Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 41
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Jólapakkar Neonlljós, sportstýri, græjur, bílhátalarar, bassabox o. fl. 12” bassabox með bláu ljósi Rafmagnshlaupabretti 15km hámarkshraði Full búð af aukahlutum á bílinn þinn Opið virka daga 8-18 Laugardaga 12-16 Módel 2 stærðir með ljósi 12.995,- 9.995,- Verð frá 2.995,- AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is ´ Bónstöðin - Njarðarnesi 1 603 Akureyri - 466 3900 Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090 Netfang: nysprautun@nysprautun.is www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Höfundurinn samdi þjálfunar- ferli og lækkaði rekstrarkostn- að bílaflokks í sinni sveit. „Þegar ég tók við formennsku í bílaflokknum fyrir þremur árum höfðum við ekkert þjálfunarferli fyrir bílstjórana eins og við höfum fyrir aðra flokka í sveitinni. Ég hafði samband við Björgunar- skóla Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og leitaði eftir efni hjá þeim en kom að tómum kofanum,“ segir Elvar Jónsson, formaður bílaflokks Hjálparsveitar skáta í Garðbæ. „Ég bjó því til þjálfunarferli fyrir sveitina. Við fengum ein- hverja reyndustu jeppamenn landsins til að halda fyrirlestra fyrir okkur. Svo settum við upp minni æfingar og jeppaverkefni, eins og slóðaakstur og spilverk- efni þar sem við festum bíl og látum svo spila hann upp. Loka- punkturinn var svo þegar kennari frá slökkviliðinu hélt fyrir okkur námskeið í neyðarakstri, sem er forgangsakstur með sírenum og ljósum.“ Elvar skipti bílstjórum sveit- arinnar í þrjá flokka eftir reynslu og þjálfun. Aðeins þeir reyndustu og best þjálfuðu fara í útköll en hinir keyra í ferðir og á æfing- um, þeir óvönustu undir leiðsögn reyndari bílstjóra. Af þrettán meðlimum bílaflokksins eru sjö útkallsbílstjórar. Markmið hinna er að vinna sig upp í þá stöðu. „Í kjölfarið af þessari þjálfun lækkaði rekstrarkostnaðurinn heilmikið. Stærsti sparnaðurinn var í varahlutum og viðgerðum,“ segir Elvar. „Það gerðist með hug- arfarsbreytingu og að fólk lærði að þekkja betur þau tæki sem það var með í höndunum. Þetta gæti líka átt við almenna jeppaeig- endur sem búa við háan viðhalds- kostnað,“ segir Elvar. Þjálfunin í sveitinni hefur gengið svo vel að nú er Elvar að undirbúa námsefni fyrir Björg- unarskólann. Hann stefnir á að prufukeyra efnið næsta haust og að í kjölfarið verði svipað kerfi tekið upp í sem flestum björg- unarsveitum á Íslandi. „Þetta er námsefnið sem ég var að leita að í upphafi og var ekki til. Það er nú komið í mínar hendur að búa það til,“ segir Elvar að lokum. ■ Námsefni fyrir bílstjóra björgunarsveita Elvar við einn af bílum Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Þjálfunarferli sem hann samdi fyrir sveitina er fyrirmyndin að námsefni fyrir alla bílstjóra björgunarsveita. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þeir eru til sem hafa svo gaman af bílum að þeir neyðast til að viðurkenna fyrir sínum nánustu að þeir hafi dellu fyrir þeim. Þetta fólk nýtur víðast hvar í þjóðfélaginu sömu kjara og réttinda og aðrir en er samt alltaf litið hornauga. Hver kannast ekki við að reyna að útskýra fyrir einhverjum hversu gaman það er að hlusta á vélina í tveggja sæta sportbíl með vélina aftur í? Eða hvernig það getur verið frábær leið að eyða helginni að keyra á tveggja kílómetra meðalhraða í myrkri og snjókomu til þess eins að snúa við og fara sömu leið til baka? Iðulega fær maður sömu viðbrögðin; tilfinningalausan svip og glósu um hvað framboðið af geðlyfjum sé nú mikið og því örugglega hægt að laga þetta. Ég skil þetta svo sem. Ég get til dæmis ekki horft á fótbolta nema ég sé of veikur og máttfarinn til að snúa hausnum frá sjónvarpinu. Dellur annarra eru sjaldnast skiljanlegar fyrir manni sjálfum. En eitt skil ég alls ekki og það eru fordómar Íslendinga gagnvart blæjubílum. Flestir sem hnussa og sveia halda að það sé of kalt á Íslandi til að eiga blæjubíl. Sama fólk liggur gjarnan í sólbaði úti í garði á sumrin. Á Íslandi. Þegar ég hef viðrað það við konuna á heimilinu að mig langi einn góðan veðurdag að eignast skemmtilegan blæjubíl fæ ég sitt á hvað svörin að ég sé ekki sautján ára lengur, eða að ég sé ekki enn orðinn fimmtugur. Sú skoðun virðist nefnilega líka vera algeng að flottir sport- og blæjubílar séu eingöngu fyrir unglinga og miðaldra menn með gráa fiðringinn og hafi þann eina tilgang að sýna sig fyrir hinu kyninu. Aðrir eigi alls ekkert erindi upp í slíkar græjur, hvað þá með að eiga svoleiðis. Þetta hefur sem sagt ekkert með aksturs- og frelsistilfinningu að gera. Sennilega er þetta að hluta til öfund en fyrst og fremst reynsluleysi. Þeir sem hafa keyrt blæjubíl, fundið þá sérstöku tilfinningu sem gust- urinn færir manni, aukið áreiti til eyrna og augna, eru nefnilega á öðru máli. Munurinn á því að keyra blæjubíl og lokaðan bíl er ekki ósvipaður muninum á því að sitja inni á skrifstofu í kjallara á stóru húsi og að vera á skíðum í Ölpunum. En það er kalt á toppnum og á meðan blæjubílaeigendur berjast á móti straumnum getur verið býsna kalt hjá þeim líka. Þó að þeim sé kannski bara ágætlega hlýtt í bílunum sínum... Það er kalt á toppnum - og í blæjubílnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.