Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 62
LAUGARDAGUR 17. desember 2005
HVAÐ ER ÞAÐ MERKILEGASTA
SEM FORNLEIFAFRÆÐINGAR
HAFA FUNDIÐ?
Fornleifafræðingar myndu flestir
segja að allar fornleifar séu merki-
legar og að ekki sé hægt að gera
upp á milli þeirra – hver einasti
gripur og bygging séu mikilvæg til
að hjálpa okkur að skilja fortíðina.
Það er rétt svo langt sem það nær
en hinsvegar hafa fornleifar oft
meira gildi en bara sem einingar í
rökræðu vísindamanna um fortíð-
ina. Sumar fornleifar öðlast frægð
og fá tilfinningalegt og táknrænt
gildi fyrir hópa fólks. Hér á Íslandi
myndum við til dæmis getað bent
á Valþjófsstaðarhurðina eða Kon-
ungsbók Eddukvæða sem mikil-
væga forngripi fyrir íslenska þjóð-
erniskennd. Sögulegir staðir eins
og Þingvellir geta líka haft þannig
táknrænt gildi.
Sumir staðir „merkilegri“ en aðrir
Frægir gripir og staðir eru aðeins
örlítið brot af öllum fornleifum í
heiminum. Þeir eru samt mikil-
vægir því athygli almennings bein-
ist að þeim og athyglinni fylgir
fjármagn. Því sinna vísindamenn
slíkum fornleifum meira en hinum
sem ekki hafa orðið frægar. Á
Heimsminjaskrá UNESCO – menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna – er úrval fornleifastaða
(og raunar náttúruminjastaða líka)
sem alþjóðasamfélagið hefur skil-
greint sem merkilegri en aðra.
Þingvellir eru eini íslenski
staðurinn á þessari skrá en íslensk
stjórnvöld hafa líka friðlýst um
700 staði. Þessar friðlýsingar eru
komnar nokkuð til ára sinna og
nokkuð umdeildar, en þær byggja
að minnsta kosti á þeirri hugmynd
að sumir staðir séu merkilegri en
aðrir. Ekki eru til sambærileg skil-
greiningakerfi fyrir forngripi en
þeir eru undantekningalítið varð-
veittir á opinberum söfnum sem
hvert um sig leitast við að hafa
á sýningum sínum þá gripi sem
þykja merkastir.
Mikilfengleg mannvirki
Frá fornöld hafa menn talað um sjö
undur veraldar. Þetta voru allt stór-
fenglegar byggingar í Austurlönd-
um nær og við Miðjarðarhaf. Um
margar þeirra eru engin ummerki
lengur en aðrar, til dæmis pýram-
íðinn mikli í Giza, standa enn til
vitnis um forn verkfræðiafrek.
Mikilfenglegar mannvirkjaleifar
eins og pýramíðarnir, Kínamúr-
inn og Stonehenge eru líklega það
sem fólki dettur fyrst í hug þegar
talað er um merkilegustu fornleif-
ar heims. Mannvirki af því tagi
eru líka ótvírætt merkileg af því
að þau eru óvenjuleg og af því að
menn hafa spáð í þau nánast frá
því að þau voru reist; reynt að
skilja tilgang þeirra, hvernig þau
voru byggð og hvað þau segja um
fortíðina. Þau hafa þannig mótað
söguna og skilning okkar á henni.
Æsilegir fornleifafundir
Margir fornleifafundir eru æsi-
legir og fá mikla kynningu því
þeir veita skyndilega innsýn inn
í fortíðina. Staðir eins og Pompei
og gröf Tut ankh amons eru í þess-
um flokki, einnig ísmaðurinn Ötzi,
en líka staðir eins og L‘anse aux
Meadows – búsetuleifar norrænna
manna á Nýfundnalandi – sem í
sjálfu sér geta ekki talist æsileg-
ir, en virðast staðfesta kenningar
sem áður höfðu verið dregnar í
efa.
Fornleifar sem breytt hafa hug-
myndum
Önnur nálgun er að benda á þær
fornleifar sem mest hafa komið á
óvart og mestu hafa breytt fyrir
skilning okkar á fortíðinni. Þar
undir eru ýmsir fundir á seinni
hluta 19. aldar sem vörpuðu nýju
ljósi á uppruna og þróun mannsins.
Meðal þeirra eru beinafundurinn í
Neanderthal 1856 og hellamálverk-
in í Altamira á Spáni sem fundust
1879. Slíkir fundir hafa gerbreytt
hugmyndum manna um mannkyns-
söguna.
Algengara er þó að hugmynd-
irnar breytist smátt og smátt með
mörgum fundum sem hver og einn
lætur ekki mikið yfir sér en mynda
nýjan skilning þegar þeir leggjast
saman. Þannig hafa fáir heyrt um
staði eins og El Wad, Azraq, ‚Ain
Mallaha, WF16, Abu Hureyra eða
Hallan Çemi Tepesi en rannsóknir
á þeim og mörgum öðrum í Aust-
urlöndum nær á undanförnum
áratugum hafa þó gerbreytt hug-
myndum okkar um upphaf land-
búnaðar fyrir meira en tíu þúsund
árum síðan.
HVAR ER HÆGT AÐ LÆRA FORN-
LEIFAFRÆÐI?
Fornleifafræði er hægt að læra æði
víða. Flestir Íslendingar sem starfa
á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð
(Gautaborg, Uppsölum) og á Bret-
landi (London), en einnig eru dæmi
um að íslenskir fornleifafræðing-
ar hafi sótt menntun sína til ann-
arra landa, til dæmis Danmerkur,
Noregs, Þýskalands, Frakklands,
Ítalíu og Bandaríkjanna. Árið 2002
var sett á stofn námsbraut í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands og
er greinin kennd til 60 eininga (2
ár) til BA-prófs og einnig til MA-
prófs. Í flestum háskólum á Vest-
urlöndum þar sem fornleifafræði
er kennd til BA- eða BS-prófs tekur
námið í heild þrjú ár en algengt
er að menn taki aukafag með og
fornleifafræðinámið sé þá tvö ár.
Framhaldsnám í fornleifafræði
getur tekið allt frá einu ári (meist-
aranám í breskum skólum) og upp
í 3-5 ár.
Staðbundin fræðigrein
Fornleifafræði er fremur stað-
bundin fræðigrein og því sjald-
gæft að menn leiti langt út fyrir
eigið menningarsvæði til að læra
hana. Íslensk fornleifafræði er
hvergi kennd nema við Háskóla
Íslands en líkar áherslur má
finna í fornleifadeildum háskól-
anna í Tromsö í Noregi og Árós-
um í Danmörku. Þess má geta að
meðal íslenskra fornleifafræð-
inga eru nokkrir með sérmenntun
í fornleifafræði annarra menn-
ingarsvæða, til dæmis klassískri
fornleifafræði og egyptólógíu, og
íslenskir fornleifafræðingar hafa
fengist við rannsóknir í Afríku og
Austur-Asíu.
Orri Vésteinsson, lektor í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands
Merkilegar fornleifar
Kínamúrinn telst með merkilegri fornleif-
um.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau
nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga
sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er guðlast bannað með lögum,
hvernig myndast snjókorn, þekktist samkynhneigð á víkingatímanum, hvað
er sjónblekking, eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi, og hvað er og
hvernig verkar penisillín? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og
fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is
Bestu vextir sparireikninga bankans
Verðtryggður reikningur
Auðvelt og þægilegt að spara reglulega
Bundinn þar til barnið verður 18 ára
Þú færð Framtíðarreikning í
næsta útibúi Íslandsbanka
og á isb.is.
*3.000 kr. lágmarksupphæð.
Framtíðarreikningur
fyrir hrausta krakka
Flottur Latabæjarbolur
í jólapakka fylgir Framtíðarreikningi*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
8
0
0