Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 44

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 44
44 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR K Y N N I N G A R í d e s e m b e r 2 0 0 5 Hagkaup Kringlan: 2. desember kl. 14.00-18.00 8. desember kl. 16.00-20.00 15. desember kl. 14.00-18.00 17. desember kl. 16.00-20.00 23. desember kl. 17.00-21.00 Hagkaup, Smáralind 2. desember kl. 14.00-18.00 15. desember kl. 16.00-20.00 2. desember kl. 17.00-21.00 Lyfja, Lágmúla 31. desember Levante fæst í verslunum Hagkaupa, Lyfju og Lyf og heilsu Guðrún Arnfinnsdóttir er með þriggja rétta jólamat á að- fangadagskvöld. Hún útbýr öll jólakortin sjálf og lýkur jóla- undirbúningnum fyrir fyrsta desember. Guðrún Arnfinnsdóttir, matráðs- kona hjá Krabbameinsfélagi Íslands, er alltaf með sama jóla- matinn á aðfangadagskvöld. Hún og eiginmaðurinn elda tartalettur í forrétt, hamborgarhrygg í aðal- rétt og heimagerðan ís í eftirmat en uppskriftin hefur þróast lengi innan fjölskyldunnar. „Við höfum verið með þetta síðan við byrjuð- um að búa árið 1970,“ segir Guð- rún sem ætlar að gefa lesendum uppskriftirnar. Hún segist þó ekki geta gefið tartalettuuppskriftina þar sem þau slumpi svo mikið á magnið að lesendur ættu erfitt með að elda eftir henni. Guðrúnu er ýmislegt til lista lagt. Fyrir utan að vera afbragðs- kokkur saumar hún talsvert og hefur kennt föndur á ýmsum námskeiðum. Handlagnin nýtist henni svo sannarlega í jólaundir- búningnum en hún gerir öll jóla- kortin sjálf og mikið af jólapökk- unum. Hún er þó ekki komin langt af stað með undirbúninginn þetta árið. „Ég hef aldrei verið svona sein, ég er eitthvað svo afslöppuð og róleg. Þetta verður þó komið í lok nóvember,“ segir Guðrún sem lýkur alltaf jólaundirbúningnum áður en desember gengur í garð. Jólamatur fjölskyldunnar Guðrún Arnfinnsdóttir eldar alltaf hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK. FORRÉTTUR (FYRIR FJÓRA) Rækjukokteill 300 g rækjur tómatar agúrkusneiðar Sósa: 1 dós 18% sýrður rjómi majones eftir smekk 3 msk mango chutney krydd 2 – 3 msk tómatsósa 1 tsk karrý salt og pipar Lýsing: Rækjurnar eru afþýddar og settar í forréttaskálar ásamt agúrkusneið og tómatsneið. Hráefni í sósuna er hrært vel saman og sósan sett yfir rækjurnar, agúrk- urnar og tómatsneiðarnar. Skreytt með sítrónusneið og steinselju og borið fram með ristuðu brauði. AÐALRÉTTUR HAMBORGARHRYGGUR hamborgarhryggur dijon sinnep púðursykur Lýsing: Setjið hamborgarhrygginn í steikarpott með smá vatni í. Smyrjð dijon- sinnepi á hrygginn og þekið hann vel með því. Setjið lok á steikarpottinn, stillið bakaraofninn á 180 gráður og steikið hrygginn í um það bil eina klukkustund. Takið þá steikarpottinn úr ofninum og setjið púðursykur ofan á hrygginn og þekið vel. Setjið hamborgarhrygginn aftur inn í ofninn án þess að hafa lokið á steikarpottinum. Steikið í 30 – 35 mínútur við sama hita og áður. Steikingartími fer svolítið eftir stærð hamborgarhryggjarins, þessi tími er miðaður við 2 – 2,5 kg. SÓSA: Setjið soðið af hamborgarhryggnum í pott og bætið vatni út í. Sósan krydduð með því sem til er, gott er að setja í hana súputeninga og kjötkraft. Síðan er venju- leg brún sósa búin til. MEÐLÆTI: Sykurbrúnaðar kartöflur. Rauðkál (nýtt) skorið niður, brúnað á pönnu í smjöri eða smjörlíki og soðið í vatni eftir að búið er að brúna það. Út í vatnið er sett borðedik og sykur eftir smekk. Salat búið til úr þeyttum rjóma, niður- skornum eplum og vínberjum. Ora gulrætur og grænar baunir skemma ekki fyrir. EFTIRRÉTTUR HEIMAGERÐUR ÍS 8 egg 250 g sykur 1 l rjómi vanilla brytjað suðusúkkulaði eða Toblerone eftir smekk Lýsing: Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt létt. Rjóminn þeyttur og blandað saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar og bætt varlega út í. Bragðefni (vanilla) og súkkulaði sett síðast í. Þetta er síðan sett í hæfilegt mót og fryst. Gleðileg jól, Guðrún Arnfinnsdóttir. Kammerkórinn Hymodia kemur fram á hádegistónleikum kl. 12.15 í Ketilhúsinu á Akureyri. Tónleika- röðin nefnist Litlar freistingar og er haldin í samvinnu við Einar Geirsson landsliðskokk. Hin hliðin á Diddú verður kynnt lands- mönnum á tón- leikum í Salnum kl. 20. á jóladöfinni } 2.desember ...um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.