Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 62
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR46 menning@frettabladid.is ! �� ���������� ���� � � �� ����������������� ������������������������������������ ������������������������������������ � ��������������������������������������������� ������������������������ ����������������������������������������������� ��������������������������������������������������� ������������������������������� �������������������� ��������������������������� ��������������������������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������������������ ��������������������������������������� Hin árlega jólasöluhelgi verður í glerblástursverkstæðinu GLER Í BERGVÍK 3. og 4. desember. Opið verður laugardag og sunnudag kl. 10 - 15. Útsala á lítið útlitsgölluðum glermunum - afsláttur af öðru gleri. Gott úrval. Glerblástur. Kaffi og piparkökur Verkstæðið er staðsett á Kjalarnesi milli Klébergsskóla og Grundarhverfis Jólahelgin í Bergvík Víkurgrund 10,Kjalarnesi s.5667067, netfang:glerberg@simnet.is www.simnet.is/glerberg Kl. 12.10 Listasafn Reykjavíkur - Hafnar- hús býður upp á skyndikynni við Guðrúnu Einarsdóttur listamann, en hún er ein margra sem eiga verk á sýningunni Aðföng Listasafns Reykjavíkur 2002 - 2005. Hún segir frá ferli sínum og skoðar eigin verk með gestum. > Ekki missa af ... ... seinni jólatónleikum Mótettukórs Hallgríms- kirkju í ár, sem verða á laugar- daginn klukkan 17. Einsöngvari verður Ísak Ríkharðsson drengjasópran. ... hinni geysivinsælu sýningu Tími Romanov-ættarinnar í Rúss- landi, sem lýkur í Gerðarsafni í Kópavogi um helgina. ... sýningunum Halldór í Holly- wood og Edith Piaf, sem báðum er að ljúka í Þjóðleikhúsinu. Spilverk þjóðanna vaknar til lífsins á ný eftir ald- arfjórðungs hlé. Sigrún Hjálmtýsdóttir smalaði saman gömlu félögunum í tilefni af þrjátíu ára söngaf- mæli sínu. Þau ætla að rifja upp gömlu lögin og húmor- inn. „Við erum þarna þrjú af fjórum,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hún kemur fram í Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt félögum sínum úr Spilverki þjóðanna, þeim Agli Ólafssyni og Valgeiri Guðjónssyni. Fjórði maðurinn, Sigurður Bjóla, verður þó fjarri góðu gamni. „En við erum með tvo aðra okkur til fulltingis í staðinn, tvo Kjartana, Valdimarsson og Guðna- son. Þeir koma þarna inn með slag- verk og slaghörpu.“ Tilefni þess að þau koma saman nú er tvöfalt afmæli söngkonunn- ar, sem varð fimmtug á árinu og heldur jafnframt upp á þrjátíu ára söngafmæli sitt. Upphaf söngfer- ilsins miðar hún við fyrstu opin- beru tónleika Spilverksins sem voru haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 1975. Spilverk þjóðanna lagði upp laupana fyrir rúmum aldarfjórð- ungi en hafði þá verið ein vin- sælasta hljómsveit landsins í rétt um það bil hálfan áratug, sent frá sér hverja plötuna á fætur annarri og glatt landsmenn með söng og sprelli. „Það er alveg ótrúlegt hvað maður man af öllum þessum smá- atriðum sem fylgdu hverju lagi, allt það sem einkenndi okkur sem hljómsveit. Það þarf bara að ýta á rétta hnappinn,“ segir Diddú sem hefur skemmt sér konunglega á æfingum undanfarið. „Það var ekki síst húmorinn sem einkenndi okkur, húmor og raddanir. Þetta blundar allt saman í manni eftir öll þessi ár.“ Vegna mikillar aðsóknar verða tónleikarnir fluttir tvisvar. Þeir fyrri verða í kvöld og er fyrir löngu uppselt á þá, en aðrir tónleik- ar verða haldnir á morgun klukkan 17. „Það er aldrei að vita,“ segir Diddú þegar hún er spurð hvort búast megi við að Spilverkið haldi áfram að starfa saman úr því farið var af stað á annað borð. „Það fer eftir því hvernig fólk tekur þessu.“ Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni Hin hliðin, en Diddú á sér margar hliðar eins og lands- menn vita. Söngferill hennar spann- ar hinar ólíkustu tónlistarstefnur og strauma, því Diddú er jafnt á heimavelli í hinum stóru aríum óperubókmenntanna, í kraumandi djasssveiflu, á lágstemmdum vísna- söngnótum og í flutningi dægur- laga af ýmsum toga. Spilverkið kemst því ekki að fyrr en kvöldið er hálfnað. Á fyrri hluta tónleikanna fær Diddú vinkonu sína, Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara til liðs við sig, en þær ætla í sameiningu að rifja upp lög sem höfðu mest áhrif á hana áður en Spilverkið varð til. „Þetta eru lög sem hafa mótað mig og gert mig að því sem ég er í dag og þar fer ég yfir mjög fjöl- skrúðugt landslag.“ Þar nefnir hún til lög eins og Sveitin milli sanda, Siboney, ýmis gospellög, að ógleymdum Bern- stein og Bítlunum. Allt saman tón- list sem hún heyrði hljóma í æsku og söng þá gjarnan með. „Hvert einasta af þessum lögum hefur haft mjög mikla þýð- ingu fyrir mig, og ég rek þetta alveg fram til menntaskólaáranna, fram að Spilverkstímanum,“ segir Diddú, sem nýtur þess greinilega í botn að rekja sig í gegnum persónu- lega tónlistarsögu sína í félagsskap góðra vina. „Því sem tók við eftir Spilverk- ið gerði ég skil með Sinfóníunni um daginn á tónleikum þar sem ég söng uppáhalds óperuaríurnar mínar. Núna er ég því búin að loka hringnum, ef svo má segja.“ Engu er líkara en hún ætli sér að byrja upp á nýtt, núna þegar þess- um þrjátíu ára hring er lokið. Í það minnsta mun hún ekki sitja auðum höndum á næstunni, því framund- an eru fjölmargir tónleikar, fyrst í stað hefðbundnir aðventu- og jólatónleikar víða um land og síðan taka við nýárstónleikar strax eftir áramótin. „Ég sé fram á að eiga smá hlé eftir miðjan ágúst, þá ætla ég að reyna að búa mér til tveggja vikna frí.“ SPILVERKIÐ 2005 Diddú ásamt Agli Ólafssyni og Valgeiri Guðjónssyni í Salnum í Kópavogi. Sigurður Bjóla er reyndar fjarri góðu gamni, en í hans stað koma þeir Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Kjartan Guðnason slagverksleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Diddú rifjar upp gamla takta Undanfarna tvo áratugi hefur Sigrún Einarsdóttir, glerlistamaður á Kjalarnesi, haldið þeim sið að opna verkstæði sitt eina helgi í byrjun aðventunnar. Nú er svo komið að mörgum finnst ómögulegt annað en að byrja jólin á að heimsækja Sigrúnu, skoða það sem er á boðstólum og fá sér kannski kaffi og piparkökur í leiðinni. „Ég ætla að hafa þetta núna um helgina. Þetta verður eina helgin sem fólk getur komið,“ segir Sigrún, sem eins og jafnan verður með útsölu á útlitsgölluðum munum. Einnig ætlar hún ásamt systur sinni, Ólöfu, og tveimur gestablásurum frá Danmörku, þeim Leif Møller og Anne Katrine Kalsgaard, að sýna hvernig þau bera sig að við glerblásturinn. Danirnir tveir hafa verið hjá henni á verkstæðinu frá því í sumar. „Hér verður líka fullorðinn maður, Þorgrímur Krist- mundsson, sem ætlar að spila á heimasmíðaða munnhörpu. Þeir koma hingað tveir sem spila fyrir okkur jólalög.“ Glerverkstæði Sigrúnar á Kjalarnesi er hið eina sinnar tegundar á landinu þar sem gler er brætt í ofni við 1300 gráður, munnblásið og handunnið. „Þetta hefur verið deyjandi stétt, listhandverksfólkið, þeir sem bæði hanna hlutina og skapa sjálfir,“ segir Sigrún sem er menntuð frá skóla í Danmörku. Verkstæðið er staðsett milli Klébergsskóla og Grund- arhverfis og verður opið milli klukkan 10 og 15 bæði á laugardag og sunnudag. Opið glerblástursverkstæði Sagnfræðingurinn, fyrsta skáldsaga Elizabethar Kostova, er komin út í þýðingu Magneu Matthíasdóttur. Í bók- inni segir frá ungri konu sem af illri nauðsyn heldur upp í leit að sann- leikanum um Vlad stjaksetjara, sem varð fyrirmyndin að þjóðsögunni um Drakúla. Bókaforlagið Jentas gefur út. NÝJAR BÆKUR Á sunnudaginn verða þrjár sýn- ingar opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands. Viðamest er þar sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist, sem, eins og samnefnd bók, er afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin er í Bogasal safns- ins og fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fædd- ar á síðari hluta 19. aldar. Aðeins tvær þeirra sýndu myndverk sín opinberlega í lifanda lífi, en þær ruddu brautina fyrir aðrar sem á eftir komu og eiga því skilið sinn sess í sögu íslenskrar myndlistar. Einnig verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar. Önnur þei- rra heitir Norður. Á henni getur að líta ljósmyndir eftir Marco Paoluzzo, sem hefur gefið út tvær ljósmyndabækur um Ísland auk þriggja annarra ljósmyndabóka, sem allar eru með svart/hvítum myndum. Hin sýningin ber heitið Aðflutt landslag og er með myndum eftir Pétur Thomsen, ungan íslenskan ljósmyndara sem hefur nýlokið námi í ljósmyndun í Frakklandi. VERK HULDUKONU Mynd eftir Kristínu Þorvaldsdóttur úr bókinni Huldukonur í íslenskri myndlist. Huldukonur birtast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.