greitt hátt
í þrjá milljarða króna fyrir bréfin.
Félagið hefur einnig verið umsvifamikið
á finnskum fjarskiptamarkaði í gegnum
eignarhald á símafélaginu Saunalahti
sem er að renna inn í annað símafélag,
Elisa. Elisa verður næststærsta síma-
félag Finnlands á eftir Telia Sonera.
Novator verður langstærsti hluthafinn í
Elisa með um tíu prósenta eignarhlut
en markaðsvirði þessa hlutar er um
tuttugu milljarðar króna.
Novator hefur einnig fjárfest í Netia
Mobile í Póllandi og CRa í Tékklandi.
Novator á um 70 prósent í pólska fyr-
irtækinu, sem er næststærsta símafé-
lag Póllands og ætlar að fjárfesta fyrir
fimmtíu milljarða króna í þriðju kyn-
slóðar neti í Póllandi.
Félagið eignaðist CRa í fyrrasumar
þegar Björgólfur Thor og fleiri fjárfest-
ar keyptu um 72 prósenta hlut. Fjár-
festarnir eignuðust síðar félagið að
fullu og tóku það af markaði. Hlutur
Novators er um 67 prósent í CRa en
þar sem félagið er ekki lengur skráð er
erfitt að meta markaðsvirði þess. Þó
má ætla að eignarhlutur Novators sé
um 25 milljarða virði.
eggert@frettabladid.is
Kaup Björgólfs Thors
nema um 160 milljörðum
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON HEFUR FARIÐ VÍTT OG BREITT Í FJÁRFESTINGUM SÍNUM Í FJARSKIPTAFYRIRTÆKJUM. Í FÉLAGI VIÐ AÐRA
NÁÐI HANN ÞÓ EKKI AÐ KAUPA ÍSLENSKA SÍMANN.
Evrópski seðlabankinn hækkaði
í gær stýrivexti sína um 0,25 stig.
Stýrivextirnir standa nú í 2,25 pró-
sent og hafa ekki verið svo háir
síðan í október árið 2000. Er þetta
í samræmi við það sem margir
höfðu spáð enda var seðlabanka-
stjórinn, Jean-Claude Trichet, búinn
að gefa í skyn að vextir yrðu hækk-
aðir. Samkvæmt Bloomberg frétta-
veitunni reiknar hann samt ekki
með röð vaxtahækkana. Þetta sé gert til þess að
ná tökum á verðbólgunni.
Íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa í aukn-
um mæli tekið erlend lán. Þegar vextir í Evrópu
hækka eykst greiðslubyrði þeirra lána sem eru í
evrum. Greiningardeild KB banka
hefur áætlað að hækkun stýrivaxta
í Evrópu um eitt prósent auki
gjaldeyrisútflæði frá Íslandi um tíu
milljarða. Samkvæmt þessu aukast
greiðslur frá Íslandi vegna vaxta-
hækkunar Evrópska seðlabankans
í gær um 2,5 milljarða króna.
Eftir klukkan fjögur í dag mun
Davíð Oddsson seðlabankastjóri
tilkynna hvort og þá hve mikið
Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti hér á
landi. Standa þeir nú í 10,25 prósentum. Verð-
bólga mælist enn langt fyrir ofan verðbólgumark-
mið bankans. Telja greiningadeildir að stýrivext-
irnir verði hækkaðir um 0,5 prósent.
Seðlabankinn í Evrópu
hækkar stýrivexti
HSBC, þriðji verðmætasti banki heims,
segir að hagnaður fyrir skatta á þriðja
ársfjórðungi verði meiri en á sama tíma
í fyrra.
Samkvæmt nýrri könnun Neytenda-
samtakanna og SFR á þjónustugjöldum
banka og sparisjóða eru dæmi um allt
að 300 prósenta verðmun á sambæri-
legri þjónustu milli stofnana.
Samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega
þróun efnahagsmála eru horfur almennt
taldar góðar. Þrátt fyrir umtalsverða
hækkun olíuverðs á þessu ári hefur
hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur
og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á
næsta ári.
MARKAÐSPUNKTAR
Tölur miðast við kl. 15:06