Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.12.2005, Qupperneq 6
DÓMSMÁL Átján ára piltur sem ákærður hefur verið fyrir tvær hnífstungur á menningarnótt í Reykjavík er einnig kærður fyrir samræði við stúlku þegar hún var 12 og 13 ára. Þá er honum gefið að sök að hafa dreift og birt á net- inu myndir sem sýndu stúlkuna á klámfenginn hátt. Mál á hendur piltinum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á fimmtudag, en ríkissaksókn- ari gaf út ákæru á hendur honum undir lok nóvember. Ákæruatrið- in hljóða upp á sérlega hættulegar líkamsárásir, tilraun til mann- dráps og kynferðisbrot. Ungi maðurinn var handtek- inn strax á menningarnótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir. Hann fannst með aðstoð vitna og löggæslumynda- véla. Fram kom í skjölum sem lögð voru fyrir Hæstarétt, eftir að gæsluvarðhaldið var kært, að pilt- urinn neitaði annarri stungunni og kvaðst ekki hafa stungið hinn tvisvar, heldur hlyti hnífurinn að hafa skoppað. Hnífstungurnar áttu sér báðar stað á bílastæði milli Tryggva- götu og Geirsgötu á menningar- nótt, en hann stakk tvo pilta, 17 og 18 ára gamla. Sá eldri fékk 1,5 sentímetra skurð rétt fyrir neðan vinstra herðablað þegar hann var stunginn í bakið en árásin á hinn var heldur alvarlegri. Sá hlaut tvær stungur og lífshættulega áverka. Slagæðar skárust í sund- ur og lunga piltsins féll saman. Pilturinn er einnig kærður fyrir að rota 17 ára strák með skóflu á göngubrú við Fjölbrautaskólann í Garðabæ að morgni 1. febrúar. Þá er honum gefið að sök að hafa að minnsta kosti á annan tug skipta haft samræði við stúlku, þá 12 og 13 ára gamla, og viðhaft aðra grófa kynhegðan. Í októberlok í fyrra gerði lögregla húsleit heima hjá piltinum og gerði upptæka hjá honum tölvu með um 30 ljósmynd- um af stúlkunni sem sýndu hana og þau saman fáklædd og nakin á kynferðislegan og klámfeng- inn hátt. Afritum af myndunum, eða hluta þeirra, hafði hann líka dreift, með þeim afleiðingum að þær gengu manna í millum á netinu. Annar piltanna sem stungnir voru gerir kröfu um 300.000 krón- ur í miskabætur en sá sem varð fyrir alvarlegri árásinni gerir kröfu um 2,5 milljónir króna. Þá er af hálfu stúlkunnar gerð krafa um eina milljón króna í miska- bætur. Einnig er krafist upptöku á tölvunni sem klámmyndirn- ar voru vistaðar á og á „butter- fly“-hníf sem pilturinn beitti á menningarnótt. olikr@frettabladid.is Ákærður fyrir kyn- ferðisbrot og stungur Þingfest hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur 18 ára pilti sem stakk tvo síðustu menningarnótt. Hann er líka kærður fyrir samræði við stúlku- barn sem hann dreifði klámmyndum af og fyrir að berja strák með skóflu. VIÐ HÉRAÐSÓM EFTIR MENNINGARNÓTT 18 ára árásarmaður fluttur á brott frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. ágúst síðast- liðinn eftir að kveðinn var upp yfir honum gæsluvarðhaldsúrskurður. Mál á hendur honum eru nú fyrir dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BUTTERFLY-HNÍFUR Pilturinn sem stakk tvo síðustu menningarnótt í Reykjavík notaði til verksins hníf ekki ósvipaðan þessum. 6 17. desember 2005 LAUGARDAGUR VEFMÆLINGAR Innlit og síðuflett- ingar á Vísi.is hefur tvöfaldast á síðustu níu mánuðum og reynd- ist síðasta vika vera metvika hjá netmiðlinum samkvæmt tölum Samræmdra vefmælinga. Náði þá fjöldi innlita alls 1.2 milljónum hjá rétt rúmlega 200 þúsund notendum. Ástæður þessa eru taldar þær helstar að fréttaþjónusta miðilsins hefur aukist til muna með tilkomu NFS fréttastöðvarinnar. Einnig hefur aðgengi að fjölbreyttara efni á Vísi VefTV haft sitt að segja. Þá er á vefnum hægt að lesa flest öll blöð sem 365 prentmiðlar gefa út. ■ Vefmiðillinn Vísir.is: Aldrei mælst fleiri innlit KJÖRKASSINN Á að afnema innflutningshöft á landbúnaðarvörur? Já 75% Nei 25% SPURNING DAGSINS Í DAG Mun friður komast á í Írak nú eftir að búið er að kjósa til þings? ������������������������������� �������������������������������������� �� �� �� ��� �� �� �� �� �� � ����������������������� ������������������� ����������� ������������� ������� ������������� ���������������������� ������������������� ������������������� ���������������������� ����� ������������� ��������������������� ������������������� ������������� LANDBÚNAÐUR Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist ekki skilja orð utanríkisráðherra á ráðherrafundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar svo að orðið hafi viðsnúningur í landbúnaðarstefnu stjórnvalda hér. „Eftir því sem ég skil ráðherra og stjórnvöld þá hefur stefnumörkun þeirra ekkert breyst. Hér halda þau við sína fyrri afstöðu,“ segir Sigurgeir og telur utnríkisráð- herra bara lýsa því sem samning- arferlið ytra hnígur að. „Að stuðn- ingsgreiðslur verði lækkaðar og tollar fari lækkandi. Þetta hefur í sjálfu sér alltaf legið fyrir, spurn- ingin er bara hversu langt verður gengið í þetta skiptið.“ Sigurgeir er staddur úti í Hong Kong og fylgist þar með ráðherra- fundinum. „Hér er ég nú bara á eigin forsendum og til að setja mig inn í hlutina.“ Hann segir landbúnaðarsamninga Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar ganga út á að takmarka rétt ríkja til að styrkja og vernda landbúnað, en á ekki von á mikilli niðurstöðu af fundinum sem nú stendur. „Lík- urnar eru engar á að hér náist eitthvert endanlegt samkomulag og hér um bil útilokað að komnar verði nokkrar tölur inn í samn- ingstexta á þessum fundi þannig að sjá megi hversu langt verði gengið í samkomulaginu. Þetta verða bara orð um aðferðafræði og svo verður síðar tekist á um hvað á að taka stórar sneiðar.“ - óká Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fylgist með fundi í Hong Kong: Stærð sneiða ákveðin seinna SIGURGEIR ÞORGEIRSSON Framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna á ekki von á mikilli niðurstöðu á ráðherrafundinum sem stendur í Hong Kong. LÖGREGLA Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. desember eftir fíkniefnafund lögreglunnar í Hafnarfirði. Í fyrradag fann lögregla ríf- lega 100 grömm af amfetamíni, rúm 100 grömm af hassi og 200 skammta af LSD í húsi í Hafnar- firði. Við leitina fundust einnig ýmis skotvopn, sprengiefni og hnífar ásamt ýmsum raftækjum sem talin eru vera þýfi. Þegar húsleitin var gerð voru þrír menn staddir í húsinu og voru þeir allir handteknir. Tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum en sá þriðji situr í gæsluvarðhaldinu. Tveimur tímum síðar gerð leit í húsi í Reykjavík, en þar fund- ust rúmlega 40 grömm af hassi. Einn íbúi hússins var handtek- inn við húsleitina og færður til yfirheyrslu. Honum hefur verið sleppt úr haldi og telst það mál upplýst, samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarlögreglunnar. Aðgerðin var á forræði lög- reglunnar í Hafnarfirði, en við hana naut hún aðstoðar frá sér- sveit ríkislögreglustjóra, lög- reglunni í Kópavogi, lögreglu í Reykjavík og Tollgæslunnar í Reykjavík. - æþe Fíkniefni og vopn fundust í húsleitum lögreglu: Einn í varðhaldi að Þorláksmessu VIÐSKIPTI Stoðir, fasteignafélag í eigu Baugs á í viðræðum um kaup á danska fasteignafélaginu Atlas ejendomer. Eignir Atlas eru metn- ar á um þrjátíu milljarða króna. Fyrir á Baugur hlut í tveimur fasteignafélögum, Keops og Nor- dicom, sem bæði eru skráð í kaup- höllinni í Kaupmannahöfn. Ekki er ósennilegt að stefnt sé að sam- einingu þessara félaga. Bæði fast- eignafélögin hækkuðu á markaði í gær, Keops eftir gott uppgjör en talið er að hækkun Nordicom megi rekja til væntinga um slík- ar fyrirætlanir. Keops er metið á um 46 milljarða króna, en Baugur á þrjátíu prósenta hlut í því. Nord- icom er metið á um 27 milljarða króna, en hlutur Baugs í félaginu er um ellefu prósent. Danska blaðið Börsen birti í gær frétt um slíkar fyrirætlanir. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Norðurlanda- fjárfestinga Baugs, vildi ekki tjá sig um viðræður um kaup á Atlas ejendomer, né orðróm um að danskur fasteignarisi væri í burðarliðnum. Einnig hefur verið nefnd sameining við íslenska fast- eignafélagið Stoðir, en líklegra er að Stoðir verði fremur stór eig- andi að dönskum systurfélögum. Fleiri íslenskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa Atlas ejen- domer, en samkvæmt heimildum eru samningaviðræður við Stoðir langt komnar og jafnvel talið að samningar takist í næstu viku. - hh Stoðir í viðræðum um þrjátíu milljarða kaup: Danskur fasteignarisi í smíðum Á STRIKINU Baugur hyggst bæta enn í fasteignasafn sitt í Kaupmannahöfn, en margar álitlegar fasteignir eru nú þegar í eigu félaga sem Baugur er stór hluthafi í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.