Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 77
MAÐURINN „Ég er Stefán Svan, útskrifaðist sem fatahönnuður síðasta vor og vinn núna í verslun- inni Kronkron á laugavegi. Ég er í smá hléi núna frá hönnuninni en er samt með stúdíó með þremur öðrum fatahönnuðum.“ TÓNLISTIN „Ég hlusta á flestallt, án þess þó að vera alæta á tónlist því það er margt sem ég þoli ekki. Ég kann vel við Depeche Mode, Trabant og finnst líka gaman að hlusta á Manowar.“ FATASTÍLLINN „Er frekar sportí í klæðaburði. Geng mikið í galla- buxum og peysum en fíla líka fallegar peysur og skyrtur. Ég hef gaman af því að vera fjölbreyttur í fatastíl og geta mætt einn daginn mjög fínn og þann næsta ekki jafn fínn. Samt reyni ég að vera oftast frekar smekklegur þar sem ég vinn nú í fataverslun.“ MORGUNNINN „Ég vakna kort- eri áður en ég á að mæta í vinnu. Reyni að sofa sem lengst fram eftir, ligg svo uppi í rúmi og ákveð hvaða fötum ég ætla að vera í þann daginn. Klæði mig svo og stekk út, gríp jafnvel kaffibolla á leiðinni í vinnuna.“ ÞRÍR HLUTIR SEM EINKENNA STEFÁN „Smá kaos, ég borða ekki fisk og svo held ég að ég sé kannski svo- lítið skemmtilegur og fyndinn.“ BÚÐIR „Augljóslega eru Kronkron og Kron í uppáhaldi. Ég fíla líka Adam og Evu og finnst að fólk ætti að leggja leið sína þangað. Einnig finnst mér Ígulker frábær búð.“ BANNAÐ „Það er bannað að fylgja fjöldanum og gleyma sjálfstæðri hugsun.“ ÞRÁHYGGJA „Ég er með þrá- hyggju sem einkennist af því að ég kaupi stundum sama hlut- inn tvisvar ef ég er sérstaklega heillaður af viðkomandi hlut. Gæti til dæmis keypt sama disk- inn tvisvar ef ég sé hann á til- boði og finnst hann frábær. Ég er þó farinn að standast þetta stundum.“ SKARTGRIPIR „Ég nota ekki mikið af skartgripum en nota stundum tvö hálsmen. Ef ég er að fara út á kvöldin þá á ég það til að setja á mig skartgripi. Ég nota samt ekki hringa en hef gaman af því að skreyta mig með hálsmenum eða nælum.“ RAKSPÍRI „Ég nota eiginlega þrjá. Thirry Muglier og svo nota ég gamalt kölnarvatn sem heitir 4711 og er búið að vera til í fimmtíu ár eða eitthvað. Svo nota ég líka stundum Issey Miyaki.“ HÁRIÐ „Ég reyni nú bara að gera sem minnst við það. Er reyndar nýbúinn að fara í fína klippingu en ég er frekar mikill lúði þegar kemur að hárinu, vil helst hafa það bara frekar eðlilegt.“ FRÍ „Mig langar í frí og er eigin- lega sama þótt ég færi til Kanarí- eyja. Langar bara að slappa af og hafa ekkert til að hugsa um. Mig langar líka að heimsækja vinkonu mína í New York og er reyndar að fara að hitta systur mína sem býr rétt hjá London, ætla að eyða jólunum hjá henni.“ GRÆJUR „Dagsdaglega nota ég græjur eins og síma, kaffivél, iPod og tölvuna mína sem ég nota sennilega langmest.“ HEIMA „Ég var að kaupa mér íbúð og er búinn að búa þar í svona þrjá mánuði. Ég er alltaf á leiðinni að gera hana alveg frábærlega flotta en hún lítur alltaf út eins og ég sé nýfluttur inn.“ HIÐ FULLKOMNA KVÖLD „Þá væri ég staddur einhvers staðar í Vín að dansa Vínarvals ásamt fjöl- skyldu og vinum. Ég kunni nú einu sinni að dansa vínarvals og langar ógurlega mikið að læra það aftur eftir að ég sá sjónvarpsþáttinn So you think you can dance.“ BARINN „Ég fer mikið á Sirkus vegna þess að þangað fara flestir vinir mínir og kunningjar. Einnig fer ég mikið á 101 bar. Þangað er gott að fara eftir vinnu og fá sér kaffi og svo er maturinn þar frábær.“ DRYKKURINN „Martini extra dry. Mér finnst líka gott að drekka Hyleblomst sem er danskur safi. Ég smakkaði hann fyrst úti í Dan- mörku og núna sendir vinkona mín mér reglulega birgðir af honum.“ BÆKUR „Er búinn að vera að lesa reyfara og glæpasögur eftir Arn- ald Indriðason og Dan Brown. Núna er ég líka að lesa bók eftir Haruki Murakami sem heitir Underground. Svo gríp ég þess á milli í spendýrabókina eftir David Attenborough en ég bý yfir óstöðvandi áhuga á dýrum.“ TÍMARIT „Mér leiðast tískutímarit þó stundum sé gaman að glugga í þau. Skemmtilegast þykir mér að lesa slúðurtímarit eins og OK og svo les ég líka stundum Lifandi vísindi.“ TÍSKUFYRIRMYND „Hmmm...ég veit ekki hvort ég á einhverja. Ég veit samt að ég á alveg eins jakka og Lalli Johns. Ég held í rauninni að tískufyrirmynd mín sé blanda af mörgum aðilum.“ BORGIN „Uppáhaldsborgin mín er eiginlega París. Ég hef kynnst henni einna best af þeim borgum sem ég hef heimsótt. Hún er falleg og skemmtileg og og þar er mann- lífið svo fjölbreytilegt og áhuga- vert. En mér finnst Reykjavík líka alveg frábær borg sem hefur upp á margt að bjóða.“ BOÐORÐ „Að reyna að skilja fólk áður en maður dæmir það og að gefa stefnuljós.“ FRAMTÍÐIN „Mig langar að búa hérna í Reykjavík en einnig langar mig að ferðast og vinna erlendis. Væri mjög til í að vinna tengt tísku eða stíl. En svo gæti ég líka tekið upp á einhverju allt öðru og farið að rannsaka seli einhvers staðar á norskri dýraskoðunarstöð.“ STEFÁN SVAN Fatahönnuður. NÆLA Þessi var keypt í Kóreu. Hann er útskrifaður sem fatahönnuður og starf- ar í ofursvölu fatabúð- inni Kronkron. Hann drekkur danskan djús á meðan hann hlustar á Trabant og lætur sig dreyma um störf í tísku- heimum fjarlægra landa. Borghildur Gunnarsdóttir fékk að vita meira um Stefán Svan. KRONKRON Vinnustaður fatahönnuðarins. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 14.900 kr. NOKIA 6020 SÍMI STÍLLINN HANS...STEFÁNS KÖLNARVATNIÐ „4711 hefur verið til í fimmtíu ár eða eitthvað.“ PARÍS Er eftirlætisborg Stefáns. TRABANT „Ég kann vel við Depeche Mode, Trabant og Manowar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.