Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 51
[ ] Systurnar Ásthildur og Erna Skúladætur fóru í þriggja mán- aða reisu um Asíu síðasta sum- ar ásamt Hrafnhildi Magnús- dóttur vinkonu sinni. Samtals heimsóttu stöllurnar níu lönd og lá leiðin frá Istanbul í Tyrk- landi til Katmandú í Nepal. „Við fórum á vegum Ferðaskrif- stofu stúdenta og með ferðaskrif- stofu sem heitir Dragoman,“ segir Ásthildur. „Við hittum hópinn sem við ferðuðumst með í Istanbul og í honum var fólk frá öllum heims- hornum.“ Frá Tyrklandi lá svo leiðin til Georgíu. „Í Georgíu er rosalega mikið af kirkjum,“ segir Ásthildur. „Og rosalega mikið af osti,“ bætir Erna við. „Þar kom allur matur með osti eða á osti. Maður varð sold- ið þreyttur á að skoða kirkjur og borða ost,“ segir Erna og hlær. „Já, ég held ég sé búin að skoða georg- ískar kirkjur fyrir lífstíð,“ segir Ásthildur. Gullinn forsetinn á spíral Frá Georgíu lá leiðin til Aser- baídsjan og þaðan var siglt yfir Kaspíahaf til Túrkmenistan. „Þegar við komum að landamærum Túrk- menistan fengum við túrkmenskan leiðsögumann sem fylgdi okkur allan tímann,“ segir Ásthildur. „Þeir hleypa ekki hverjum sem er inn í landið og fá rétt í kringum 2.500 ferðamenn á ári. Svo fengum við kort sem búið var að teikna inn á hvaða leiðir við máttum keyra,“ segir Ásthildur og hristir hausinn. „Og svo eru vegatálmar á hundr- að kílómetra fresti til að tryggja að maður sé á réttum vegi,“ bætir Erna við. „Það er rosalega passað upp á að ferðamennirnir sjái ekkert sem þeir mega ekki sjá.“ Túrkmenistan er talið eitt af spilltustu löndum heims. Forseti landsins, Saparmurat Niyazov, er alræmdur einræðisherra og ber land og þjóð merki þess. Stelpurnar segja að á einu torginu í Askabad sé gríðarstór gullin stytta af forsetan- um sem snýst á spíral. „Spírallinn snýst svo að sólin skíni alltaf á and- lit styttunnar,“ segir Ásthildur. „Svo voru verðir úti um allt,“ segir Erna. „Vopnaðir verðir, sem reyndar voru meira forvitnir um ferðamennina en ógnandi, en þeir gættu þess að maður tæki ekki myndir af því sem ekki mátti taka myndir af. Maður mátti bara mynda í ákveðnar áttir svo það færi ekkert inn á mynd- ina sem ekki mátti sjást,“ segir Erna og hlær. „En ég hef aldrei séð svona hreina borg,“ bætir hún við. „Maður hefði getað borðað af göt- unum. Svo voru konur úti um allt að moppa gangstéttirnar, bara að skúra göturnar.“ Stelpunum fannst einnig skrítið að heyra að öll hótel borgarinnar voru hleruð. „Forset- inn er stórskrítinn,“ segir Ásthildur hlæjandi. Borgin Askabad fór illa út úr jarðskjálfta árið 1948 og eftir að Niyazov komst til valda hefur hann byggt upp borgina næstum alger- lega eftir sínu eigin höfði. „Í Ask- abad er til dæmis risastórt breið- stræti sem er skreytt gosbrunnum á miðju götunnar upp og niður strætið. Sitt hvoru megin eru svo fimm stjörnu hótel sem ná upp alla götuna,“ segir Ásthildur og baðar út höndunum til að leggja áherslu á víðfeðmi hótelanna. „Og öll þessi hótel eru fyrir þessa 2.500 túrista sem koma til landsins á ári,“ bætir Erna við og þær hlæja dátt. „En Túrkmenar höfðu ekkert slæmt um forsetann að segja,“ segir Ásthildur. „Að minnsta kosti ekki við okkur,“ bætir Erna við. Fólk er bara fólk Eftir áhugaverða dvöl í einu spillt- asta ríki heims var haldið til Úsbek- istan. Stelpurnar lentu í því að villast í Bukhara og þurftu að leita sér hjálpar hjá innfæddum. „Við mundum bara helminginn af hótel- nafninu,“ segir Erna. „Við reynd- um að tala við einhvern mann en hann talaði bara úsbeksku. Hann náði hinsvegar í annan mann og sá maður leiddi okkur út um allan bæ þar til hann bankaði upp á hjá ein- hverri fjölskyldu. Þar bjó strákur sem talaði nokkur orð í ensku og strákurinn fylgdi okkur svo upp á hótel.“ Erna segir óþarfa að hræð- ast fólk þó maður sé staddur í fram- andi landi. „Fólkið í Úsbekistan var æðislegt. Og maður lærði að fólk er bara fólk hvert sem maður kemur.“ Frá Úsbekistan lá leiðin til Kirgisi- stan og þaðan til Kína. Við komuna til Kína missti hópurinn trukkinn sinn í klær skrifræðis yfirvald- anna. „Maðurinn sem átti að sjá um pappírsvinnuna í Kína hafði farið í sumarfrí án þess að ganga frá leyfinu sem þurfti fyrir trukk- inn,“ segir Erna. „Við þurftum því bara að gjöra svo vel að bíða þar til hann kæmi úr fríi.“ Hópurinn missti trukkinn góða í níu daga og þurfti að ferðast í lítilli gulri rútu í staðinn. Í grunnbúðum Everest Næst lá leiðin til Tíbet og voru þá stelpurnar búnar að sjá og upplifa margt. Þær voru hættar að kippa sér upp við að sjá menn á gangi í miðbænum með kindur í eftirdragi en í borginni Lhasa í Tíbet sáu þær margar skemmtilegar andstæður. Á götunum tuldraði fólk bænir í tíma og ótíma. Væri litið til hægri sáust menn á hnjánum að biðja og til vinstri hljóp jakkafataklæddur maður með skjalatösku. „Þó þetta væri gamaldags að einhverju leyti þá sá maður líka búddamunkana kaupa sér snakk og tala í farsíma,“ segir Erna og Ásthildur bætir við að einnig hafi verið skrítið að sjá búddistana hlaupandi um borgina í strigaskóm með North Face bak- poka að tala í gemmsann. Lokaáfangastaður ferðarinn- ar var Nepal þar sem Everest- fjall blasti við í allri sinni dýrð. Hópurinn keyrði á trukknum í átt að grunnbúðunum og var geng- ið síðustu átta kílómetrana. „Það var ekkert búið að sjást í Everest í marga daga,“ segir Erna. „En þegar við vorum að ganga síðasta spölin og tókum síðustu beygjuna í grunnbúðirnar birti til og fjallið blasti við okkur.“ Stelpurnar létu þó grunnbúðirnar nægja, þær létu það vera að príla á topp Everest og fannst fjallið nógu tignarlegt þaðan sem þær stóðu. Ásthildur og Erna segjast reynslunni ríkari og landakortið virki meira lifandi fyrir þeim eftir ferðina. „Við vorum strax farnar að plana næstu ferð í flugvélinni á leið- inni heim,“ segir Ásthildur. Báðar eru þær sammála um að gott hafi verið að fara fyrstu heimsreisuna í hópi. Það hafi veitt þeim dýrmæta reynslu til að ferðast í framtíðinni á eigin ferðafótum, sem án nokkurs vafa verða nokkuð fráir. johannas@frettabladid.is Jólafríin eru að byrja og margir þurfa að ferðast landshorna á milli til þess að geta verið heima hjá sér á jólunum. Þeir sem ætla að fljúga innanlands fyrir jólin og eru ekki búnir að panta flug ættu að kynna sér hið snarasta hvort einhver sæti eru laus. Á ferð í Tíbet. Bænahjól í skarði Himalaya- fjalla. Bænahjólin dreifa bænum með vindinum. Trukkurinn Tonka sem ferðast var í um alla Asíu. Á toppi veraldar með Everest í baksýn. Ásthildur og Erna Skúladætur og Hrafnhildur Magnúsdóttir í grunnbúðum fjallgöngugarpa Tíbet-megin. Níu landa Asíuferð Júrt í Úsbekistan, hirðingjabústaður í eyði- mörkinni sem stelpurnar gistu í. Í ferðinni var gist á ýmsum stöðum; fjögurra stjörnu hleruðu hóteli í Túrkmenistan, í tjaldi undir berum himni og við opinn eld undir stjörnuhimni á hásléttum Tíbet. Hér má sjá menn stunda þjóðaríþrótt Kirgisistan. Geit er slátrað og höfuð og fætur skorin af. Svo er spilað póló með skrokkinn. Tveir menn á hestbaki eru í hvoru liði og markmiðið er að koma geitaskrokknum á litla pjötlu sem liggur á jörðinni. Fjölskyldumoska forsetans í Túrkmenistan. Moskan er öll úr gulli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.