Fréttablaðið - 17.12.2005, Qupperneq 41
17. desember 2005 LAUGARDAGUR
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Jólapakkar
Neonlljós, sportstýri,
græjur, bílhátalarar,
bassabox o. fl.
12” bassabox
með bláu ljósi
Rafmagnshlaupabretti
15km hámarkshraði
Full búð af aukahlutum á
bílinn þinn
Opið virka daga 8-18
Laugardaga 12-16
Módel 2 stærðir
með ljósi
12.995,-
9.995,-
Verð frá
2.995,-
AG Mótorsport - Klettháls 9
110 Reykjavík - s. 587 5547
Verslun á netinu : www.agmotorsport.is
´ Bónstöðin - Njarðarnesi 1
603 Akureyri - 466 3900
Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090
Netfang: nysprautun@nysprautun.is
www.nysprautun.is
Viðurkennt
CABAS-verkstæði
Höfundurinn samdi þjálfunar-
ferli og lækkaði rekstrarkostn-
að bílaflokks í sinni sveit.
„Þegar ég tók við formennsku í
bílaflokknum fyrir þremur árum
höfðum við ekkert þjálfunarferli
fyrir bílstjórana eins og við höfum
fyrir aðra flokka í sveitinni. Ég
hafði samband við Björgunar-
skóla Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og leitaði eftir efni hjá
þeim en kom að tómum kofanum,“
segir Elvar Jónsson, formaður
bílaflokks Hjálparsveitar skáta í
Garðbæ.
„Ég bjó því til þjálfunarferli
fyrir sveitina. Við fengum ein-
hverja reyndustu jeppamenn
landsins til að halda fyrirlestra
fyrir okkur. Svo settum við upp
minni æfingar og jeppaverkefni,
eins og slóðaakstur og spilverk-
efni þar sem við festum bíl og
látum svo spila hann upp. Loka-
punkturinn var svo þegar kennari
frá slökkviliðinu hélt fyrir okkur
námskeið í neyðarakstri, sem er
forgangsakstur með sírenum og
ljósum.“
Elvar skipti bílstjórum sveit-
arinnar í þrjá flokka eftir reynslu
og þjálfun. Aðeins þeir reyndustu
og best þjálfuðu fara í útköll en
hinir keyra í ferðir og á æfing-
um, þeir óvönustu undir leiðsögn
reyndari bílstjóra. Af þrettán
meðlimum bílaflokksins eru sjö
útkallsbílstjórar. Markmið hinna
er að vinna sig upp í þá stöðu.
„Í kjölfarið af þessari þjálfun
lækkaði rekstrarkostnaðurinn
heilmikið. Stærsti sparnaðurinn
var í varahlutum og viðgerðum,“
segir Elvar. „Það gerðist með hug-
arfarsbreytingu og að fólk lærði
að þekkja betur þau tæki sem það
var með í höndunum. Þetta gæti
líka átt við almenna jeppaeig-
endur sem búa við háan viðhalds-
kostnað,“ segir Elvar.
Þjálfunin í sveitinni hefur
gengið svo vel að nú er Elvar að
undirbúa námsefni fyrir Björg-
unarskólann. Hann stefnir á að
prufukeyra efnið næsta haust og
að í kjölfarið verði svipað kerfi
tekið upp í sem flestum björg-
unarsveitum á Íslandi. „Þetta er
námsefnið sem ég var að leita að
í upphafi og var ekki til. Það er nú
komið í mínar hendur að búa það
til,“ segir Elvar að lokum. ■
Námsefni fyrir bílstjóra
björgunarsveita
Elvar við einn af bílum Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Þjálfunarferli sem hann samdi fyrir sveitina er fyrirmyndin að námsefni fyrir alla
bílstjóra björgunarsveita. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þeir eru til sem hafa svo gaman af bílum að þeir neyðast til að viðurkenna
fyrir sínum nánustu að þeir hafi dellu fyrir þeim. Þetta fólk nýtur víðast
hvar í þjóðfélaginu sömu kjara og réttinda og aðrir en er samt alltaf litið
hornauga. Hver kannast ekki við að reyna að útskýra fyrir einhverjum
hversu gaman það er að hlusta á vélina í tveggja sæta sportbíl með vélina
aftur í? Eða hvernig það getur verið frábær leið að eyða helginni að keyra
á tveggja kílómetra meðalhraða í myrkri og snjókomu til þess eins að
snúa við og fara sömu leið til baka? Iðulega fær maður sömu viðbrögðin;
tilfinningalausan svip og glósu um hvað framboðið af geðlyfjum sé nú
mikið og því örugglega hægt að laga þetta.
Ég skil þetta svo sem. Ég get til dæmis ekki horft á fótbolta nema ég
sé of veikur og máttfarinn til að snúa hausnum frá sjónvarpinu. Dellur
annarra eru sjaldnast skiljanlegar fyrir manni sjálfum. En eitt skil ég
alls ekki og það eru fordómar Íslendinga gagnvart blæjubílum.
Flestir sem hnussa og sveia halda að það sé of kalt á Íslandi til að eiga
blæjubíl. Sama fólk liggur gjarnan í sólbaði úti í garði á sumrin. Á Íslandi.
Þegar ég hef viðrað það við konuna á heimilinu að mig langi einn góðan
veðurdag að eignast skemmtilegan blæjubíl fæ ég sitt á hvað svörin að ég
sé ekki sautján ára lengur, eða að ég sé ekki enn orðinn fimmtugur. Sú
skoðun virðist nefnilega líka vera algeng að flottir sport- og blæjubílar
séu eingöngu fyrir unglinga og miðaldra menn með gráa fiðringinn og
hafi þann eina tilgang að sýna sig fyrir hinu kyninu. Aðrir eigi alls ekkert
erindi upp í slíkar græjur, hvað þá með að eiga svoleiðis. Þetta hefur sem
sagt ekkert með aksturs- og frelsistilfinningu að gera. Sennilega er þetta
að hluta til öfund en fyrst og fremst reynsluleysi.
Þeir sem hafa keyrt blæjubíl, fundið þá sérstöku tilfinningu sem gust-
urinn færir manni, aukið áreiti til eyrna og augna, eru nefnilega á öðru
máli. Munurinn á því að keyra blæjubíl og lokaðan bíl er ekki ósvipaður
muninum á því að sitja inni á skrifstofu í kjallara á stóru húsi og að vera
á skíðum í Ölpunum.
En það er kalt á toppnum og á meðan blæjubílaeigendur berjast á móti
straumnum getur verið býsna kalt hjá þeim líka. Þó að þeim sé kannski
bara ágætlega hlýtt í bílunum sínum...
Það er kalt á toppnum - og í blæjubílnum