Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 36
þó eiga það, að hún sagði nýlega lausu sæti sínu í bankaráði Seðla- bankans, enda fer ekki vel á því, að flokksformenn sitji þar. Og hún má einnig eiga það, að hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps, sem er nú til umfjöllunar í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis og gerir ráð fyrir því, að gerðar séu tilteknar kröfur til þekkingar seðlabankastjóra á efnahags- og peningamálum, að embætti seðla- bankastjóra sé auglýst, að stofnuð verði sérstök peningastefnunefnd, hún fundi a.m.k. átta sinnum á ári á fyrir fram ákveðnum dögum og birti opinberlega fundargerðir sínar, þar sem rökstuðningur henn- ar fyrir vaxtaákvörðunum kemur fram. Þetta frumvarp rímar vel við seðlabankalöggjöfina eins og hún er nú í ýmsum nálægum lönd- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með afdrifum þess á Alþingi. Hagstjórn Seðlabankar gegna mikilvægu hlut- verki í hagstjórn, þar sem þeim er nú orðið uppálagt skv. lögum að sjá til þess með tiltækum ráðum, að verðlag haldist sæmilega stöðugt. Peningamálin, gengismálin og vaxta- málin í verkahring seðlabankans eru þó annars eðlis en ríkisfjármálin á könnu fjármálaráðherrans. Peninga- málin eru í eðli sínu ópólitísk eða eiga a.m.k. að vera það, en ríkisfjár- málin eru á hinn bóginn óaðskiljan- leg frá öðrum viðfangsefnum stjórn- málamanna, m.a. vegna þess hversu nátengd þau eru tekju- og eigna- skiptingu milli ólíkra þjóðfélagshópa og þá um leið beinharðri pólitík. Ein- mitt þess vegna miðar nútímalöggjöf um bankamál að auknu sjálfstæði seðlabanka, sjálfstæði með ábyrgð. Engum dytti samt til hugar að reyna að gerilsneyða ríkisfjármálin með því að aftengja þau frá stjórnmál- um, þótt afmarkaðir hlutar þeirra kynnu að henta til slíkrar aftenging- ar (þessu sjónarmiði er lýst í grein minni „Hagstjórn, fjármál og hag- vöxtur“ í Fjármálatíðindum, fyrra hefti, 2005). Störf seðlabankastjóra á okkar dögum krefjast í þessu ljósi mikillar og traustrar þekkingar á hagfræði og efnahagsmálum, þess konar þekk- ingar, sem menn hafa yfirleitt engin tök á að afla sér nema með ströngu námi og starfi á þeim vettvangi. Það er engin tilviljun, að vel menntað- ir og reyndir hagfræðingar stýra flestum seðlabönkum heims. Bush Bandaríkjaforseti kallar að sönnu ekki allt ömmu sína í embættaveit- ingum, en hann er samt nýbúinn að tilnefna virtan hagfræðiprófessor frá Princeton í stöðu seðlabanka- stjóra fyrir vestan, mann, sem hefur aldrei látið stjórnmál til sín taka, og flaug í gegnum smásjá Bandaríkja- þings. Seðlabankastjóri Bretlands er einnig óflokksbundinn hagfræð- ingur og fyrrverandi prófessor í London School of Economics, og þannig er hægt að færa sig land úr landi. Þannig á þetta að vera. Þetta er heilbrigt. Það er í mínum huga jafnsjálf- sagt, að reyndir kunnáttumenn stjórni seðlabönkum og að vel menntaðir og reyndir flugstjórar stýri farþegavélum. Í flugheim- inum þætti sú málsvörn ekki mik- ils virði, að yfirflugfreyjan viti, hvar neyðarbylgjuna er að finna á talstöðinni í stjórnklefanum. Það þætti ekki heldur góð latína að leyfa afdönkuðum stjórnmála- manni í hvítum sloppi að stjórna skurðaðgerð í trausti þess, að hjúkrunarfólkið viti, hvar milt- að er og brisið. Þess vegna eru ítrekaðar pólitískar ráðningar í bankastjórn Seðlabanka Íslands veikleikamerki á okkar unga lýð- veldi: vinir mínir í Afríku byrja að flissa, þegar ég lýsi þessu fyrir þeim, því að þeir eru flestir búnir að venja sig af þessum ósið. Seðla- bankastjóri, sem hefur alið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysufata- kona undir stýri í breiðþotu: hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél? Stjórn seðla- banka í nútímanum er í aðra röndina tæknilegt viðfangsefni með sama hætti og staða forsæt- isráðherra er augljóslega pólitísk í eðli sínu. Þarna á ekki að vera innangengt á milli, enda tíðkast það nánast hvergi annars staðar, þótt eitt og eitt dæmi megi nefna, t.d. frá Finnlandi, og þá rifja menn þau upp sem víti til varnaðar. Höfundur er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Seinni hluti greinarinnar birtist á morgun. Átökin um ráðningu hans í Seðlabankann urðu til þess ásamt öðru að kljúfa Alþýðuflokk- inn sáluga og skáka honum út úr ríkisstjórn. Þáverandi formaður bankaráðs Seðlabank- ans sá ástæðu til að saka yfirboðara bankans um spillingu, sagði sig úr ráðinu við annan mann, gekk til liðs við andstæð- inga Alþýðuflokksins í alþingiskosningun- um 1995 og var kjörinn á þing. Bankinn var dreginn sundur og saman í háði: hundruð framhaldsskólanema sóttu um bankastjórastarf, sem var auglýst laust til umsóknar. Með þessu ráðslagi auk annars tefldi Alþýðuflokkurinn lands- stjórninni upp í hendurnar á Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa stjórnað landinu í sameiningu síðan 1995. Alþýðuflokkurinn lagði upp laupana og rann inn í Samfylkinguna. Seðlabankastjóri, sem hefur alið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysu- fatakona undir stýri í breiðþotu: hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél? Það þætti ekki heldur góð latína að leyfa afdönkuðum stjórnmálamanni í hvítum sloppi að stjórna skurðaðgerð í trausti þess, að hjúkrunarfólkið viti, hvar miltað er og brisið. Þess vegna eru ítrekaðar pólitískar ráðningar í bankastjórn Seðla- banka Íslands veikleikamerki á okkar unga lýðveldi. Gegndi formennsku í bankastjórn á undan Davíð Oddssyni. Birgir er fyrrverandi menntamálaráð- herra Sjálfstæð- isflokksins, sem flokkurinn þurfti á sínum tíma að koma fyrir í bankan- um, þótt hann hefði aldrei látið efnahagsmál eða fjármál til sín taka. Hann hafði áður um alllangt skeið skrifað reglulega dálka í Morgunblaðið um stjórnmál án þess að sýna efnahags- málum nokkurn sérstakan áhuga eða skilning, enda er maðurinn lögfræðingur að mennt. Gaf þá skýringu á vistaskiptunum úr viðskiptaráðuneytinu í Seðlabankann, að hann væri orðinn þreyttur á linnulausri gagnrýni á embættisverk hans í ráðuneytinu. Hann tók nokkru síðar að sér ásamt öðrum milligöngu við einkavæðingu Búnaðar- bankans og gerðist einn ríkasti maður landsins án þess að vekja teljandi eftir- tekt eða andúð, að því er séð verður. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON FYRRVERANDI SEÐLABANKASTJÓRI STEINGRÍMUR HERMANNSSON FYRRVERANDI SEÐLABANKASTJÓRI FINNUR INGÓLFSSON FYRRVERANDI SEÐLABANKASTJÓRI DAVÍÐ ODDSSON NÝRÁÐINN SEÐLABANKASTJÓRI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.