Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 16
16 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR ������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������ FÆÐINGARORLOF Feður barna sem fæddust á árinu 2004 taka að jafnaði aðeins fjóra daga í fæðingarorlof umfram þriggja mánaða sjálfstæðan rétt sinn. Það merkir að mæður taka að jafnaði sex mánuði í fæðing- arorlof en feður þrjá mánuði. Þetta kemur fram í nýrri töflu í Staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins fyrir árið 2004. Feður tóku í fyrra að meðaltali 94 daga í fæðingarorlof en mæður að meðaltali 182 daga. Í Staðtölum kemur einnig fram að útgjöld vegna fæð- ingarorlofs og fæðingarstyrks jukust um nítján prósent milli áranna 2003 og 2004. Á síðasta ári voru útgjöldin samtals 6,6 milljarðar króna. Konur fengu greidda 3,7 milljarða en karlar 2,9 milljarða. Alls fengu 3.699 feður barna fæddra 2004 greiðslur vegna fæðingarorlofs. Um er að ræða fjölgun upp á um ellefu pró- sent frá árinu 2001. Fædd börn á árinu voru rúmlega fjögur þúsund. Samkvæmt lögum á hvort foreldri um sig sjálfstæðan og óframseljanlegan rétt til greiðslna í fæðingarorlofi í allt að þrjá mánuði. Foreldrar eiga þar að auki sameiginlegan rétt til greiðslna í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt á milli sín. Samkvæmt tölum frá árinu 2004 taka mæðurnar sameiginlegu mánuðina nánast óskipta. - jss FÆÐINGARORLOF Feður tóku í fyrra að meðaltali 94 daga í fæðingarorlof en mæður að meðaltali 182 daga. Útgjöld vegna fæðingarorlofs voru 6,6 milljarðar á árinu 2004: Mæður tvöfalt lengur í orlofi en feður RÚSSLAND Talsmenn frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum eru uggandi um að starfsemi þeirra í Rússlandi muni skreppa saman vegna lagafrumvarps sem nú er til umfjöllunar á rússneska þinginu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsemi frjálsra félagasamtaka í landinu verði settar strangar skorður. Frumvarpið var samþykkt eftir fyrstu umræðu í Dúmunni, rúss- neska þjóðþinginu, í síðustu viku með 317 atkvæðum gegn 18. Sam- kvæmt því verður öllum frjálsum félagasamtökum skylt frá árinu 2007 að sækja um skráningu í dómsmálaráðuneytinu í Moskvu. Liðsmenn mannréttindasam- taka í Rússlandi hafa mótmælt frumvarpinu og segja því ætlað að koma starfsemi um 1.000 frjálsra félagasamtaka í landinu undir hæl stjórnvalda. Á fréttavef norrænu ráðherra- nefndarinnar er haft eftir finnska blaðinu Hufvudstadsbladet að talsmenn finnskra félagasam- taka með starfsemi í Rússlandi hafi áhyggjur af því að samtök sem beiti sér til að mynda fyrir umhverfisvernd eða mannrétt- indum muni geta átt erfitt með að fá starfsleyfi eystra eftir að lögin taki gildi. - aa MÓTMÆLT VIÐ ÞINGIÐ Lögregla fjarlægir liðsmann mannréttindasamtaka sem tók þátt í mótmælum gegn frumvarpinu. NORDICPHOTOS/AFP Mannréttindasamtök mótmæla nýju lagafrumvarpi í Rússlandi: Þrengt að félagasamtökum SVÍÞJÓÐ Annar hver starfsmanna- stjóri og þriðji hver fjármálastjóri í sænskum fyrirtækjum er kona. Hlutur kvenna í stjórnum fyrir- tækja og stjórnendastöðum hefur aukist verulega síðustu tíu árin. Þetta kom fram í niðurstöðum rann- sóknar sem fjallað var um á vefsíðu Dagens Nyheter í gær. Staða 54 þúsund kvenna var skoð- uð og kom í ljós að hlutur kvenna hefur aukist misjafnlega eftir stöð- um. Þar kom í ljós að fimmti hver sölu- og markaðsstjóri er kona og þeim hefur fjölgað sem millistjórn- endum. Hlutfall kvenna hefur hins vegar aukist hægt í toppstöðum. ■ Toppstjórnendur: Konur eru í betri stöðu ALNÆMISDAGURINN Borgarfulltrúar í borgarstjórn Vínar aðstoða hér við að reisa rauðan borða í risastærð utan á ráðhúsinu í gær, í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJARSKIPTI Um síðustu helgi var komið upp fjarskiptaendurvarpa á Hjörleifshöfða fyrir Almanna- varnir og björg- unarsveitir. Fyrir eru slík tæki á Háfelli og Höttu en talin er hætta á að ef til eldgoss kæmi í Kötlu gæti það haft áhrif á fjarskiptin um þau. Fjarskipta- endurvarpinn á Hj ö r l e i fs h ö fð a á hins vegar ekki að verða fyrir áhrifum þótt gjósa fari í Kötlu. Rafgeymar voru fluttir á stað- inn með þyrlu Landhelgisgæslunar, TF-LÍF, en björgunarsveitarmenn frá Víkverja og Sigurður Harðar- son rafeindavirki komu búnaðinum upp. - jse Björgunarsveitin Vikverji: Endurvarpi á Hjörleifshöfða ENDURVARPI Björgunarsveitar- maður við nýupp- setta fjarskipta- endurvarpann á Hjörleifshöfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.