Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 26
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR26 Hann var bara 14 ára þegar hann fékk fyrstu einkenni átröskunar sem átti eftir að umturna lífi hans. Hann hræddist að verða fyrir ein- elti í skólanum ef hann yrði feitur. Nú hefur hann verið á góðum batavegi í um það bil ár. Reykvískur piltur segir ótrúlega sögu sína af einlægni. Átröskunarsjúkdómar eru við- urkennt þjóðfélagsmein, og geta hæglega dregið fólk til dauða. Oftast er fjallað um sjúkdómana í tengslum við konur en ekki karl- menn. Þeir fá illvígustu tegundir þessara sjúkdóma engu að síður og þurfa að kljást við þá. En það ber miklu minna á þeim í umræðunni. Viðmælandi blaðsins er 18 ára piltur. Hann féllst á að segja lesendum sögu sína. Hann bíður blaðamanns á Kringlukránni, myndarlegur og snyrtilegur strák- ur, greinilega ögn óstyrkur í fyrstu en það lagast fljótt. Hann vill ekki koma fram undir nafni í litlu samfélagi, enda hefur hann náð umtalsverðum bata eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn og er nú kominn í stjórnunarstöðu á sínum vinnustað. Hann talar hægt og íhugandi þegar hann hefur frásögn sína, eilítið hikandi í fyrstu, en fljótlega einbeittur í að koma sögu sinni til skila, öðrum til fræðslu og viðvörunar. „Ég var 14 ára, þá í 9. bekk, þegar þetta hófst, á þeim aldri þegar útlitið skiptir rosalega miklu máli,“ segir hann. „Ég hafði aldrei verið feitur. Svo fór ég skyndilega að pæla í því að ef ég yrði feitari yrði ég áreiðanlega lagður í ein- elti. Ástæðan var sú, að í bekknum mínum var strákur sem var feitur. Hann var lagður í einelti út af því. Ég var meðvitaður um eineltið, tók ekki beinan þátt í því en gerði ekk- ert til að stöðva það. Mér leið alveg hræðilega illa með það, en hélt mig til hlés. Þessi fituhugsun var að gerjast í kollinum á mér í um það bil tvo mánuði áður en sjúkdómurinn byrj- aði að koma í ljós. Ég fór að borða minna og minna. Ég fékk mér bara einu sinni á diskinn minn, setti minna á hann og hætti að borða á morgnana. Ég borðaði bara skyr í skólanum. Smám saman fór ég að lengja sveltitímann.“ Hann rifjar upp að hann hafi verið stoltur af því hvað hann borð- aði lítið. Það hefði ekki hvarflað að sér að þetta mataræði væri óhollt. Hann segist hafa litið á það sem sigur að borða ekki heilan dag. Yfir þröskuldinn „Ég vissi ekkert um þennan sjúk- dóm,“ segir hann. „Það var engin fræðsla, sem er svo nauðsynleg einmitt á þessum aldri, 13 - 15 ára. Einhverju sinni hafði ég ekk- ert borðað í tvo daga. Ég var orð- inn algerlega orkulaus, ótrúlega þreyttur og nístandi svangur. Fjölskyldan mín var farin að taka eftir því hve ég borðaði lítið, því hluti af þessu var að ég vildi ekki sýna henni að ég væri að borða. Eftir tveggja daga svelti lædd- ist ég fram seint að kvöldi, þegar allir voru farnir að sofa og reif í mig leifarnar af kvöldmatnum og sætindi sem ég fann, þar til ég stóð á blístri. Strax eftir átið fékk ég hræðilegt samviskubit. Nú væri ég búinn að skemma planið mitt. Mér hafa alltaf fundist uppköst ógeðs- leg, en þarna datt mér í hug að losa mig við matinn. Ég fór inn á klósett og reyndi að kúgast. Það var við- bjóðslegt. Ég gat ekki kastað upp og fékk svo mikið þunglyndiskast að ég fór að hágráta. Mamma mín vaknaði, kom fram og spurði hvað væri að mér. Ég sagðist sakna afa míns svo mikið, en hann hafði dáið nokkru áður. Hún tók það trúan- legt. Því næst fór ég að sofa, þjak- aður af samviskubiti.“ Daginn eftir hugsaði hann með sér að hann skyldi passa sig á þessu næst. Fólk var nú farið að tala um hvað hann hefði grennst og það fannst honum „alveg frá- bært.“ Hann segist hafa viljað heyra meira af því tagi. „Fræðsla hefði drepið þennan hugsunarhátt í fæðingu, ég veit það núna,“ segir hann ákveðinn. „Hugsun mín á þessum tíma var sú, að heimurinn vildi að ég væri grannur. Grönnu fólki vegnaði betur. Næsta kvöld borðaði ég og kast- aði upp. Ég áttaði mig á því að ef ég drykki lítra af vatni eftir að ég hafði borðað var miklu auðveldara að losa sig við matinn. Þegar hér var komið vissi ég að þetta var ekki eðlilegt, en þetta var orðinn lífstíll hjá mér. Svelta mig vel, troða mig út af mat, kasta honum upp og byrja á nýrri hringferð.“ Þegar hann var búinn að vera með búlimíu eða lotugræðgi í tvo mánuði fór móðir hans að taka eftir því að eitthvað óeðlilegt var á seyði. Hann var að heiman á mat- málstímum, var duglegur í hreyfi- íþrótt sem hann hafði náð langt í, en reyndi með öllum ráðum að komast undan því að borða. Hann segist hafa rifist mikið við móður sína á þessum tíma. Hann hefði orðið brjálaður þegar hún reyndi að koma mat ofan í hann. Á þess- um tímapunkti byrjaði hann að reykja og segir að sígarettan hafi að miklu leyti komið í staðinn fyrir mat. Fékk krampa af orkuleysi „Eftir eitt ár fór ég að fá krampa í líkamann af orkuleysi ef ég reyndi á mig. Líkaminn var orðinn svo veikburða. Maðurinn sem sá um að þjálfa mig tók eftir þessu og sagðist vilja hitta mig og mömmu. Ég varð að hlíta því, en sagði ekki aukatekið orð meðan þau ræddu saman. Síðan bað hann mömmu að fara, snéri sér að mér og spurði hvort ég væri með átröskun eða lystarstol. Ég vissi ekki einu sinni hvað það var. „Ef þú heldur svona áfram geturðu dáið á morgun,“ sagði hann þá. Þessi orð voru upp- hafið að því að ég færi að leita mér hjálpar. Um kvöldið fór ég á vigtina og var þá 36 kíló, en 1,74 á hæð. Þarna var ég aðeins 6 kílóum þyngri heldur en þegar ég var sjö ára. Mér fannst þetta hrikalegt, en á sama tíma rosalega „kúl“.“ Nú verður að fara hratt yfir sögu. Þarna varð hann í fyrska skipti háður vigtinni. Hann vildi ekki fara yfir 40 kíló, hvað sem í boði væri. Á þessum tíma fór hann í framhaldsskóla og þar leið honum mjög vel. Hann fór nú að langa til að lifa eðlilegu lífi og fór, með aðstoð mömmu sinnar, til sál- fræðings. „Ég hitti hann vikulega og þá fór ég að komast á rétta braut. Í fyrstu borðaði ég alltaf uppi í skólastofu, en færði mig síðan niður í mötu- neyti skólans. Það var alveg hroða- lega erfitt að láta aðra sjá sig borða til að byrja með, en svo vandist það smátt og smátt.“ En hver er staðan núna? „Nú hef ég lifað eðlilegu lífi í eitt ár. Ég hái mína baráttu við sjúkdóminn á hverjum degi en hef betur. Ég er alltaf með þenn- an stimpil í kollinum, sem ég verð að lifa við og vinna með á hverjum degi. Ég segi að þessi sjúkdómur sé nú í fortíðinni og þegar ég sé myndir af mér sem teknar voru á þessum tíma þá finnst mér þær ógeðslegar.“ Erfitt að láta aðra sjá sig borða Yngstu krakkarnir sem hafa komið inn á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss vegna átröskunar eða skyldra einkenna hafa verið um 11 ára, að sögn Helgu Jörg- ensdóttur, geðhjúkrunarfræð- ings og teymisstjóra átraskana- teymis BUGL. Átraskanateymið vinnur að greiningu og meðferð átraskana barna og unglinga upp að 18 ára. Helga segir að átröskunartilfell- um hafi fjölgað á Bugl á síðari árum. Borist hafi á áttunda tug tilvísana til teymisins vegna átr- askana frá árinu 2002. Fyrir þann tíma hafi tilvikin verið um 6 til 8 á ári, en séu nú orðin tæplega 20 á ári. Aðeins örfáir leggist inn en flestir fá meðferð á göngudeild BUGL. „Líklegar ástæður fyrir þessu eru að mínu mati tvær,“ segir hún. „Annars vegar er farveg- urinn að beinast hingað. Hins vegar að um beina aukningu sé að ræða.“ Helga segir talið að lystarstol geti hafist upp úr átta ára aldri en lotugræðgi síðar eða um 12 ára aldur. Spurð um hvernig þessi hegðun lýsi sér hjá yngstu börn- unum segir Helga að þau skeri niður í mataræði, hætti að borða sælgæti, dragi úr fæðutegundum sem þau telji að séu fitandi og hamist við að hreyfa sig. Þetta fari fljótlega að bitna á þeim lík- amlega, andlega og félagslega. Hvað varðar hlutfall milli drengja og stúlkna var fyrir nokkrum árum talað um einn strák á móti 20 stelpum. Nú sé talað um einn dreng á móti 10 stúlkum. Barna- og unglingageðdeild: Ellefu ára börn með átröskunarsjúkdóma HELGA JÖRGENSDÓTTIR Fjórir þættir eru taldir leiða til átröskunar: Lífeðlisfræðileg- ir þættir, fjölskyldulegir, umhverfislegir og samfélagslegir. EINS OG LÍK Það eru margir með átröskun, sérstaklega stelpur, segir þessi ungi piltur sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. „Ég sé það á þeim eins og skot. Þær eru mjög, mjög grannar, hljóðlátar og sjást aldrei borða í matsalnum. Þær eru ýmis rosalega öruggar, til að breiða yfir sjúkdóminn, eða mjög óöruggar. Þær eru með útstæð augu, sérstaklega þær sem eru með lystarstol. Þær eru eins og lík.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það eru oftar aðstandendur átröskunarsjúklinga sem leita eftir hjálp heldur en hinir sem eru með sjúkdóminn,“ segir Margrét Gísladóttir, hjúkr- unar- og fjölskyldufræðing- ur. Hún rekur ásamt þremur öðrum fagmönnum þverfag- lega miðstöð fyrir átraskanir, Prismu, þar sem boðið er upp á margþætt meðferðarpró- gram. Ásamt Margréti starfa hjá Prismu listmeðferðarfræð- ingur, næringarfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur. Auk BUGL og Prismu getur fólk leitað til geðlækna og sálfræð- inga. Markmið Prismu er að bjóða fræðslu, stuðning og meðferð við átröskun, að sögn Margrét- ar. Leitast er við að efla sjálfs- traust, sjálfsvitund og færni einstaklingsins til að vinna á sjúkdómnum. Einnig er unnið á afleiðingum átröskunar svo sem kvíða og vanlíðan. Lögð er rík áhersla á að vinna með fjöl- skyldum og aðstandendum. Í Prismu er boðið upp á ein- staklingsviðtöl. Þá er hægt að panta símaviðtöl. Boðið er upp á almenna meðferðarhópa, aðstandenda- og fjölskylduhópa og hópa fyrir fólk í yfirþyngd. Jafnframt sjálfstyrkingarhópa með listrænni tjáningu og umræðum. Loks er boðið upp á hóp í tilfinningavinnu í gegn- um slökun og listtjáningu. Aðstandendur í leit að hjálp FRÉTTASKÝRING JÓHANNA SIGÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is TILVÍSANIR VEGNA ÁTRASKANA Barna- og unglingageðdeild 20 2002 2003 2004 2005 jan-nóv 16 17 24 Hvað gerist þegar maðurinn deyr? Hér eru 27 frásagnir vina og ættingja, þjóðkunnra presta og einkasonar, sem fórst í bílslysi, af því hvernig var að „deyja“ og hvað við hafi tekið. Þar segir Runólfur, stjórnandi Hafsteins miðils, ítarlega frá sinni reynslu og sagt er frá stórmerkum sýnum Bjargar S. Ólafsdóttur miðils við dánarbeð. Þá er sagt frá enska miðlinum Horace S. Hambling og stórmerkum fyrirbærum. Árnesútgáfan Sími: 482 1567 GUÐMUNDUR KR ISTINSSON Framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handa n TIL ÆÐRI HEIMA Gerð er grein fyrir mismunandi boðskap þjóðkirkj- unnar um dauðann og annað líf á síðustu öld og áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.