Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 19
LAUGARDAGUR 17. desember 2005 19 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga milli desem- ber og janúar verði 0,2 prósent. Gangi það eftir verði tólf mánaða verðbólga 4,3 prósent og því enn yfir eftir þolmörkum Seðlabank- ans. Samkvæmt mælingum milli nóvember og desember var verð- bólgan 4,1 prósent. Hún er því að aukast samkvæmt þessu. Hlutverk Seðlabankans er að halda verðbólgunni til langs tíma sem næst 2,5 prósentum. Starfsfólk greiningardeildar- innar segir útsölur í janúar og þróun íbúðaverðs hafa mikið að segja um þróun verðlags á næst- unni. Því sé óvissan nokkur. ■ Óviðunandi verðbólga SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Skýrsla eftirlits- ins um matvörumarkaðinn hefur vakið viðbrögð margra. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja ekki til að núverandi kerfi styrkja og innflutningsverndar í land- búnaði verði kollvarpað á einu bretti. Samtökin telja hins vegar nauðsynlegt að auka viðskipta- frelsi með landbúnaðarvörur og auka þannig fjölbreytni í vöru- framboði, samkeppni og aðhald markaðarins. Eru þetta viðbrögð SA við skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðlag á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. „Með þessu yrði stuðlað að lækkun á matvælaverði til neytenda sem er alltof hátt hér á landi. Draga þarf úr opinberum stuðningi við greinina, gera hann gagnsærri og draga úr markaðstruflandi áhrifum hans,“ segir í tilkynningu frá SA. Í svipaðan streng taka Samtök um verslun og þjónustu (SVÞ) í yfirlýsingu sem send var fjölmiðl- um í gær. „SVÞ hafna því að fákeppni á matvörumarkaði sé ástæða fyrir hærra verði matvæla hér en í öðrum löndum. Ekki verður ekki séð af niðurstöðum skýrslunnar að herða þurfi eftirlit með sam- þjöppun á matvörumarkaði, eins og Samkeppniseftirlitið boðar,“ segir í yfirlýsingunni. Samþjöpp- un hér sé í raun minni en víða í Skandinavíu. ■ Vilja draga úr landbúnaðar- styrkjum MP-Fjárfestingabanki hefur keypt stofnfjárhluti í Sparisjóði vélstjóra að undanförnu á genginu 24. Bank- inn vill eignast fimm til tíu prósent stofnfjár. Virði sparisjóðsins er um þrír milljarðar króna ef miðað er við- skiptagengið. Stjórn SPV hefur samþykkt eig- endaskipti að nokkrum prósent- um fyrir sitt leyti en þetta munu vera fyrstu viðskipti með stofnfé í sparisjóðnum. Stofnfjáreigendur í SPV eru um 700 talsins. Gagnkvæm eignatengsl eru á milli fyrirtækjanna því SPV á stóran hlut í MP-Fjárfestinga- banka. - eþa Vill eignast allt að tíu prósent 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.