Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 20
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR BT Skeifan kl. 15-16 BT Hafnarfjörður kl. 16-17 BT Smáralind kl. 17-18 BT Selfoss kl. 17-18 Hljómar betur! 1.899 2.999 ■ LAUGARDAGUR, 10. DES. Herra Stríð eða Stríðsherr- ann Fór í bíó og sá Herra Stríð eða Stríðsherrann í Háskólabíói. Mynd um vopnasala. Einstöku sinnum tekst að smygla hugmynd handa heilvita fólki gegnum nálar- auga síðbernskra Hollywoodfram- leiðenda. Til eru skotvopn handa tólfta hverjum jarðarbúa, og í svipinn er fremur útlit fyrir að það takist að vopna hina ellefu en að vopnum fækki. Það er umhugs- unarefni að stærstu vopnasalar heimsins eru bara peð við hliðina á þeim ríkisstjórnum sem stunda þessa arðvænlegu kaupsýslu. Og á þeim markaði gnæfa vinir okkar, Bandaríkjamenn, hátt yfir alla aðra. ■ SUNNUDAGUR, 11. DES. Bækur sem ekki þarf að stinga í samband Í þessari viku lýkur þátttöku minni í þeirri flúðasiglingu sem rithöf- undar stunda í jólabókaflóðinu. Það er dáldið skrýtin reynsla fyrir rithöfund að vera á vappi inni í bókabúð reiðu- búinn til að árita bækur sínar. Ég var í Eymundsson í Austurstræti. Mér fannst hálf- partinn eins og ég væri að trana mér fram, væri að trufla fólk frá því að velja sér bækur í friði. En ég harkaði af mér og rifjaði upp þá staðhæf- ingu að það sé sjálfsögð þjónusta rithöfundar við lesendur að vera reiðubúinn að árita bækur handa þeim sem þess óska. Annars var tíminn fljótur að líða. Sumir sem voru þarna gáfu sig á tal við mig, og altént hafði maður nóg að lesa. Kosturinn við að vera læs er að manni þarf aldrei að leiðast. Bækur eru yndislegar. Í þær getur maður sótt fróðleik, skemmtun, hugaró, samkennd, spennu – hvað sem er. Maður ræður hraðanum sjálfur og getur gert hlé þegar manni sýnist. Maður þarf ekki að stinga bók í samband við rafmagn eða slá inn aðgangsorð sem maður er búinn að gleyma. Maður þarf ekki fjarstýringu eða afruglara. Maður þarf ekki að flýta sér að klára að borða til að missa ekki af byrjuninni, og ef maður skilur ekki flækjuna getur maður flett til baka og áttað sig á hlutunum. Ég elska bækur og get aldrei fengið nóg af þeim. ■ MÁNUDAGUR, 12. DES. Skrýtnar ídýfur „Ég gjörsamlega missti andlitið,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir um sín fyrstu viðbrögð við sigrin- um í fegurðarsamkeppninni Ung- frú heimur í Kína um helgina. Það er ánægjulegt að íslenskri stúlku skuli vegna vel, en orða- lagið á fréttinni er fremur óheppi- legt. Það yrði uppi fótur og fit ef nýbakaður heimsmeistari í söng missti röddina og það hlýtur að koma sér ákaflega illa fyrir nýkjörna fegurðardrottningu að missa skyndilega andlitið. Annars er það ljótt að snúa út úr fyrir fólki. Kannski hefur einhver fréttamaður umorð- að þetta og haldið að „missa andlit- ið“ þýði að verða hissa. Blaðamenn eru viðsjálsgrip- ir og þegar kemur að orðnotkun fá þeir stundum skrýtnar „ídýfur“, eins og einn kunningi minn kemst að orði, en hann er þeirrar skoðunar að orðið „ídýfa“ sé nákvæm þýð- ing á útlenda orðinu „ídea“. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 13. DES. Hroðvirkni Skaparans Eitthvað hefur skaparinn verið að flýta sér þegar hann raðaði upp í mig tönnunum. Að minnsta kosti finnst tannlækninum mínum, henni Friðgerði, að þar hafi ekki verið fagmannlega að verki staðið. Smátt og smátt er hún að reyna að laga þetta svo að ég geri ráð fyrir að það standi heima að ég verði orðinn eins og Hollywoodstjarna til munnsins þegar ég fer í gröfina. Mér líður vel í tannlæknastóln- um. Þarf ekkert að gera annað en að láta fara vel um mig og gapa. Friðgerður tekur eina tönn fyrir í einu og breiðir gúmmímottu yfir túlann á mér. Á mottunni er gat og út um gatið gægist tönnin sem á að lagfæra í dag. Við hlustum á útvarpið og spjöllum saman meðan Friðgerð- ur vinnur. Það er að segja hún spjallar og ég segi við og við: „Úggh“ eða „Aggahúggh“. Talið berst að útvarpsauglýs- ingum. Við erum sammála um að sumar auglýsingar séu farnar að fara ískyggilega mikið í taugarnar á okkur. Friðgerður segir að Brimborg- arauglýsingin „Öruggur staður til að vera á“ sé heimskulegasta setning í veröldinni. Ég reyni að tjá þá skoðun mína að „SS – Bestir fyrir bragðið“ sé enn þá sorglegra dæmi um niður- lægingu mannlegrar hugsunar. Því miður á ég erfitt með að tjá mig, en Friðgerður skilur hvað ég meina þegar ég segi af sannfær- ingarkrafti: „Aggh Haggh – eggh hyggt yggh hyggh haggh higgh.“ Það er furðulegt að virðuleg fyrirtæki skuli láta auglýsinga- viðundrin pranga inn á sig svona þvælu. Í kvöld kom heldur betur í ljós að bænir geta borgað sig. Við sáum Ingibjörgu vinkonu okkar í sjón- varpinu. Hún er nýkomin heim úr mikilli læknisaðgerð í Svíþjóð og hefur fengið mikinn bata við Parkinsonveiki. Aðgerðin var gerð 28. nóvember og þann dag söfnuðust vinir hennar saman til bænastundar í Hallgrímskirkju. Það er gaman þegar eitthvað gengur vel. ■ MIÐVIKUDAGUR, 14. DES. Bein útsending Skemmtileg tilbreyting. Inga Lind frá Stöð 2 kom í heimsókn til að hafa viðtal við mig. Bein útsending úr Norska bakaríinu. Hún segir að Kastljós í Ríkissjónvarpinu blakkmeili fólk og segi: Ef þið farið í Ísland í dag þá viljum við ekki fá ykkur í Kastljós. Hún segir að það sé óþolandi að ríkisfyrirtæki noti sér stöðu sína í samkeppni við sjálfstæða aðila. Já, ljótt er ef satt er. Einokun er óþolandi. Og þetta er bara fauta- skapur. Hvernig þætti mönnum ef eigendur Spalar bönnuðu öllum nema áskrifendum Moggans að aka gegnum Hvalfjarðargöng- in? Eða ef aðeins opinberir starfs- menn fengju afgreiðslu í Bónusverslunum? Ég er öskureiður. Ég er með breiðband frá Símanum en get ekki horft á NFS af því að Síminn sem á Skjá 1 vill ekki gera fólki kleift að horfa á NFS. Þetta er ekki frjáls samkeppni, heldur dólgakapítalismi af verstu sort, og dólga á að siða til með lögum. Viðtalið tekur sex mínútur og ég gleymi öllu sem ég ætlaði að segja af því að Inga Lind er búin að gera mig svo reiðan út í frekju- dólgana. ■ FIMMTUDAGUR, 15. DES. Simpansi og listfræðingur mætast Frétt á netinu bjargar þessum degi: „Simpansi gabbaði listfræðing. Þýskur listfræðingur lét telja sér trú um að málverk eftir simpansa væri eftir þekkt- an listamann. Málverkið var eftir kvensimp- ansann Banghi, sem á heima í dýragarðinum í Halle, en doktor Katja Schneider, f r a m k v æ md a - stjóri Ríkislista- safnsins í Moritzburg í Sachsen- Anhalt, taldi það vera eftir Ernst Wilhelm Nay, sem var þýskur list- málari er m.a. hlaut verðlaun og sýndi í Guggenheim. „Þetta lítur út fyrir að vera Ernst Wilhelm Nay. Hann var frægur fyrir svona litaslettur,“ sagði doktor Schneider. Það var dagblaðið Bild sem gabbaði listfræðinginn, og þegar henni var sagt hvers kyns var sagði hún: „Já, mér sýndist [verk- ið] fremur fljótfærnislega unnið.“ Upplestur á Krákunni í Grund- arfirði. Frábærar móttökur hjá Höllu og Finna. Frábærar undir- tektir. Frábært ferðalag í frábæru veðri. Var að koma heim. Klukkan er tuttugu mínútur yfir eitt. Dauð- þreyttur. Farinn að sofa. ■ FÖSTUDAGUR, 16. DES. Jólin nálgast Upp við fyrsta hanagal. Nei, tóm lygi. Svaf til 10. Þrír upplestrar. Líf og fjör! Og smá þreyta. Skrýtnar ídýfur, simp- ansi og frekjudólgar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um Holly- woodkvikmynd handa heilvita áhorfendum. Sagt er frá frábærri ferð til Grund- arfjarðar, dólgakapítalistum, simpansa og listfræðingi og hroðvirkni Skaparans. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.