Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 30
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR30 „Ég mæli hikstalaust með því að eyða jólunum á Kanaríeyj- um. Ég er alveg á móti þessu jólabulli sem er hérna heima,“ segir Karl Helgi Jónsson, starfs- maður hjá verktakafyrirtækinu Háfelli. Hann fór ásamt konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur og tveimur dætrum til eyjanna í fyrra. „Svona ferð er frábær fyrir fjölskylduna því hún er allt- af saman og fólk þarf að reiða sig hvort á annað. Það er mjög ólíkt því sem er hérna heima á þess- um tíma þar sem fólk gleymist í stressinu.“ Karl Helgi segir að þeim hjónum hafi langað til að fara út með dætur sínar Diljá Töru og Aldísi Mjöll, sem báðar eru á unglingsaldri, og því hafi ferðin verið ákveðin. Þær hafi verið mjög ánægðar með ferðina og fjölskyldan sammála um að hún hafi verið alveg frábær í alla staði. Fjölskyldan var úti í hálf- an mánuð og kom heim þriðja janúar. „Veðrið var frábært meðan við vorum þarna. Alltaf yfir tuttugu stiga hiti og hægt að vera í sólbaði flesta dagana.“ Karl Helgi segir að venjulega skreyti fjölskyldan heimilið sitt mikið fyrir jólahátíðina. „Þarna úti var þetta bara afslöpp- un. Við þurftum ekki að spá í neinu.“ Fjölskyldan hafi ákveð- ið að borða úti á aðfangadag. Þau völdu sér ítalskan veitinga- stað. Hjónin pöntuðu piparsteik. „Stelpurnar fengu loksins pitsu í matinn á aðfangadag eins og þær voru búnar að biðja um öll árin. Maður tók nú ekki eftir því að það væru jól. Maður missti bara af þeim,“ segir Karl Helgi og lýsir því að hann hafi verið laus við álag í allri ferðinni. „Maður losnaði frá öllu stressi. Fór á barinn og horfði á fótboltaleik. Við röltum um bæinn og fórum út með stelpurnar og spiluðum míní-golf,“ segir Karl Helgi. Hann hafi einnig gefið sér tíma til að lesa bækur, sem hann geti ekki hér heima og þau hafi ferð- ast um alla eyjuna. Hvorki hangikjötið né annað matarkyns rataði ofan í töskur fjölskyldunnar áður en lagt var af stað. „Ég er ekki einn af þeim sem tek appelsínið með mér til útlanda. Ég fer til útlanda til að kynnast þeirri menningu sem landið hefur upp á að bjóða,“ segir Karl Helgi og bætir við að á flestum stöðum sem þau hafi borðað á hafi maturinn verið góður. Jólapakkarnir frá ætt- ingjunum fengu þó að fljóta með út, en hvort öðru gáfu þau ekki hefðbundnar gjafir. Karl Helgi segir að mikið hafi verið um Íslendinga á Kanaríeyj- um um síðustu jól. „Maður hitti ótrúlegasta fólk þarna úti. Það var virkilega gaman. Ég hitti fólk sem ég hafði ekki séð í mörg ár. Síðan kynntumst við fólki sem við höldum enn sambandi við. Þetta var toppurinn. Ég myndi vilja eyða öllum jólum á Kan- aríeyjum og vera laus við þetta jólafargan hérna heima,“ segir hann. Það henti þó ekki þessi jól. „Við erum nýbúin að kaupa hús og byggja. Okkur langar því að halda jólin á nýja heimilinu.“ Karl Helgi útilokar þó ekki að fjölskyldan fari út að ári. Þegar hafa rúmlega 120 pantanir borist í jólamatinn hjá veitingastaðnum henn- ar Klöru Baldursdóttur, Restaur- ant Cosmos, á Kanaríeyjum fyrir aðfangadagskvöld. Staðurinn tekur um 160 manns í sæti. „Ég er alltaf með hátíðar- matseðil á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld. Þau kvöld eru í boði þrír forréttir, þrír aðalrétt- ir og þrír eftirréttir. Góð borð- vín, vatn og gos innifalið. Um mánaðamótin júlí og ágúst byrj- ar fólk að panta,“ segir Klara og bætir við að þrátt fyrir að Íslend- ingarnir vilji losna við stressið heima og komi til Kanaríeyja séu þeir fastheldnir á íslenska siði. Því bjóði hún upp á íslenska jólarétti eins og hangikjöt, laufa- brauð og hamborgarhrygg. Hún segir að oft komi sama fólkið ár eftir ár en einnig komi fólk sem hafi heyrt vel af borðhaldinu látið. Staðurinn hennar Klöru er betur þekktur sem Klörubar og segir hún að um 99 prósent þeirra Íslendinga sem sæki ensku ströndina á stærstu eyj- unni, Gran Canaria, heim komi við hjá henni. Staðurinn sé eins og félagsheimili. „Þar hittast oft kunningjar sem hafa ekki sést í lengri tíma.“ Klara segir gaman að fylgjast með Íslendingunum þegar þeir komi til eyjunnar. Börnin séu upptrekkt og stressið mikið. „Eftir tvo daga hérna hverfur af þeim stressið og allir verða eins og þeir eiga að sér að vera.“ Klara segir algengt að fólk spóki sig á ströndinni til klukkan sex á aðfangadag. Þá sé stokk- ið heim og fólk klæði sig upp á. „Það er svolítið gaman af því að Íslendingarnir eru afskaplega vel klæddir og snyrtir um jólin miðað við margar aðrar þjóðir.“ Pizzur í jólamatinn Álagið sem fylgir jólaundirbúningnum hér heima hvarf á Kanaríeyjum. Karl Helgi Jónsson segir ferð- ina hafa verið frábæra fyrir fjölskyldulífið. „Mér finnst desember og jólin orðin svolítið mikið klikkuð og brjálæði í kringum jólaundir- búninginn, þó það hafi batnað. Mig hefur langað á sólarstrend- ur með dætur mínar en ég tími ekki að gera það á sumr- in. Svo langar mig að komast burt úr þessu myrkri í hálfan mánuð og fá sól í kroppinn og sól í sinnið á sama tíma og ég slaka á,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufull- trúi hjá Umferðarstofu. Hún á pantað flug á ensku ströndina þann tuttugasta desember með manni sínum, Gunnlaugi Þór Pálssyni, dætrum þeirra tveim- ur Önnu Kristínu og Bryndísi Sæunni Sigríði sem og bróður Gunnlaugs. Kristín Björg segir að hing- að til hafi fjölskyldan komið saman heima hjá henni á aðfangadag. „Um síðustu jól vorum við með fimmtán manna matarboð á jóladag, bæði fyrir vini og vandamenn. Það var rosalega gaman, en því miður getum við ekki tekið boðið með okkur,“ segir Kristín sem ætlar að halda í hefðirnar þótt hún verði á hóteli. „Við ætlum að taka með okkur hangikjöt og spurning hvort ég sjóði niður rauðkál eins og ég geri alltaf og taki með. Mér finnst það þó hæpið,“ segir Kristín Björg sem er svona að velta fyrir sér hvort kjötið fari betur í handfarangri en í ferðatöskunum. Kristín valdi hótel sem næst ströndinni og segir ekkert því til fyrirstöðu að liggja á strönd- inni á aðfangadag. „Ég er alveg búin að ákveða atburðarásina. Hlustað verður á jólamessuna um sex leytið og síðan teknir upp pakkarnir. Svo förum við út að borða á aðfangadag. Síðan er það hangikjötið á jóladag. Því miður ekki hreindýrasteik að þessu sinni,“ segir Kristín Björg og hlær, full tilhlökkunar. Með hangikjötið í handfarangrinum Fjölskylda úr Vogahverfinu getur vart beðið jólanna sem þau ætla að eyða á ensku ströndinni á eyjunum. Þau halda þó í hefðirnar og taka hangikjötið með. SANDLISTAVERK Á STRÖNDINNI TILHLÖKKUNIN LEYNIR SÉR EKKI Kristín Björg með dætrunum Önnu Kristínu tólf ára og Bryndísi Sæunni Sigríði tíu ára. Kötturinn Soffía verður í pössun yfir jólin. Íslensk jól á Kanaríeyjum Um 2.400 Íslendingar verða á Kanaríeyjum um jólin. Margir fara ár eftir ár en fjölskylda Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur fer nú í fyrsta sinn. Karl Helgi Jónsson og fjölskylda hans fóru í fyrra og gætu vel hugsað sér að fara aftur. Klara Baldursdóttir undirbýr komu Íslendinga en á annað hundrað manns snæða á veitingastaðnum hennar Cosmos á aðfangadag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skoðaði menninguna og stemninguna í kringum jól á Kanaríeyjum. MÆÐGURNAR Í SÓLINNI Guðrún Bjarna- dóttir með dætrunum Diljá Töru og Aldísi Mjöll á Kanaríeyjum um síðustu jól. KARL HELGI VIÐ LESTUR Karl segist sjaldan hafa tíma til lesturs hér heima en úti hafi verið nægur tími. Heimsferðir 600 farþegar 3 vélar Plúsferðir 225 farþegar Sumarferðir 900 farþegar 6 vélar Úrval Útsýn 675 farþegar 4 vélar Með vélum Úrval Útsýnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.