Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 34
Seðlabanki Íslands var stofn-aður með lögum 1961. Hann heyrði frá upphafi eins og viðskiptabankarnir undir við- skiptaráðuneytið (nú iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið), sem var og er fagráðuneyti með tiltölulega þröngt verksvið. Þetta var eðli- leg og æskileg skipan og stuðlaði að sínu leyti að faglegri stefnu- mótun og fagmannlegum vinnu- brögðum í bankanum. Formaður bankastjórnarinnar var lengst af reyndur og vel menntaður hag- fræðingur og hafði aldrei komið nálægt stjórnmálastarfi. Ég er að tala um dr. Jóhannes Nordal, sem var aðalbankastjóri Seðlabankans 1961-1993. Ísland var að vísu gagn- sýrt af stjórnmálum öll þessi ár eins og löngum fyrr og síðar langt umfram eðlilega heilbrigðisstaðla, og það lýsti sér m.a. annars í því, að gömlu helmingaskiptaflokkarn- ir áskildu sér rétt til að hafa menn úr eigin röðum í bankastjórninni við hlið Jóhannesar til eftirlits. Af því er mikil saga, sem Jóhannes þyrfti helzt að segja sjálfur. Hann hélt sig alla tíð í hæfilegri fjarlægð frá hringiðu stjórnmálanna og naut fyrir vikið trausts og virðingar, enda þótt meðvirkni peningastefn- unnar í hans tíð væri of mikil og þá um leið verðbólgan og seta hans samtímis í stjórn Landsvirkjunar sætti gagnrýni með þeim rökum, að sami maður ætti helzt ekki að vera með annan fótinn á bremsunni í Seðlabankanum og hinn á bensín- gjöfinni í gegnum erlendar lántök- ur Landsvirkjunar. Viðskiptaráð- herra Alþýðuflokksins hafði skipað Jóhannes í bankastjórnina. Upprifjun Fyrir fáeinum árum var Seðlabank- inn fluttur úr umsjá fagráðuneyt- isins yfir til forsætisráðuneytisins, sem er á hverjum tíma höfuðaflstöð og taugamiðja stjórnmálalífsins. Þessi tilfærsla var lögfest í kjölfar mikilla átaka um bankann. Átökin kviknuðu m.a. af því fjaðrafoki, sem varð í kringum skipun Stein- gríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra í bankastjórnina. Það var viðskiptaráðherra Alþýðu- flokksins, sem skipaði Steingrím í bankastjórnina, gegn háværum mótmælum, og hann gerði það að því er virtist til að ganga ekki gegn óskráðum helmingaskipta- reglum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ráðherrann varði skipunina með því, að Stein- grímur væri vinsælasti stjórn- málamaður landsins. Steingrímur varði skipun sína í stöðuna m.a. með þeim rökum, að nokkurra ára seta á Alþingi jafngilti doktors- prófi í hagfræði. Átökin um málið drógu dilk á eftir sér: þau urðu til þess ásamt öðru að kljúfa Alþýðu- flokkinn sáluga og skáka honum út úr ríkisstjórn. Þáverandi formaður bankaráðs Seðlabankans sá ástæðu til að saka yfirboðara bankans um spillingu og sagði sig úr ráðinu við annan mann og gekk til liðs við andstæðinga Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum 1995 og var kjörinn á þing. Bankinn var dreg- inn sundur og saman í háði: hundr- uð framhaldsskólanema sóttu um bankastjórastarf, sem var auglýst laust til umsóknar. Með þessu ráðslagi auk annars tefldi Alþýðu- flokkurinn landsstjórninni upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa stjórnað landinu í sameiningu síðan 1995. Alþýðuflokkurinn lagði upp laupana og rann inn í Samfylk- inguna. Tilfærslan á Seðlabanka Íslands til forsætisráðuneytisins gekk þvert á það sjónarmið, sem nýju lögunum var þó í orði kveðnu ætlað að virða, að Seðlabankinn ætti eftirleiðis að njóta og neyta aukins sjálfstæðis gagnvart öðrum stjórnvöldum eins og hefur færzt í vöxt í öðrum löndum. Það hefur sýnt sig, að yfirbragð Seðla- bankans hefur síðustu ár verið pólitískara en nokkru sinni fyrr, enda hafa stjórnmálamenn flutt sig úr baksætinu fram í formanns- sætið í bankastjórninni. Andrúms- loftið á vettvangi stjórnmálanna er að ýmsu leyti harðskeyttara og heitara en oft áður, svo sem marka má m.a. af yfirstandandi og aðsteðjandi deilum fyrir dóm- stólum með ýmislegu stjórnmála- ívafi (Baugsmál, olíumál o.fl.). Og nú hefur fyrrverandi forsætisráð- herra tekið sér sæti sem formað- ur bankastjórnarinnar, beint úr orrahríð stjórnmálanna - og hefur auk þess fengið sektardóm fyrir meiðyrði, ekki fyrir einhverja slysni, heldur fyrir samantekin ráð um róg að því er virðist (sjá t.d. Jónsbók Einars Kárasonar), en það mun vera einsdæmi um seðla- bankastjóra í okkar heimshluta og þótt víðar væri leitað. Orð eru dýr í seðlabönkum, og þess vegna m.a. henta stjórnmálamenn, sem hafa verið dæmdir fyrir meiðyrði, öðrum síður til setu í seðlabanka- stjórnum. Sjálfsráðning hans til bankans er þó rökrétt framhald úr nýliðinni fortíð, enda hafa ekki færri en tveir fyrrverandi viðskiptaráðherrar „tekið bank- ann“ síðustu ár án þess að vekja umtalsverða andúð. Annar þeirra gaf þá skýringu á vistaskiptunum, að hann væri orðinn þreyttur á linnulausri gagnrýni á embættis- verk hans í ráðuneytinu. Hann tók nokkru síðar að sér ásamt öðrum milligöngu við einkavæðingu Búnaðarbankans og gerðist einn ríkasti maður landsins án þess að vekja teljandi eftirtekt eða andúð, að því er séð verður. Á undan nýja bankastjóranum nú gegndi formennsku í banka- stjórninni fyrrverandi mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, sem flokkurinn þurfti á sínum tíma að koma fyrir í bankanum, þótt hann hefði aldrei látið efna- hagsmál eða fjármál til sín taka. Hann hafði áður um alllangt skeið skrifað reglulega dálka í Morg- unblaðið um stjórnmál án þess að sýna efnahagsmálum nokkurn sérstakan áhuga eða skilning, enda er maðurinn lögfræðing- ur að mennt. Þessi bankastjóri var um tólf ára skeið ritstjóri Fjármálatíðinda, sem var eina hagfræðitímarit landsmanna, og hann virtist ekki sjá neitt athuga- vert við að ritstýra tímaritinu, þótt hann væri ekki læs á mikinn hluta þess, sem þar stóð. Það er þó þakkarvert, að hann skuli ekki einnig hafa tekið að sér að ritstýra Læknablaðinu. Sjálfstæði Seðlabankar þurfa að njóta sjálf- stæðis gegn ásælni stjórnmála- manna, og í þá átt hafa menn einmitt verið að færa seðlabanka- löggjöfina undangengin ár í öðrum löndum nær og fjær. Stjórnmála- menn fóru ekki vel á fyrri tíð með það áhrifavald, sem þeir höfðu yfir seðlabönkum. Þeir neyttu lags til að skikka seðlabankana til að veita óréttmæta fyrirgreiðslu með því t.d. að prenta peninga eða lækka vexti fyrir kosningar til að kaupa sér atkvæði með annarra fé, og afleiðingin var verðbólga og olli efnahagslífinu miklum og langvinnum skaða. Þess vegna reið á því að reisa lagalegar skorð- ur við slíkri misnotkun, og það var gert. Seðlabankar eru í aðra röndina eins og dómstólar og fjöl- miðlar: þeir þurfa að vera hafnir yfir grunsemdir um pólitíska hlut- drægni, því að ella geta þeir ekki gert fullt gagn. Seðlabankar eiga ekki að vera í kallfæri frá stjórn- málamönnum, ekki frekar en við- skiptabankar eða dómstólar. Pólit- ískir seðlabankar eru tímaskekkja eins og ríkisviðskiptabankar og flokksblöð, að ekki sé nú minnzt á hlutdræga dómstóla eða lögreglu. Þetta grundvallarsjónarmið hafa menn í reyndinni ekki virt hér heima þrátt fyrir seðlabankalögin frá 2001 eins og ítrekuð misnotkun stjórnmálastéttarinnar á banka- stjórn Seðlabankans í eiginhags- munaskyni vitnar um. Viðskipta- bankar og sjóðir eru að vísu ekki lengur í ríkiseigu, en einkavæð- ingu þeirra nýlega var eigi að síður ábótavant í ýmsum greinum, og um það má hafa margt til marks. Ein- dregin afskipti stjórnmálamanna af einkavæðingarferlinu, útilok- un erlendra keppinauta (nema til skrauts), auðgun vel tengdra einkavina og áframhaldandi seta hátt settra erindreka stjórnmála- flokkanna í bankaráðum tveggja stærstu bankanna eftir einkavæð- ingu segja í rauninni allt, sem segja þarf um það mál. Ítrekaðar árásir stjórnmálamanna á Hæstarétt, t.d. vegna úrskurðar réttarins um fiskveiðistjórnina 1998 og aftur um öryrkjamál 2000, eru angi á þess- um sama meiði og vitna um ónóga virðingu stjórnmálamannanna fyrir aðgreiningu valds í nútíma- lýðræðisríki; það bætir ekki úr skák, að Hæstiréttur sneri við blað- inu í báðum málunum eftir þungar ákúrur stjórnmálamannanna. Íhlutun Vandinn tekur á sig ýmsar aðrar myndir. Eftir vaxtahækkun Seðla- bankans í desember 2005 lýstu for- menn beggja ríkisstjórnarflokka efasemdum um réttmæti hækkun- arinnar og túlkuðu hana jafnframt sem stefnubreytingu bankans, væntanlega að höfðu samráði við nýja bankastjórann, sem var nán- asti samverkamaður þeirra í rík- isstjórn. Eða hættu þessir menn skyndilega að bera saman bækur sínar eftir bankastjóraskiptin? Gagnrýni beggja oddvita ríkis- stjórnarflokkanna á vaxtaákvörð- un Seðlabankans jaðrar við íhlutun í landi, þar sem sjálfstæði bankans er enn jafnveikt og raun ber vitni um. Leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins lagði á hinn bóginn blessun sína yfir gjörninginn. Allir flokksformennirnir þrír virðast líta á það sem sjálfsagðan hlut, að þeir úttali sig um vaxtaákvarðanir Seðlabankans. Þeir mættu gjarnan leiða hugann að því, hvers vegna t.d. forsætisráðherra Bretlands eða fjármálaráðherra skipta sér ekki af vaxtaákvörðunum Englandsbanka. Enginn flokksformannanna þriggja virðist sjá neitt athugavert við það, að oddvitar stjórnmálaflokkanna haldi áfram að braska sín á milli með bankastjórastöðurnar í Seðla- bankanum í blóra við anda og efni laganna frá 2001. Það var Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, sem bauð Steingrími Her- mannssyni bankastjórastöðuna á sínum tíma, væntanlega til að gera „hefð“ úr skipun Geirs Hallgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, í embætti seðlabankastjóra. Formaður Samfylkingarinnar má Pólitískari en nokkru sinni fyrr [ SEÐLABANKASÖGUR I ] SEÐLABANKI ÍSLANDS Tilfærslan á Seðlabanka Íslands til forsætisráðuneytisins gekk þvert á það sjónarmið, sem nýju lögunum var þó í orði kveðnu ætlað að virða, að Seðlabankinn ætti eftirleiðis að njóta og neyta aukins sjálfstæðis gagnvart öðrum stjórnvöldum eins og hefur færzt í vöxt í öðrum löndum. „Pólitískir seðlabankar eru tímaskekkja eins og ríkisviðskiptabankar og flokksblöð, að ekki sé nú minnzt á hlutdræga dómstóla eða lögreglu.“ Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor tók þenn- an texta upphaflega saman í þrem hlutum handa vikuritinu Vísbendingu. Þegar upp var staðið, þótti fara betur á því, að efnið kæmi fyrir sjónir breiðari lesendahóps, svo að úr ráði varð að birta það heldur í tvennu lagi hér í Fréttablaðinu. Síðari hlutinn birtist á morgun. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 26.900 kr. NOKIA 6230i SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.