Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 18
17. desember 2005 LAUGARDAGUR18
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
24.900 kr.
MOTOROLA V3 RAZR
SÍMI
Íslandsbanki áformar að opna
skrifstofu í Shanghai í Kína
snemma á næsta ári. Með því
vilja stjórnendur bankans
veita viðskiptavinum, meðal
annars frá Noregi og Íslandi,
nauðsynlega þjónustu í Asíu.
Mörg fyrirtæki séu eða hyggj-
ast vera með starfsemi í þeirri
heimsálfu.
Áhersla verður lögð á að
koma á viðskiptasamböndum við
viðskiptavini sem eru í matvæla-
framleiðslu, skipaiðnaði og orku-
iðnaði. Eins á að styðja við bakið
á þeim sem vilja sækja inn á nýja
markaði.
Fastur starfsmaður verð-
ur á skrifstofunni. Auk þess er
vinnuaðstaða fyrir starfsfólk
Íslandsbanka sem fer utan til
tímabundinna verkefna, meðal
annars af fyrirtækja- eða fjár-
festingasviði.
Magnús Bjarnason fram-
kvæmdastjóri leiðir starf
Íslandsbanka í Asíu og
Ameríku. - bg
BJARNI ÁRMANNSSON Aukinn fjöldi fyrir-
tækja hefur í hyggju að koma á starfsemi í
Kína og Asíu, segir forstjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki opnar í Kína
Yfirtökunefndin hefur óskað eftir að sjá
afleiðusamninga sem Baugur og Hannes
Smárason gerðu við Landsbankann þegar
þeim var gert að minnka hlut sinn í FL
Group á miðvikudaginn.
Ekki er ætlunin að endurfjármagna
erlend lán ríkisins að andvirði 19 millj-
arða króna heldur greiða þau að fullu á
næsta ári.
Ástralska flugfélagið Qantas hefur náð
samningum við Boeing-verkmiðjurnar um
kaup á 115 787 Dreamliner-flugvélum.
Félag sem heldur utan um eign Björ-
gólfsfeðga í Landsbankanum ætlar að
sækja sér tíu milljarða króna með sölu
skuldabréfa í desember. Mosaic Fashion
tilkynnti í gær um sölu skuldabréfa fyrir
sex milljarða.
MARKAÐSFRÉTTIR
Að loknu hlutafjárútboði til fag-
fjárfesta verður Avion Group
skráð í Kauphöll Íslands 20. janúar
næstkomandi.
Þá verða liðin tvö ár frá skrán-
ingu íslensks félags í Kauphöll
Íslands. Í millitíðinn hafa félögin
Mosaic Fashions og Atlantic Pet-
rolium verið skráð í Kauphöllina.
Avion er fjárfestingarfélag á
sviði flutningastarfsemi. Eignir
félagsins skiptast í þrennt: Flug-
vélaleigu og stoðgreinar hennar,
en undir þá starfsemi heyrir flug-
félagið Atlanta. Leiguflug, miðlun
flugsæta og almenn ferðaþjón-
usta, en þar er viðamikil starf-
semi á Bretlandi gegnum flugfé-
lagið Excel og ferðaskrifstofuna
Travel City Holding. Þriðja stoð-
in er Eimskipafélagið sem sinn-
ir alhliða flutningastarfsemi og
hefur unnið að uppbyggingu á
hitastýrðum flutningum matvæla
á alþjóðavísu.
Í janúar verða boðnir til kaups
hlutir fyrir um sex milljarða króna
á genginu 34,3 til 38,3 og eru lág-
markskaup fyrir fimm milljónir
króna. Markaðsvirði félagsins við
skráningu verður því á bilinu 58 til
63 milljarðar króna sem þýðir að
félagið verður í hópi verðmætustu
félaga í Kauphöll Íslands.
Magnús Þorsteinsson, stjórn-
arformaður og aðaleigandi Avion,
segir ástæðu þess að almenningi
séu ekki boðnir hlutir í útboðinu
sé að við kaupin á Eimskip hafi
verið gert ráð fyrir að Straumur
– Burðarás muni greiða hluthöf-
um sínum arð í formi bréfa í Avion
Group. „Almennir hluthafar verða
því 22 þúsund talsins eftir nokkra
mánuði.“
Starfsemi Avion er á 85 stöðum
um allan heim og eru starfsmenn á
fimmta þúsund. Reksrarhagnaður
Avion fyrir afskriftir (EBIDTA)
nam 119 milljónum dollara eða 7,4
milljörðum króna. Áætlanir gera
ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn
aukist í 165 milljónir dollara eða
rúma tíu milljarða króna á næsta
ári.
haflidi@frettabladid.is
Fyrsta skráningin ís-
lensks fyrirtækis í tvö ár
Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands 20. janúar næst-
komandi. Félagið mun erfa hluthafa úr Burðarási sem með því eignast á ný
hlut í Eimskipafélaginu sem er eitt félaga Avion.
HIMINN OG HAF Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður og aðaleigandi Avion Group, og Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugvélaleigu og
flugþjónustu Avion. Avion bætist í hóp stærstu skráðu félaganna í Kauphöll Íslands þann
20. janúar.
Samson eignarhaldsfélag hagnað-
ist um tæpa 3,8 milljarða króna á
fyrstu sex mánuðum ársins sam-
kvæmt tölum sem birtust í skrán-
ingarlýsingu félagsins.
Félagið var stofnað í kringum
eignarhald á Landsbankanum og
fer þar með um 40 prósenta hlut.
Eigendur Samsonar eru feðgarn-
ir Björgólfur Guðmundsson og
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Eigið fé Samsons eignarhalds-
félags nam um 15,7 milljörðum
króna en eignir þess voru um
34 milljarðar króna. Þar af var
eignarhlutinn í Landsbankanum
bókfærður á 31 milljarð. - eþa
Samson
hagnast vel
Eins og pylsuvagn
Enn gustar í kringum hinn yfirlýsingaglaða Jan Petter
Sissener, yfirmann Kaupþings í Noregi, sem hefur
nú sagt að fyrirtækið hafi verið eins og pylsuvagn
þegar hann tók við stjórnartaumunum í septemb-
er. „Þegar ég kom til starfa leit staðurinn út eins og
pylsuvagn sem vildi verða alvöru verðbréfafyrirtæki.
Það vantaði sárlega ýmsar verklagsreglur.“ Eftir að
Sissener var ráðinn hefur Kaupthing Norge eytt millj-
ónum norskra króna í að „hreinsa til“
innanbúðar. Nýir verðbréfamiðlarar
og sérfræðingar hafa verið ráðnir
til starfa.
Kaupthing Norge fékk harða áminn-
ingu frá norska fjármálaeftirlitinu í
sumar fyrir slæleg vinnubrögð og
var forveri Sisseners látinn fara.
Fyrirtækið hefur nú fengið bréf
frá norsku kauphöllinni þar sem gerðar
eru athugasemdir við störf starfsmanna
félagsins sem hafa verið iðnir við að setja inn vitlaus
tilboð í miðlunarkerfi kauphallarinnar. Um 7 af 30
mistökum, sem leiddu til viðskipta á þriðja ársfjórð-
ungi, skrifast á reikning Kaupthings Norge.
Keops gerir það gott
Danska fasteignafélagið Keops hækkaði um tíu pró-
sent í kauphöllinni í Kaupmannahöfn eftir að það
birti ársuppgjör. Hagnaður Keops nam tæpum fimm
milljörðum króna samanborið við 1,2
milljarða hagnað árið áður.
Baugur á um 30 prósenta hlut í
Keops. Hlutinn keypti félagið í
júlí fyrir sex milljarða króna og
hefur hluturinn meira en tvöfald-
ast í verði frá kaupunum. Frá ára-
mótum hefur gengi Keops hins
vegar hækkað mun meira eða úr
fjórum krónum á hlut í 26 krónur
eða um 550 prósent.
Peningaskápurinn...
Kauphöllin hefur áminnt Íslands-
banka opinberlega fyrir brot á
aðildarreglum Norex.
Við venjubundið eftirlit kom í
ljós að starfsmaður bankans sem
ekki hefur leyfi til miðlunar notaði
auðkenni annars starfsmanns við
viðskiptin. Samkvæmt upplýsingum
frá Íslandsbanka var um verklag við
afleysingar í viðskiptum fjárstýr-
ingar með ríkisskuldabréf að ræða.
Það stóð í þrjá daga og var með þeim
hætti að starfsmaður bankans átti
viðskipti á auðkenni annars starfs-
manns sem var í fæðingarorlofi.
Farið hefur verið yfir verklag og
tryggt að slíkt geti ekki endurtekið
sig. Starfsmaðurinn sem átti við-
skiptin var með útrunnið leyfi til
viðskipta, en átti viðskiptin undir
eftirliti samstarfsmanns með leyfi.
Fram kemur í tilkynningu Kaup-
hallarinnar að einnig hafi verið til-
greindar tæknilegar ástæður sem
hafist hafi verið handa við að ráða
bót á. Miðlarinn sem að beiðni bank-
ans lánaði auðkenni sitt fékk óopin-
berlega áminningu fyrir vikið, en
bankinn fékk opinbera áminningu
frá Kauphöllinni. - hh
Fær áminningu
Kauphallarinnar
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.310 -0,10% Fjöldi viðskipta: 228
Velta: 1.677 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,20 -1,20% ... Bakkavör
51,20 -0,40% ... FL Group 17,40 -0,60% ... Flaga 4,90 +0,00%
... HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 17,10 -0,60% ...
Jarðboranir 24,30 +0,00% ... KB banki 695,00 +0,10% ... Kögun
60,00 +0,00% ... Landsbankinn 24,20 +0,40% ... Marel 65,00
+0,00% ... SÍF 4,18 +0,70% ... Straumur-Burðarás 15,60 +0,70% ...
Össur 114,50 -1,30%
MESTA HÆKKUN
SÍF +0,72%
Straumur +,065%
Landsbankinn +0,42%
MESTA LÆKKUN
Össur -1,29%
Actavis -1,21%
DAGSBRÚN -1,08%