Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 24
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR24 MERKISATBURÐIR 1777 Frakkland viðurkennir fyrst ríkja sjálfstæði Bandaríkj- anna. 1903 Wright-bræður fljúga fyrstir manna vélknúnu flugfari. 1941 Umsátur Þjóðverja um Sevastopol í Úkraínu hefst. 1973 Samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum taka samkynhneigð af lista sam- takanna yfir geðsjúkdóma. 1989 Fyrstu frjálsu kosningarnar í 25 ár eru haldnar í Brasilíu. 1989 Fyrsti þátturinn í teikni- myndaseríunni um Simp- sons-fjölskylduna sýndur á Fox-sjónvarpsstöðinni. 2003 Seinasta kvikmyndin af þremur um Hringadrótt- inssögu er frumsýnd í kvikmyndahúsum. SIMON BOLIVAR (1783-1830) LÉST ÞENNAN DAG. „Dómgreind er afleiðing reynslu, reynsla er afleið- ing slæmrar dómgreindar.“ Simon Bolivar var venesúelskur stjórn- málamaður og byltingasinni. Réttarhöld vegna fjöldamorða Banda- ríkjahers í My Lai í Víetnam hófust á þessum degi árið 1970. Réttarhöldin voru haldin vegna ákæru yfir bandarískum hermönnum sem myrtu hundruð óvopnaðra víetnamskra borgara, mest konur og börn, þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst 1968. Fjöldamorðin vöktu mikinn óhug um allan heim og umræða um stríðsglæpi Bandaríkja- hers í Víetnam kom upp á yfirborðið. Fjöldamorðin drógu líka úr stuðningi almennings í Bandaríkjunum við stríðsreksturinn í Víetnam. Það var 16. mars 1968 þegar ein af hersveitum Bandaríkjahers var send til að kanna hvort hermenn Víetnama leyndust í þorpinu My Lai. Þorpið var talið hættulegt vegna fjölda víetnamskra hermanna sem Bandaríkjaher hélt að hefðist þar við. Hermönnun- um sem fóru var tilkynnt að allir óbreyttir borgarar í þorpinu yrðu farnir á markað fyrir klukkan sjö um morguninn og því væru allir sem fyndust í þorpinu mjög líklega víetnamskir hermenn. Þeir fengu jafnframt skipun um að eyða þorpinu. Engir hermenn voru í þorpinu en þar voru hins vegar óbreytt- ir borgarar: konur, gamalmenni og börn. Hersveitin hóf að slátra fólkinu, sumir voru pyntaðir og öðrum nauðgað. Tölum um látna ber ekki saman en ljóst er að á bilinu 347 til 504 óbreyttir borgarar voru myrtir þennan dag. Í kjölfarið voru 14 hermenn ákærðir fyrir ódæðið en eingöngu foringi hersveitarinnar, William Calley, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði að Calley skyldi látinn laus úr fangelsi og í staðinn fyrir lístíðardóm sat hann í þrjú ár í stofufangelsi áður en hann varð frjáls maður. ÞETTA GERÐIST> 17. DESEMBER 1970 Fjöldamorð og pyntingar í Víetnam Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hermann Guðmundsson símstöðvarstjóri frá Súgandafirði, lést mánudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sólrún Hermannsdóttir Herdís Jóna Hermannsdóttir Gísli Vilhjálmur Jónsson Guðmundur Óskar Hermannsson Bryndís Einarsdóttir Halldór Karl Hermannsson Hlöðver Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jan Eyþór Benediktsson bifreiðarstjóri, Naustabryggju 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. desember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsam- legast bent á styrktarsjóði langveikra barna. Jóhanna Þ. Bjarnadóttir Benedikt Garðar Eyþórsson Þórður Jóhann Eyþórsson Arnar Eyþórsson Lára G. Vilhjálmsdóttir Agnes Eyþórsdóttir Ólafur Þór Zoega Barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmans míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Elíasar Ívarssonar Suðurengi 7, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sveinsdóttir Börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. Það verður blásið til heljar- innar veislu í kvöld, í tilefni þess að Kristján Sigurjóns- son útvarpsmaður er fimm- tugur. Kristján ætlar að taka á móti gestum og segist hann eiga von á miklum fjölda gesta í afmælið enda ættingjum, vinum og sam- starfsmönnum boðið og ekki spilli heldur fyrir að afmæl- ið skuli bera upp á laug- ardegi. „Það er vissulega gaman að afmælisdagurinn sé á laugardegi en auðvitað er þetta líka mjög annasam- ur tími fyrir marga.“ Það fór lítið fyrir veislu- höldum þegar Kristján varð fertugur, en afmæl- isdeginum eyddi hann í rólegheitum heima hjá sér með fjölskyldunni. Aftur á móti var haldið rokna teiti þegar árin höfðu náð þrjátíu að tölu og nú finnst Kristjáni tími til kominn að endurtaka leikinn. „Mér finnst fimm- tugsafmæli gefa tilefni til að halda vel upp á það, því að maður er þá hvorki ungur né gamall.“ Vegna nálægðar afmæl- isdags síns við fæðingardag frelsarans hafði Kristján sem ungur maður ávallt miklar áhyggjur af því að afmælisgjöfin hans og jóla- gjöfin myndu renna saman í eina. „Foreldrar mínir pöss- uðu reyndar alltaf vel upp á það að þetta myndi ekki gerast, þau reyndu að leyfa afmælinu mínu að njóta sín. Þó kom það fyrir að fólk sem ekki vissi af þessari ráðagerð foreldra minna gæfi mér eina stóra gjöf í flottari kantinum.“ Níu ára afmælisdagur- inn er honum sérstaklega minnisstæður vegna gjaf- anna sem hann fékk. Þá var samantekið ráð afmælis- gesta að gefa afmælisbarn- inu leikfangabíla og eign- aðist Kristján þess vegna mikinn bílaflota sem svo stækkaði enn meir nokkrum dögum síðar, á aðfangadag. „Ég á mynd af mér níu ára gömlum, þar sem ég stilli mér upp við hliðina á bíla- flotanum,“ segir afmælis- barnið og hlær. KRISTJÁN SIGURJÓNSSON Á von á fjölda gesta heim til sín í kvöld í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KRISTJÁN SIGURJÓNSSON ÚTVARPSMAÐUR: ER FIMMTUGUR Hvorki ungur né gamall AFMÆLI Vífill Magnússon arkitekt er 67 ára. Einar Karl Haraldsson almanna- tengill er 58 ára. Hjördís Gissurardóttir gullsmiður er 55 ára. Jón Kalman Stefánsson rithöf- undur er 42 ára. Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri er 36 ára. Ívar Bjarklind fyrrverandi knatt- spyrnumaður er 31 árs. ANDLÁT Eyja Sigríður Viggósdóttir er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir frá Kjörvogi lést á hjúkrunar- heimilinu Eir miðvikudaginn 14. desember. Hermann Guðmundsson, sím- stöðvarstjóri frá Súgandafirði, lést mánudaginn 12. desember. Lára Halldórsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 13. desember. Þorbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, miðvikudaginn 14. desember. JARÐARFARIR 11.00 Magnús Kolbeinsson, Stóra-Ási, Borgarfirði, verður jarðsunginn frá Reykholts- kirkju. 13.00 Finnur Ingi Finnsson, frá Skerðingsstöðum í Reyk- hólasveit, verður jarðsung- inn frá Reykhólakirkju. 13.30 Pálmi Ólafsson, frá Holti, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju. 13.30 Ragnar Bollason, Bjargi, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Munkaþver- árkirkju. 14.00 Helga Sigurgeirsdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsa- víkurkirkju. 14.00 Klemens Jónsson, bygg- ingameistari, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði, verður jarðsung- inn frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Þórdís Þorgrímsdóttir verður jarðsungin frá Ólafs- víkurkirkju. 14.00 Þorsteinn Þorsteinsson, Skólavegi 27, Vestmannaeyj- um, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1239 Kujo Yoritsugu, japanskur hershöfðingi. 1731 María I, portúgölsk drottn- ing. 1778 Humphry Davy, enskur efnafræðingur. 1887 Josef Lada, tékkneskur listmálari. 1901 Lee Strasberg, leikari og leikstjóri. 1975 Milla Jovovich, bandarísk leikkona og fyrirsæta. Skákáhugafólk á grunnskóla- aldri ætti ekki að eiga erfitt með að svala taflþörfinni um helgina því að til boða stendur að taka þátt í tveimur skák- mótum, annars vegar jólaskák- móti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið verður í félags- heimili TR í dag og hins vegar Jólapakkamóti Taflfélagsins Hellis, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun. Taflfélag Reykjavíkur er elsta taflfélag landsins og hefur staðið fyrir jólaskák- móti fyrir börn og unglinga í áratugi. Undanfarin ár hafa á bilinu 60 til 100 ungmenni mætt til leiks. Þátttaka er opin öllum fimmtán ára og yngri og veitt verða verðlaun í þrem- ur flokkum: opnum flokki, stúlknaflokki og flokki barna yngri en tíu ára. Jólapakkamót Hellis fer nú fram í níunda sinn og segja aðstandendur þess að búast megi við að 150 til 200 börn og unglingar taki þátt. Eina þátt- tökuskilyrðið er að vera grunn- skólanemi og keppt verður í fjórum aldursflokkum. Mót TR hefst klukkan tvö og skráning klukkustund fyrr. Mót Hellis hefst klukkan 13 og skráning er þegar hafin á vefsíðunni hellir.is. Mótin eru opin öllum og í boði eru vegleg verðlaun fyrir efstu sæti auk fjölda úrdráttarverðlauna. - sh Tvö skákfélög bjóða ungmennum landsins á skákmót um helgina: Börn og unglingar tefla BIKARINN HAFINN Á LOFT Skáksveit Laugalækjarskóla vann á dögunum Norðurlandameistaratitil grunnskóla. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.