Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. desember 2005 19
Greiningardeild Íslandsbanka
spáir því að verðbólga milli desem-
ber og janúar verði 0,2 prósent.
Gangi það eftir verði tólf mánaða
verðbólga 4,3 prósent og því enn
yfir eftir þolmörkum Seðlabank-
ans. Samkvæmt mælingum milli
nóvember og desember var verð-
bólgan 4,1 prósent. Hún er því að
aukast samkvæmt þessu.
Hlutverk Seðlabankans er að
halda verðbólgunni til langs tíma
sem næst 2,5 prósentum.
Starfsfólk greiningardeildar-
innar segir útsölur í janúar og
þróun íbúðaverðs hafa mikið að
segja um þróun verðlags á næst-
unni. Því sé óvissan nokkur. ■
Óviðunandi
verðbólga
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Skýrsla eftirlits-
ins um matvörumarkaðinn hefur vakið
viðbrögð margra.
Samtök atvinnulífsins (SA) leggja
ekki til að núverandi kerfi styrkja
og innflutningsverndar í land-
búnaði verði kollvarpað á einu
bretti. Samtökin telja hins vegar
nauðsynlegt að auka viðskipta-
frelsi með landbúnaðarvörur og
auka þannig fjölbreytni í vöru-
framboði, samkeppni og aðhald
markaðarins.
Eru þetta viðbrögð SA við
skýrslu Samkeppniseftirlitsins
um verðlag á Íslandi í samanburði
við hin Norðurlöndin.
„Með þessu yrði stuðlað
að lækkun á matvælaverði til
neytenda sem er alltof hátt hér á
landi. Draga þarf úr opinberum
stuðningi við greinina, gera
hann gagnsærri og draga úr
markaðstruflandi áhrifum hans,“
segir í tilkynningu frá SA.
Í svipaðan streng taka Samtök
um verslun og þjónustu (SVÞ) í
yfirlýsingu sem send var fjölmiðl-
um í gær.
„SVÞ hafna því að fákeppni á
matvörumarkaði sé ástæða fyrir
hærra verði matvæla hér en í
öðrum löndum. Ekki verður ekki
séð af niðurstöðum skýrslunnar
að herða þurfi eftirlit með sam-
þjöppun á matvörumarkaði, eins
og Samkeppniseftirlitið boðar,“
segir í yfirlýsingunni. Samþjöpp-
un hér sé í raun minni en víða í
Skandinavíu. ■
Vilja draga úr
landbúnaðar-
styrkjum
MP-Fjárfestingabanki hefur keypt
stofnfjárhluti í Sparisjóði vélstjóra
að undanförnu á genginu 24. Bank-
inn vill eignast fimm til tíu prósent
stofnfjár.
Virði sparisjóðsins er um þrír
milljarðar króna ef miðað er við-
skiptagengið.
Stjórn SPV hefur samþykkt eig-
endaskipti að nokkrum prósent-
um fyrir sitt leyti en þetta munu
vera fyrstu viðskipti með stofnfé í
sparisjóðnum. Stofnfjáreigendur í
SPV eru um 700 talsins.
Gagnkvæm eignatengsl eru
á milli fyrirtækjanna því SPV
á stóran hlut í MP-Fjárfestinga-
banka. - eþa
Vill eignast allt
að tíu prósent
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI