Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 28
17. desember 2005 LAUGARDAGUR28
Fyrir mörgum, ef ekki flest-um, koma jólin klukkan sex á aðfangadag þegar kirkju-
klukkur klingja um allt land. Ása-
trúarmenn taka hins vegar forskot
á sæluna og blóta árs og friðar á
vetrarsólstöðum, hinn 21. desem-
ber, sem í þeirra huga markar
fæðingu sólarinnar.
„Jólablótið er það stærsta
af höfuðblótunum sem marka
sólstöður og jafndægur,“ segir
Hilmar Örn Hilmarsson allsherj-
argoði. „Það er gömul hefð og
útbreidd að halda upp á sólstöður
og í flestum samfélögum á flest-
um tímum hefur verið haldið upp
á það þegar sól hækkar. Reyndar
finnst sumum ásatrúarmönnum
sumardagurinn fyrsti heilagasti
dagur ársins, enda er það sterkt
í Íslendingum, til dæmis gaf fólk
gjafir á sumardaginn fyrsta en
ekki á jólum í gamla daga.“
Orðið jól kemur úr heiðnum sið,
en Jólnir var eitt af nöfnum Óðins.
Að sögn Hilmars nær jólahaldið
langt aftur í heiðnum sið. „Eftir
að gregoríska dagatalið var tekið
upp hefur það verið á nokkru reiki
hvenær jólin voru haldin á ólíkum
landsvæðum; hvert þeirra var
kannski með sitt viðmið um það
hvenær sól færi að rísa, en víða
er hægt að finna steinahringi og
viðmið í fjallaskörðum sem ganga
út á að merkja vetrardægur og
sólstöður. Fólk hefur því alltaf
haft merkilega góða hugmynd
um hvenær daginn fer að lengja
á ný og hefur sjálfsagt tekið mið
af því.“
Fleiri tækifæri til að gleðjast
Í heiðni var jólahaldið ekki bundið
við einn ákveðin dag, heldur telja
menn að þær hafi staðið í þrjá til
tólf daga. „Og þetta hafa sjálfsagt
ekki verið neinar stúkusamkomur
í þá daga,“ segir Hilmar og kímir.
„Blót ganga út á samveru, þar sem
fólk kemur saman til að borða og
drekka og njóta samvista. Kannski
er það veisluhaldið sem laðar
suma að ásatrúnni, aðrir vilja við-
halda ákveðnum menningarlegum
arfi en í þessu er vissulega líka
trúarleg dýpt ef menn vilja skoða
það og margir blóta af hreinni og
beinni trú.“
Hilmar telur að ásatrú eigi sér
ákveðinn samhljóm meðal þjóðar-
innar, sem eigi sér meðal annars
skýringar í gömlum venjum. „Við
þekkjum til dæmis það að menn
drekka sólarkaffi á Vestfjörðum.
Þetta eru ákveðnar menjar, sem
eru ekki kannski ekki beint úr
heiðni. Hækkun sólar er náttúru-
fyrirbæri sem nær út fyrir hefð-
bundnar kennisetningar, til dæmis
kristninnar; þetta er eitthvað sem
við finnum á okkur.“
Nú er að vaxa upp kynslóð sem
hefur heiðið jólahald en flestir
ásatrúarmenn sem hann þekk-
ir halda líka aðfangadag hátíð-
legan og sjálfur er hann engin
undantekning. „Flestir ásatrúar-
menn eru lausir við kreddur og
umburðarlyndir gagnvart þeim
sem aðhyllast aðrar trúarskoðan-
ir og ég vil til dæmis deila mínum
jólum með öðru fólki og tilbúinn
að gangast inn í þeirra jólahald
og hlakka mikið til aðfangadags.
Ásatrúarmenn eru enda veislu-
gjarnt fólk og því fleiri tækifæri
til að gleðjast því betra,“ segir
hann og hlær.
Trúin speglar veruleikann
Hilmar var á fermingaraldri
þegar hann fann að í ásatrú fælist
sú lífssýn sem hentaði honum
best. Sextán ára gamall steig hann
skrefið til fulls og gekk í ásatrúar-
félagið og hefur ekki litið til baka
síðan. „Ég var alinn upp á trúuðu
heimili í íslenskum skilningi þess
orðs, það er að segja að fólk var
opið fyrir nýjum hugmyndum.
Sem drengur fór ég alltaf í Dóm-
kirkjuna á aðfangadag og hóstaði
í kór við aðra kirkjugesti,“ segir
hann og hlær.
Að hans mati endurspegla öll
góð trúarbrögð líkamlegan og
andlegan veruleika og það finnst
honum eiga sérstaklega við um
ásatrúna. „Við vitum til dæmis
hvaða áhrif árstíðirnar hafa á
fólk og hvernig ljósleysið leggst
í menn. Ásatrúin bjó sér því til
fimmta höfuðblótið á þorranum,
sem er ágætlega staðsett í árinu
þegar við erum búin að bagsa í
myrkrinu. Á jólum blóta ásatrú-
armenn til árs og friðar, en friður
er í merkingunni frjósemi sem
felur í sér bón um að jörðin verði
frjósöm sem og mannfólkið. Þetta
eru trúarbrögð sem byggja, að ég
tel, bæði á líffræði og sálarfræði
og þau kallast mjög á við hring-
rás lífsins. Það er fæðing, vöxtur,
hnignun og dauði og við sjáum það
metafórískt í árinu.“
Tranar trú sinni ekki fram
Það fer talsverður tími í það að
sinna skyldum allsherjargoða, að
sögn Hilmars. „Það er mikil vinna
í kringum þetta, sérstaklega um
þessar mundir þar sem við erum
á spennandi tímamótum, því við
erum að ráðast í byggingu hofs
í Öskjuhlíð þar sem við höldum
sólstöðublótin að öllu jöfnu, og
vonandi getum við blótað í hofinu
eftir tvö ár.“
Hilmari hefur þó tekist að sam-
eina starf sitt sem tónskáld við
skyldur sínar sem allsherjargoði,
þrátt fyrir að vera oft á faralds-
fæti. „Ég hef alltaf getað komið
því að vera hér heima á stærri
blótunum. Mér finnst það alls
ekki kvöð að púsla þessu saman,
þvert á móti er ágætt að vera með
hið veraldlega og hið geistlega í
gangi á sama tíma en ekki annað
á kostnað hins.“
Hilmar vinnur mikið erlendis
en kveðst ekki verða mikið var
við að menn reki upp stór augu
þegar þeir komist að því að hann
er ásatrúarmaður – og allsherjar-
goði ofan í kaupið. „Sumir hafa
þurft að spyrja mig út í þetta til að
komast að því hvort mér er alvara
eða ekki og sumir vilja vita hvað
þetta felur í sér. En ásatrúarmenn
hafa það fyrir sið að trana trú
sinni ekki fram, enda er það ein
af meginkennisetningum okkar
að trúboð sé óþarft. Ég held að
flestir líti bara á þetta sem einn
hluta af mér og geta vonandi séð
mig í senn sem ásartrúarmann og
tónlistarunnanda.“
Skyldur Hilmars sem allsherjar-
goða snúa ekki síst að safnað-
arbörnunum og því tekur hann
ekki af léttúð. „Ég get ekki leyft
mér annað. Í starfi mínu felst sú
ábyrgð að ég sé til staðar fyrir
fólk á gleðistundum sem og á erf-
iðum tímum og það kemur vissu-
lega fyrir að fólk leitar til mín
þegar erfiðleikar steðja að því.
Þetta er ekki eitthvað sem maður
getur gert með hangandi hendi og
ég reyni að sinna því af eins mikl-
um heilindum og ég get.“ ■
Hvað gerist þegar
maðurinn deyr?
Hér eru 27 frásagnir
vina og ættingja,
þjóðkunnra presta og
einkasonar, sem fórst í
bílslysi, af því hvernig
var að „deyja“ og
hvað við hafi tekið.
Þar segir Runólfur,
stjórnandi Hafsteins
miðils, ítarlega frá
sinni reynslu og sagt
er frá stórmerkum
sýnum Bjargar S.
Ólafsdóttur miðils
við dánarbeð.
Þá er sagt frá enska miðlinum Horace S. Hambling
og stórmerkum fyrirbærum.
Árnesútgáfan
Sími: 482 1567
GUÐMUNDUR KR
ISTINSSON
Framliðnir segja frá
andláti sínu
og lífinu fyrir handa
n
TIL
ÆÐRI HEIMA
Gerð er grein fyrir mismunandi boðskap þjóðkirkj-
unnar um dauðann og annað líf á síðustu öld og
áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóðarinnar.
Í starfi mínu felst sú ábyrgð
að ég sé til staðar fyrir fólk
á gleðistundum sem og á
erfiðum tímum og það kemur
vissulega fyrir að fólk leitar til
mín þegar erfiðleikar steðja
að því.
Þetta eru trúarbrögð sem
byggja, að ég tel, bæði á
líffræði og sálarfræði og þau
kallast mjög á við hringrás
lífsins. Það er fæðing, vöxtur,
hnignun og dauði og við sjá-
um það metafórískt í árinu.
Ásatrú þýðir bókstaflega „trú á Æsi“.
Það er þó naumast réttnefni þar
sem trúin miðast ekki við Æsi eina
en tekur eins til Vana og annarra
vætta. Vor siður er það sem margir
kjósa fremur að nota enda gengur
ásatrú meira út á lífsstíl og hegðun
en tilbeiðslu guða, og byggist á
hinni lifandi náttúru, sem er sá
hluti alheimsins sem við sjáum og
skynjum.
Goðin gerðu ekki heiminn úr
engu, heldur sköpuðu (formuðu)
hann úr hinni eilífu orku alheimsins
(Ginnungagaps), samkvæmt lögmál-
unum (örlögunum) sem búa í Aski
Yggdrasils.
Sköpun og eyðingin eru enda-
laust samspil. Hin endanlega sköpun
heimsins fór ekki fram í árdaga, né
verður endanleg eyðing heimsins
allt í einu. Sköpun og eyðing eru eilíf
hringrás, sem viðhalda tilverunni.
Samkvæmt Ásatrúnni eru guð-
irnir ekki stjórnendur heimsins held-
ur hluti af honum og seldir undir
lögmál hans nákvæmlega eins og
við jarðneskir menn. Allir hlutir eru
forgengilegir, alheimurinn, guðirnir,
jörðin og mennirnir eru seldir undir
hina endalausu hringrás.
Í helgisiðum sínum taka Ása-
trúarmenn mið af því sem skrifað
var á fornar bækur. Mest er sótt til
Eddukvæðanna og í heimsmynd og
siðaboðskap vors siðar. Einnig er að
sjálfsögðu tekið tillit til þess að við
búum nú í borgarsamfélagi flest öll
og hlýtur það að móta allar hugsanir
okkar og athafnir.
Ásatrúin á sér enga „biblíu“ eins og
það er skilið í kristnum sið. Við tökum
hins vegar mið af bæði Sæmund-
ar- og Snorra Eddu, en þessar tvær
bækur eru bestu heimildirnar um
hinn forna átrúnað og reyndar svo
einstakar að ef þær væru ekki til væri
næsta lítið vitað um bæði íslenska og
germanska heiðni.
Tekið af vef Ásatrúarfélagsins.
ÁSATRÚ
Heiðnir fagna
fæðingu sólar
Sem drengur fór Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði alltaf í
Dómkirkjuna á jólunum og „hóstaði í kór við aðra kirkjugesti“.
Bergsteinn Sigurðsson komst að því að þótt Hilmar hósti ekki
lengur í kirkju hlakkar hann engu að síður til jólanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI