Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 8
8 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR NOREGUR Norska olíufyrirtækið DNO hóf boranir eftir olíu á kúr- dísku svæði í norðurhluta Írak fyrr í vikunni. Borunin hefur vakið miklar deilur meðal stjórn- málamanna í landinu enda í fyrsta sinn eftir árás Bandaríkjamanna í landið sem erlent fyrirtæki fær að bora þar eftir olíu. Aftenposten segir á vef sínum í gær að DNO hafi hafið olíuboran- ir í samræmi við samkomulag við kúrdísku héraðsstjórnina en DNO sé fyrsta erlenda félagið sem hefji olíuboranir á svæðinu í samræmi við slíkan samning. Los Angeles Times sagði hins vegar í vikunni að stjórnmála- leiðtogar í Bagdad hefðu brugð- ist ókvæða við fréttunum. Haft var eftir þeim að ekki væri víst að samkomulagið um boranirn- ar væri í samræmi við stjórnar- skrána. Ríkisstjórnin hefði ekki fengið þetta mál á sitt borð eða tekið afstöðu til þess. Framkvæmdastjóri DNO, Helge Eide, sagði við norsku fréttaveituna NTB að félagið teldi sig vera á traustum grunni. „Það hefur enginn gert athugasemdir við okkur. Við skiljum stjórnar- skrána þannig að það sé hægt að gera samkomulag um olíubor- un beint við stjórnvöld á hverju svæði.“ - ghs BANDARÍKIN Skoðanakönnun banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN frá því í fyrrakvöld, rétt eftir að George W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnti stefnu sína í Írak, sýnir að 55 prósent þjóðarinnar telji að hann hafi ekki skýra sýn um hvernig ná beri fram sigri í Írak. Sex af hverjum tíu segja að bandarískt herlið skuli vera áfram í Írak þar til markmiðum her- námsins sé náð á meðan 35 pró- sent segja að setja beri því fastan tímaramma. Þá segja 54 prósent aðspurðra að Bush hafi haldið illa á spöðunum á meðan. Aðeins brot aðspurðra hafði fylgst með ræðu forsetans og því endurspeglar könnunin ekki við- brögð við henni. ■ Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA ���������������� ���������� ����������������� ���������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������� �������������������������� skrifuð af fádæma stílgáfu� ������������ ������������� � � � �������������������� �������������� fantafín saga.� � ���������������������������������� �Grípandi frásögn … skemmtilega margþætt verk.� � ����������������������������������������� �������������������������������� gat ekki lagt frá mér bókina.�� � � ���������������������������� �������������������������������� ���������������������������� fangar strax athygli lesandans og heldur honum þar til yfir lýkur.� � � ��������������������������� DANMÖRK Maður á þrítugsaldri hringdi til lögreglunnar í Dan- mörku í gærmorgun og tilkynnti að hann hefði myrt dætur sínar tvær. Sagðist hann vera staddur á brúnni yfir Stóra belti og hygðist stökkva fram af. Hann var hand- tekinn þar stuttu síðar. Lögreglan fann lík stúlknanna, sjö og tveggja ára, á þeim stað sem maðurinn hafði vísað á. -ks Voðaverk í Danmörku: Myrti dætur sínar tvær VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir listaverkið sem Thelma Ásdísardóttir fékk þegar hún var val- in kona ársins af tímaritinu Nýju lífi? 2 Hvað fann tollgæslan á Eskifirði við leit í skipunum Jóni Kjartanssyni og Hólmaborg? 3 Hvaða fræga kvikmyndastjarna er hérlendis á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna? SVÖRIN ERU Á BLS. 70 STYRKVEITINGAR „Á okkar mæli- kvarða er þetta risastyrkur og hann mun verða mikil lyftistöng við að efla menntun barnanna okkar,“ sagði Yolanda Correia, upp- lýsingafulltrúi Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna í Gíneu-Bissá. Í gær var tilkynnt að fyrirtækin Baugur Group, FL Group og Fons hefðu ákveðið að styrkja verkefni þar í landi um 135 milljónir króna á næstu árum og mun fénu verða varið til margvíslegra verkefna í skólamálum landsins. Verður hluti þess notaður til að endurbyggja fjörutíu skóla í land- inu og bæta gæði og aðstöðu fyrir tæplega hundrað þúsund börn víðs vegar um landið. Aðeins fjörutíu prósent barna sækja grunnskóla þar að jafnaði og vonast er til að með fjárframlagi íslensku fyrir- tækjanna verði hægt að fjölga þeim til muna. Yolanda Correia segir engan vafa á að framlagið muni hafa afgerandi áhrif á líf þúsunda. „Með betri menntun og betri skólum er lagður grunnur að framtíðarsamfélagi sem hefur gott menntunarstig og möguleika sem ekki eru fyrir hendi í dag og styrkur sem þessi mun hafa mikil og góð áhrif á mörg líf í framtíð- inni.“ Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ á Íslandi, segir fjárframlag sem þetta mikilsvert framtak einka- aðila. „Styrkur á borð við þennan er mjög stór í alþjóðlegum sam- anburði og Barnahjálpin fær ekki svona samninga nema tvisvar til þrisvar sinnum á ári að jafnaði. Allt fé til starfseminnar kemur frá ríkisstjórnum og einkaaðilum eins og í þessu tilfelli. Framlagið er stórt enda eru íslensk fyrirtæki orðin stór á alþjóðlegan mæli- kvarða og mikið fagnaðarefni að fyrirtæki á borð við þessi taki þátt í því að byggja upp sómasamlega framtíð fyrir fátæk börn.“ Roger Moore, velgjörðarsendi- herra Barnahjálpar SÞ, kom hing- að til lands til að vera viðstaddur athöfnina og sagði að spakmæli biblíunnar að sælla væri að gefa en þiggja ættu vart við um sig. „Það er nefnilega svo að á svona dögum er sælla að þiggja og mér er þakklæti í huga til þeirra forstjóra sem hér sitja og hafa með framlagi sína sett sín lóð á vogarskálar til á fátæk börn geti eignast sómasamlegt líf í fram- tíðinni.“ albert@frettabladid.is Styrkja um 135 milljónir Þrjú íslensk fyrirtæki, Baugur Group, Fons og FL Group, hafa ákveðið að veita Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna 135 milljóna króna styrk. FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Um einhvern stærsta styrk er að ræða sem íslensk fyrir- tæki hafa sett í ákveðið þróunarverkefni. Frá vinstri: Yolanda Correia, frá UNICEF í Gíneu- Bissá, Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Roger Moore, velgjörðarsendiherra UNICEF, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA OLÍA BRENNUR Í ÍRAK Norðmenn valda heitum deilum meðal stjórnmálamanna í Írak en norska fyrirtækið DNO er fyrst erlendra fyrirtækja til að hefja borun í Írak. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Norðmenn bora eftir olíu á svæði Kúrda í norðurhluta Íraks: Olíuboranir valda deilum meðal Íraka STYRKVEITINGAR Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, tilkynnti um rúm- lega tólf milljóna króna aukafram- lag til UNIFEM á fundi sem sam- tökin héldu fyrir stuttu. Er féð ætlað til svæðisbund- inna verkefna í Evrópu en áður hafði ráðuneytið lagt fram tæpar tólf milljónir til annarra verkefna. Ráðuneytið mun enn fremur kosta stöðu starfsmanns í sama verkefni sem hefst á næsta ári. - aöe Ríkið styrkir Unifem: Fá tólf milljónir FORSETINN Skiptar skoðanir eru um stefnu Bush í Íraksmálunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjamenn um Írak: Stefna Bush er ekki talin vera nógu skýr Samsteypustjórn mynduð Þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir á Græn- landi hafa myndað samsteypustjórn,. Þetta eru Siumut, sem hefur verið í landstjórninni í aldarfjórðung, Inúíta- flokkurinn og Atassut. Flokkarnir hafa 23 sæti af 31 á grænlenska þinginu. Hans Enoksen, formaður Siumut, verður landstjórnarformaður. GRÆNLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.